„Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott“

Árni friðriksson mun ásamt öðrum skipum hefja leit að loðnu …
Árni friðriksson mun ásamt öðrum skipum hefja leit að loðnu í kvöld en ekki er mikil bjartsýni hvað loðnuvertíð varðar. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Árni friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til Neskaupstaðar í morgun, en þangað er einnig kominn Hákon EA auk grænlenska skipsins Polar Amaroq, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Skipin þrjú, ásamt Bjarna Ólafssyni AK og Ásgrími Halldórssyni SF, stefna á að halda í loðnuleiðangur í kvöld, en um tíma var tvísýnt með hann eða þar til nýverið þegar náðist samkomulag milli Hafrannsóknastofnunar og útgerðanna.

„Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel. Því miður ríkir ekki mikil bjartsýni um loðnuvertíð en það er aldrei að vita. Loðnan hefur oft komið mönnum á óvart,“ er haft eftir Birki Bárðason, leiðangursstjóra, á vef Síldarvinnslunnar.

„Við þurfum að kvarða mæla í Árna Friðrikssyni og Hákoni  en mælar Polar Amaroq hafa þegar verið kvarðaðir. Í kvörðun mælanna felst að þeir séu stilltir þannig að þeir mæli allir eins. Bjarni Ólafsson og Ásgrímur Halldórsson koma með sem leitarskip en þau eru ekki með kvarðaða mæla. Það eru því fimm skip sem hefja mælingar og leit í kvöld eða nótt. Við gerum ráð fyrir að byrja út af Litladýpi og leita norður með landgrunnsbrúninni og einnig á landgrunninum. Saman munu skipin leita út af Austfjörðum og Norðausturlandi í fyrstu atrennu. Um borð í bæði Polar Amaroq og Hákoni verða þrír starfsmenn frá Hafrannsóknastofnun,“ útskýrir Birkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »