Gott verð vegna brælu

Kristinn HU kemur til hafnar í Ólafsvík rétt eftir hádegi …
Kristinn HU kemur til hafnar í Ólafsvík rétt eftir hádegi í dag í leiðindaveðri, en aflinn hjá Kristni var 12 tonn. mbl.is/Alfons

Loks gerði stund milli stríða hjá sjómönnum á Snæfellsnesi í gærkvöldi þegar gerði ágætisveður eftir kvöldmat og drifu smábátasjómenn sig á hafið.

Veðurspá gerði ráð fyrir blíðu fram í morgunsárið og síðan vaxandi vindi þegar leið á morguninn og því var um að gera að skella sér á sjóinn meðan hægt var og voru bátarnir komnir flestir að landi snemma morguns, og flestir með ágætisafla eins og Særif SH frá Rifi sem var með 10 tonn og netabáturinn Magnús SH var með 13 tonn. Þessir bátar lönduðu á Rifi Í Ólafsvík og var línubáturinn Kristinn HU með 12 tonn, netabáturinn Ólafur Bjarnarson var með 5 tonn, dragnótabáturinn Gunnar Bjarnarson var með 6 tonn í fáum köstum. Netbáturinn Bárður SH var einnig með góðan afla eða 8 tonn.

Að sögn Andra Steins Benediktssonar, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, var gott verð á fiskinum í dag, en alls voru seld 60 tonn af þorski og 50 tonn af ýsu á fiskmörkuðum á Íslandi í dag og var meðalverð á þorski 456 krónur en þorskur sem er yfir 8 kíló fór á 680 krónur og meðalverð á ýsu var 365 krónur á kílóið.

Það er búð að vera hátt fiskverð að undanförnu segir Andri og mikil eftirspurn þar sem stanslausar brælur hafa verið það sem er af þessu ári og bátar lítið komist á sjó auk þess sem bræluspá sé fram undan segir Andir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »