„Þetta er altjón“

Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið …
Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið Blossi er einn sex báta sem gjöreyðilagðist þegar snjóflóð féll í höfnina. Ljósmynd/Steinunn G. Einarsdóttir

„Þetta er altjón, ég er alveg viss um það,“ segir Einar Guðbjartsson, eigandi útgerðarinnar Hlunna sem gerir út fiskiskipið Blossa sem sökk í höfninni á Flateyri í gærkvöldi þegar snjóflóð féll í höfnina í bænum. 

Hlunni er lítið fjölskyldufyrirtæki og ljóst er að tjónið er gríðarlegt en Blossi er eini báturinn sem Einar rekur ásamt eiginkonu sinni, syni og tengdadóttur. Báturinn er 12 tonna plastbátur og var smíðaður árið 2014 og er gerður út á ársgrundvelli á handfæri og línu. „Við erum sjö starfsmenn með mér, ef ég geri eitthvað,“ segir Einar og hlær. 

Líkt og Steinunn Guðný, dóttir Einars, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í nótt fór brunakerfið í bátnum í gang skömmu eftir að fyrra flóðið féll um klukkan ellefu. 

„Ég fékk SMS og hringdi í tengdasoninn sem fór niður eftir, hann hafði heyrt einhvern hávaða, svo fór ég á eftir. Það var allt í rúst, það var allt farið,“ segir Einar. 

Blossi er 12 tonna plastbátur, var smíðaður árið 2014 og …
Blossi er 12 tonna plastbátur, var smíðaður árið 2014 og er gerður út á ársgrundvelli á handfæri og línu. Ljósmynd/Kristján Fr. Einarsson

Ekki hægt að kanna aðstæður vegna veðurs

Einar segir að atburðarásin hafi verið mjög hröð í gærkvöldi og hann hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að snjóflóð hefði valdið tjóninu í höfninni. „Ég heyrði hávaðann og drunurnar en fattaði síðar að snjóflóðið hefði hafnað í höfninni, en varnargarðarnir stefna beint á höfnina.“ 

Ekki hefur gefist færi á að kanna aðstæður almennilega í höfninni það sem af er degi, veður er enn slæmt og er appelsínugul viðvörun í gildi á Vestfjörðum til klukkan 19 í kvöld. Einar hefur þó gert sér ferð niður að höfn. „Hann er alveg á kafi og stefnið upp úr, ég veit ekki hvernig hann lítur út að neðan. Sjór er í vélarrýminu og öllu rafmagnskerfinu og tækjunum. Þetta er mikið áfall.“

Einar hefur skiljanlega lítið sofið eftir atburði næturinnar. „Ég fékk sjokk í morgun. Ég sofnaði um hálffimm og vaknaði við SMS klukkan 8,“ segir hann, en hann er staddur í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í grunnskólanum á Flateyri sem nýlega var opnuð. 

Einar og fjölskylda verða því að bíða enn um sinn til að komast að bátnum í höfninni og meta tjónið. „Það er leiðindaveður og það verður ekkert gert í dag held ég.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.20 336,87 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.20 396,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.20 328,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.20 291,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.20 155,27 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.20 200,50 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 26.2.20 225,23 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.20 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 40.136 kg
Ýsa 11.958 kg
Djúpkarfi 10.764 kg
Lýsa 8.712 kg
Samtals 71.570 kg
26.2.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 10.815 kg
Ýsa 972 kg
Langa 270 kg
Samtals 12.057 kg
26.2.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.119 kg
Samtals 1.119 kg
26.2.20 Bergey VE-144 Botnvarpa
Þorskur 29.354 kg
Karfi / Gullkarfi 21.679 kg
Ýsa 8.920 kg
Lýsa 2.395 kg
Skötuselur 550 kg
Djúpkarfi 267 kg
Langlúra 128 kg
Steinbítur 95 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 68 kg
Skarkoli 48 kg
Blálanga 30 kg
Langa 22 kg
Stórkjafta / Öfugkjafta 10 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 63.573 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.20 336,87 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.20 396,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.20 328,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.20 291,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.20 155,27 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.20 200,50 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 26.2.20 225,23 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.20 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 40.136 kg
Ýsa 11.958 kg
Djúpkarfi 10.764 kg
Lýsa 8.712 kg
Samtals 71.570 kg
26.2.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 10.815 kg
Ýsa 972 kg
Langa 270 kg
Samtals 12.057 kg
26.2.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.119 kg
Samtals 1.119 kg
26.2.20 Bergey VE-144 Botnvarpa
Þorskur 29.354 kg
Karfi / Gullkarfi 21.679 kg
Ýsa 8.920 kg
Lýsa 2.395 kg
Skötuselur 550 kg
Djúpkarfi 267 kg
Langlúra 128 kg
Steinbítur 95 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 68 kg
Skarkoli 48 kg
Blálanga 30 kg
Langa 22 kg
Stórkjafta / Öfugkjafta 10 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 63.573 kg

Skoða allar landanir »