Vill halda ísverksmiðju í heimabyggð

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur fest kaup á ísverksmiðjuni í Ólafsvík.
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur fest kaup á ísverksmiðjuni í Ólafsvík. mbl.is/Alfons Finnsson

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar gekk nýverið frá samningi um kaup á ísverksmiðjunni í Ólafsvík af HG Geisla sem var rekinn af Hjörleifi Guðmundssyni.

Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar, segir í samtali við 200 mílur nauðsynlegt að ísverksmiðja sé rekin í Snæfellbæ. Sú hætta hafi verið til staðar að vélarnar yrðu keyptar úr bæjarfélaginu og húsnæðið fengi annan tilgang. Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hafi haft svigrúm til fjárfestinga og var því tekin ákvörðun um að festa kaup á verksmiðjunni til þess að tryggja áfram rekstur í heimabyggð og ekki síst sjá til þess að viðskiptavinir þeirra fái ís eftir þörfum.

Framleiðslugeta ísverksmiðjunnar er um 50 tonn á sólarhring en með í kaupunum fylgdi önnur ísvél sem hægt sé að setja upp og auka þar með framleiðsluna í um 75 tonn á sólarhring, að sögn Andra Steins sem segir jafnframt ís einn lykilþátta í sjávarútvegi.

„Við munum sennilega þurfa að bæta við manni eftir þessi viðskipti og er það í skoðun. Hjörleifur mun verða okkur innan handa til þess að byrja með,“ segir Andri Steinn og bætir við að hann þakki Hjörleifi fyrir góða þjónustu og þjónustulund síðustu ár.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.11.20 365,30 kr/kg
Þorskur, slægður 27.11.20 465,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.11.20 225,54 kr/kg
Ýsa, slægð 27.11.20 275,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.11.20 140,94 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.20 185,74 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 27.11.20 257,46 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 950 kg
Þorskur 387 kg
Keila 113 kg
Steinbítur 45 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.519 kg
28.11.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 872 kg
Þorskur 136 kg
Keila 86 kg
Steinbítur 70 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 1.183 kg
27.11.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 8 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 13 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.11.20 365,30 kr/kg
Þorskur, slægður 27.11.20 465,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.11.20 225,54 kr/kg
Ýsa, slægð 27.11.20 275,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.11.20 140,94 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.20 185,74 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 27.11.20 257,46 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 950 kg
Þorskur 387 kg
Keila 113 kg
Steinbítur 45 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.519 kg
28.11.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 872 kg
Þorskur 136 kg
Keila 86 kg
Steinbítur 70 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 1.183 kg
27.11.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 8 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 13 kg

Skoða allar landanir »