Sex ár að samræma löggjöf

Leyfileg stærð báta í krókaaflamarkskerfinu var aukin 2013 en samræming …
Leyfileg stærð báta í krókaaflamarkskerfinu var aukin 2013 en samræming annarra laga var ekki gerð fyrr en 2019. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúmum sex árum eftir að stærðarmörkum báta í krókaaflamarkskerfinu var breytt samþykkti Alþingi að lög um áhafnir skipa skyldu samræmast breytingunni.

Árið 2013 samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Með frumvarpinu var meðal annars lagt til að stærðarmörk báta í krókaaflamarkskerfinu yrðu stækkuð úr tólf metrum og 20 brúttótonnum í fimmtán metra og 30 brúttótonn. Áður hafði Steingrímur J. Sigfússon, núverandi forseti Alþingis, lagt frumvarpið fram þegar hann gegndi embætti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Frumvarpinu var mótmælt af mörgum hagsmunaaðilum, en var samþykkt sem ný lög á Alþingi 25. júní 2013 og tóku þau þegar gildi. En við það varð leyfilegt að veiða innan krókaaflamarkskerfisins á fimmtán metra bátum án þess að gerðar yrðu viðhlítandi breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa sem enn miðuðu við tólf metra. Þar af leiðandi voru gerðar auknar mönnunar- og menntunarkröfur um borð í bátunum sem veiða í kerfinu og eru á bilinu tólf til fimmtán metrar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sniðið að kerfinu

Sex árum og fimm mánuðum síðar á síðasta starfsdegi Alþingis fyrir áramót, 17. desember síðastliðinn, samþykkti Alþingi nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, nú samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, um samræmingu laga og tilheyrandi reglugerða.

„Það er með þessu verið að sníða þetta að kerfinu okkar. Þessir bátar sem smíðaðir eru í dag eru langflestir 15 metrar og með þessu er verið að uppfæra réttindin í samræmi við stærðarmörk bátanna,“ segir Þorlákur Halldórsson, formaður Landssambands smábátaeigenda. Bendir formaðurinn á að það séu þegar margir bátar af þessari stærð að veiða innan krókaaflamarkskerfisins og að það sé óþarfi að hafa aukna mönnunarkröfu á umræddum bátum, að mati formannsins.

 Fjallað var um málið í 200míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál, í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 173,26 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 1.532 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.576 kg
18.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 968 kg
Rauðmagi 33 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 16 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.051 kg
18.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 835 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 6 kg
Rauðmagi 5 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 881 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 173,26 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 1.532 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.576 kg
18.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 968 kg
Rauðmagi 33 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 16 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.051 kg
18.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 835 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 6 kg
Rauðmagi 5 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 881 kg

Skoða allar landanir »