„Bátar og dauðir hlutir, það má alltaf bæta“

Af sjö bát­um við höfn­ina á Flateyri var Aldan, bátur …
Af sjö bát­um við höfn­ina á Flateyri var Aldan, bátur í eigu Gísla Jóns Kristjánssonar, við hafn­arkant­inn og slapp hann al­veg. Ljósmynd/Steinunn G. Einarsdóttir

Gísli Jón Kristjánsson, eigandi Öldunnar, eina bátsins sem slapp þegar snjóflóð féll á höfnina á Flateyri í gærkvöldi, segir að hann hafi stokkið 25 ár aftur í tímann við fregnir af flóðinu. 

„Þetta er ekki gott fyrir þá sem til þekkja. Sem betur fer sluppu allir og sýnir það að varnargarðarnir eru að hjálpa gríðarlega mikið,“ segir Gísli í samtali við mbl.is. Hann hefur verið veðurtepptur á Ísafirði síðustu tvo daga og óvíst er hvenær hann getur kynnt sér aðstæður í höfninni á Flateyri. 

Fregnir af flóðunum fékk Gísli á samfélagsmiðum og á fyrstu myndunum sem hann sá glitti í Ölduna og hann grunaði því að báturinn hefði sloppið, sem reyndist rétt. „Ég sá bara það að þarna var gríðarlegt magn af snjó, höfnin full. Það er mikið af snjó sem hefur farið þarna yfir og merkilegt hvernig bátarnir hafa farið, einn er á hvolfi, sem er dálítið sérstakt.“

Hugsaði fyrst og fremst til íbúanna

Gísli segir að honum hafi fyrst og fremst verið hugsað til íbúanna. „Maður finnur gríðarlega mikið til með fólkinu. Það er alveg merkilegt hvað á að reyna á þetta blessaða fólk, árásirnar koma úr öllum áttum.“ 

Hann viðurkennir að honum hafi vissulega létt þegar hann vissi að Aldan hefði sloppið. „En ég var aðallega að hugsa um fólkið. Bátar og dauðir hlutir, það má alltaf bæta, jú jú maður hugsar til þess, en maður hefur ekki áhyggjur fyrr en maður veit að allir eru sloppnir. Ef ég segi alveg eins og er hafði ég ekki miklar áhyggjur af bátnum. En svo er hörkulið á staðnum, björgunarsveitin hugsar vel um allt og þeir eiga miklar þakkir skilið.“ 

Aldan, dragnóta- og netabátur, var í höfninni á Flateyri í …
Aldan, dragnóta- og netabátur, var í höfninni á Flateyri í gær þegar snjóflóðið féll. Sjö bátar voru við höfnina og var Aldan sá eini sem slapp. Ljósmynd/Gretar Þór Sæþórsson

Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði ástandið skelfilegt þegar blaðamaður náði tali af honum í morgun. Af sjö bát­um við höfn­ina var Aldan eini báturinn við hafn­arkant­inn og slapp hann alveg. Undirbúningur á hreinsunarstarfi í höfninni er hafinn. Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. 

„Það er spurning hvernig bátarnir hafa farið, en þetta var mikil holskefla sem kom á það og áfallið er mikið. Maður trúir þessu ekki, þetta er alveg ótrúlegt. Við lærum öll af þessu og nú bætum við í og lögum hlutina sem aflaga hafa farið og gerum það fljótt. Lífið heldur áfram og sem betur fer sluppu allir ómeiddir,“ segir Gísli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »