Innheimta auðlindagjald af fiskeldi frá áramótum

Auðlindagjald á fiskeldi verður innheimt frá áramótum og mun það …
Auðlindagjald á fiskeldi verður innheimt frá áramótum og mun það hækka í áföngum næstu sjö árin. Talið er að gjaldið muni nema um 27 krónum á kíló þegar það er komið til framkvæmdar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Um áramót taka gildi lög um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja gjaldið hafa áhrif á rekstur, fjárfestingar og samkeppnishæfni fiskeldisfyrirtækja. 

Lögin, sem samþykkt voru á Alþingi 19. júní, gera ráð fyrir að innheimt sé auðlindagjald af fyrirtækjum sem starfrækja sjókvíaeldi og að „fjárhæð gjalds á hvert kílógramm slátraðs lax skal miðast við meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á atlantshafslaxi frá ágúst til október næst fyrir ákvörðunardag.“

„Gert er ráð fyrir að gjaldið hækki í sjö áföngum á jafn mörgum árum. Fyrst verður innheimt eftir nýju lögunum nú á nýju ári. Stofn gjaldsins er magn slátraðs fisks og ræðst gjaldtökuprósentan af heimsmarkaðs- verði á laxi eins og það var á tímabilinu ágúst til október fyrir næsta ákvörðunardag. Þeim mun hærra sem verðið er verður gjaldahlutfallið hærra og öfugt. Gjaldtakan á næsta ári markast því af heimsmarkaðsverði á tímabilinu ágúst til október á þessu ári. Miðað við langtímahorfur um heimsmarkaðsverð má vænta þess að miðað við þá aðferðafræði sem lög kveða á um verði gjaldtakan samkvæmt hæstu prósentunni,“ segir í svari SFS er leitað var eftir viðbrögðum talsmanna fiskeldisstöðva.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Bent er á í svarinu að undanfarin ár hefur verið innheimt annað sértækt gjald sem rennur í Umhverfissjóð sjókvíaeldis og að í vor hafi verið ákveðið að hækka gjaldið um 66 prósent, en stofn þessa gjalds eru útgefin leyfi óháð eiginlegri framleiðslu. Þá tekur langan tíma að breyta útgefnum starfsleyfum og rekstrarleyfum í raunverulega framleiðslu. „Fyrstu árin fellur til mikill kostnaður við margvíslega fjárfestingu og uppbyggingu á lífmassa. Á þessum tíma greiða fyrirtækin þó í Umhverfissjóðinn; á næsta ári 66% hærra gjald en í ár. Slík gjaldtaka bitnar því hlutfallslega þyngra á fyrirtækjum á uppbyggingarskeiði.“

Áhrif á fjárfestingar

Í ljósi þessa þykir SFS óhjákvæmilegt að gjaldtaka á hvert framleitt kíló verður mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. „Enda staða þeirra, eðli málsins samkvæmt, misjöfn af fyrrgreindum ástæðum. Fyrirtækin eru einfaldlega í mismunandi færum til að nýta leyfin til fullrar framleiðslu.“

Þegar fyrirtækin eru komin í þá stöðu að fullnýta leyfi og hinn nýi sértæki skattur á fiskeldisfyrirtæki er að fullu kominn til framkvæmda má ætla að sérstök skattheimta ríkisins á fiskeldisfyrirtæki nemi um 27 krónum á kíló, staðhæfir SFS. „Þá er ótalin önnur almenn skattheimta á atvinnurekstur auk margs konar gjaldtöku sveitarfélaga sem í ýmsum tilvikum er verulega umfram það sem þekkist í ýmsum samkeppnislöndum okkar.

Það gefur auga leið að skattheimta af þessu tagi mun hafa áhrif á rekstur fyrirtækjanna, samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum mörkuðum og getu þeirra til fjárfestinga til lengri og skemmri tíma.“

Greinin var fyrst birt 20. desember í 200 mílum, sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »