Afpanta eldislax vegna kórónaveirunnar

Eldisfyrirtæki í Noregi, Skotlandi og Síle segjast finna fyrir minnkandi …
Eldisfyrirtæki í Noregi, Skotlandi og Síle segjast finna fyrir minnkandi eftirspurn vegna veirufaraldursins í Kína. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Útbreiðsla kórónaveirunnar sem kennd er við borgina Wuhan í Kína er þegar farin að hafa áhrif á innflutning sjávarafurða og hafa framleiðendur eldislax í Síle og Noregi í auknum mæli beint viðskiptum sínum til Brasilíu og Bandaríkjanna í kjölfar þess að kínverskir kaupendur hafa afpantað sendingar, að því er fram kemur í umfjöllun Undercurrent News (UN).

„Það voru nokkrar afpantanir í síðustu viku. Hluti fiskins var þegar á leiðinni og annar á síleskum flugvöllum,“ hefur UN eftir Eduardo Goycoolea, sölustjóri New World Currents sem er sölusamlag nokkurra laxeldisfyrirtækja í Síle.

Heimildir UN herma að áhrifin séu lítil að svo stöddu en muni fara vaxandi ef ástandið heldur áfram að versna. „Ferskvörumarkaðir eru lokaðir um allt Kína, sumir viðskiptavinir taka sénsinn og kaupa, en flestir hafa afpantað,“ segir forstöðumaður alþjóðlegs laxeldisfélags sem ekki er nafngreindur.

Úrbreiðsla kórónuveirunnar gæti haft veruleg áhrif á viðskipti með sjávarafurðir.
Úrbreiðsla kórónuveirunnar gæti haft veruleg áhrif á viðskipti með sjávarafurðir. AFP

Samtök skoskra laxeldisstöðva (SSPO) telja kórónaveiruna hafa haft áhrif á útflutning á skoskum eldislaxi til Kína. „Fyrstu vísbendingar benda til þess að eftirspurn eftir innfluttum laxi hafi dregist saman vegna stöðu heilsufarsmála í landinu, sérstaklega á sviði veitingahúsa og hótela.“

Þá er talið að kórónaveiran valdi því að fiskvinnslur í Kína muni ekki hefja rekstur á ný eftir kínverska nýárið hinn 3. febrúar ef útbreiðsla veirunnar heldur áfram. Kínverskar fiskvinnslur hafa unnið fisk fyrir erlenda markaði um langt skeið og gæti það haft áhrif á útflutning Kína.

Fleiri afurðir undir

Þá herma heimildir UN úr rækjuiðnaðinum að greinin hafi miklar áhyggjur af því að það taki of langan tíma að ná stjórn á ástandinu þar sem sala til veitingahúsa og hótela mun minnka umtalsvert, en Kína flytur inn um 624 þúsund tonn af rækju á hverju ári.

Útflutningur humars frá Nýja-Sjálandi til Kína hefur stöðvast og hafa nýsjálensk fyrirtæki leitað fjárhagsaðstoðar hjá þarlendum yfirvöldum. Greinin veltir um 320 milljónum nýsjálenskra dala, jafnvirði 25 milljarða íslenskra króna. Sambærilegt ástand er í Ástralíu og hefur meðal annars verið stungið upp á því að stöðva veiðar á núverandi fiskveiðiári og auka í stað kvóta á næsta ári sem nemur ónýttum veiðiheimildum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »