Tækifæri til útflutnings á íslensku hugviti til Kína

Sjávarútvegssýningin í Qingdao hefur stækkað mikið undanfarin ár og mun …
Sjávarútvegssýningin í Qingdao hefur stækkað mikið undanfarin ár og mun Íslandsstofa vera með tvo bása fyrir íslensk fyrirtæki. Ljósmynd/China Seafood Expo

„Þetta er sýning sem er orðin á stærð við sjávarútvegssýninguna í Brussel, þetta er meðal stærstu sjávarútvegssýninga í heimi,“ segir Berglind Steindórsdóttir, verkefnastjóri á sviði útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu, um sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo í Kína. En Íslandsstofa skipuleggur tvo þjóðarbása á sýningunni. Annar þeirra er fyrir fyrirtæki í framleiðslu á sjávarútvegstækni og tengdri starfsemi og hinn fyrir framleiðendur sjávarfurða.

„Þessi sýning í Kína hefur farið stækkandi undanfarin ár,“ segir Berglind og vísar til þess að um 35 þúsund gestir sækja hana og eru sýnendur um 1.600 frá 53 löndum. „Ég held að hún sé að verða mjög mikilvæg. Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi erlendra aðila sem sækja sýninguna og hún er mjög alþjóðleg. Það er margt fólk sem kemur víða að úr heiminum.“

Mikil breyting

Þá segir hún sýninguna hafa breyst mikið frá því að Íslendingar byrjuðu að sækja hana. „Við erum búin að vera á þessari sýningu frá upphafi og er hún 25 ára. Maður hefur séð miklar breytingar frá því að við vorum fyrst að fara á sýninguna. Þá var bara ein lítil vog frá Marel og engin sérstök höll fyrir tæknina en eru núna orðnar tvær.“ Þá hafi stækkun sýningarinnar átt sér stað sérstaklega vegna þeirrar miklu tækniþróunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, að mati Berglindar. „Það er auðvitað verið að vélvæða svo margt sem mannshöndin gerði áður.“

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi sótt kínversku sjávarútvegssýninguna í áraraðir hefur áhugi íslenskra fyrirtækja ekki verið mjög mikill. „En áhugi þó. Þetta hafa verið um átta fyrirtæki með okkur. Það er einnig töluvert af Íslendingum sem heimsækja sýninguna sem gestir og skoða hana. Ég myndi segja að tækifærin séu þarna alveg gríðarleg á sviði tækniþróunar [enda] hefur greinin breyst mikið og þeir eru að vélvæða sjávarútveginn sinn,“ útskýrir verkefnastjórinn.

Opnað hefur verið á vef Íslandsstofu fyrir skráningu á sýninguna sem haldin verður í Hongdao-sýningarhöllinni í borginni Qingdao 28. til 30. október og hvetur Berglind fólk til þess að kynna sér hana.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.20 402,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.20 407,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.20 298,02 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.20 338,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.20 137,46 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.20 187,60 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.20 327,96 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.20 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 782 kg
Samtals 782 kg
21.1.20 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Þorskur 72.060 kg
Ufsi 4.517 kg
Karfi / Gullkarfi 1.199 kg
Samtals 77.776 kg
21.1.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 54.104 kg
Samtals 54.104 kg
20.1.20 Gnúpur GK-011 Botnvarpa
Þorskur 102.635 kg
Ufsi 81.708 kg
Þorskur 44.670 kg
Þorskur 44.271 kg
Ýsa 37.829 kg
Ýsa 35.821 kg
Karfi / Gullkarfi 27.387 kg
Ýsa 4.468 kg
Þorskur 2.734 kg
Ufsi 2.328 kg
Ýsa 1.185 kg
Tindaskata 1.172 kg
Langa 1.051 kg
Hlýri 674 kg
Steinbítur 444 kg
Skarkoli 117 kg
Grálúða / Svarta spraka 69 kg
Skrápflúra 61 kg
Samtals 388.624 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.20 402,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.20 407,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.20 298,02 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.20 338,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.20 137,46 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.20 187,60 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.20 327,96 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.20 Fjóla SH-007 Plógur
Pílormur 782 kg
Samtals 782 kg
21.1.20 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Þorskur 72.060 kg
Ufsi 4.517 kg
Karfi / Gullkarfi 1.199 kg
Samtals 77.776 kg
21.1.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 54.104 kg
Samtals 54.104 kg
20.1.20 Gnúpur GK-011 Botnvarpa
Þorskur 102.635 kg
Ufsi 81.708 kg
Þorskur 44.670 kg
Þorskur 44.271 kg
Ýsa 37.829 kg
Ýsa 35.821 kg
Karfi / Gullkarfi 27.387 kg
Ýsa 4.468 kg
Þorskur 2.734 kg
Ufsi 2.328 kg
Ýsa 1.185 kg
Tindaskata 1.172 kg
Langa 1.051 kg
Hlýri 674 kg
Steinbítur 444 kg
Skarkoli 117 kg
Grálúða / Svarta spraka 69 kg
Skrápflúra 61 kg
Samtals 388.624 kg

Skoða allar landanir »