„Þessir sjómenn Brims hafa ekki verið sviknir“

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, vísar því á bug að …
Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, vísar því á bug að sjómenn fyrirtækisins hafa verið hlunnfarnir. mbl.is/Hari

„Þessir sjómenn Brims hf. eru vel að laununum komnir og þeir hafa ekki verið sviknir,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri hjá Brim, í pistli sem birtur hefur verið á vef fyrirtækisins.

„Ásakanir um að ekki sé eðlilega að málum staðið og gegnsæi vanti, meðal annars frá forystumönnum verkalýðsfélaga starfsmanna okkar, eru þess eðlis að við teljum rétt að upplýsa okkar starfsfólk, eigendur og aðra hvernig þessum málum er háttað í tilfelli Brims hf.,“ segir Ægir Páll.

Er pistlinum er ætlað að svara ásökunum í garð sjávarútvegfyrirtækja þar sem þau eru grunuð um að standa ekki rétt að launagreiðslum til sjómanna með því að selja erlendum dótturfélögum afurðir á undirverði og selja þær síðan áfram afurð með auknum hagnaði.

Ægir Páll útskýrir að verðmunur myndast þar sem makríll sé ekki seldur um leið og hann er veiddur. „Þegar makríl er landað úr skipum Brims hf. til vinnslu á Vopnafirði þá fer hann til vinnslu í frystingu og bræðslu. Eftir vinnslu aflans eru afurðirnar seldar til erlendra kaupenda næstu mánuði eftir löndun. Liðið geta allt að 12 mánuðir frá löndun til sölu á afurðunum.“

Tekjuhæstu sjómenn Brims

„Við verðlagningu uppsjávaraflans til skipsins hefur í mörg ár verið miðað við um 33% af áætluðu skilaverði á Íslandi sem fæst fyrir frystar afurðir og 55% af skilaverði bræðsluafurða. Í flestum tilfellum er verið að selja afurðirnar löngu eftir löndun, endanlegt söluverð liggur því ekki alltaf fyrir og er þá miðað við áætlað skilaverð út frá væntingum til verðs á mörkuðum. Þetta gerir það að verkum að sum árin er þetta hlutfall hærra og önnur ár er það lægra,“ segir í pistlinum.

Hann segir þetta hlutfall hjá Brim hf. vera að meðaltali 33,2% í frystingu og 55,3% í bræðslu árin 2012-2018 en bendir á að þá sé ekki tekið tillit til sölukostnaðar innan félagsins sem myndi hækka þetta hlutfall.

Þá segir Ægir Páll sjómenn uppsjávarskipa hafa á síðustu árum verið tekjuhæstu sjómenn Brims. „Meðal hásetahlutur á makrílvertíðum árin 2016-2019 var um 170 þúsund krónur á úthaldsdag án orlofs. Þessir sjómenn Brims hf. eru vel að laununum komnir og þeir hafa ekki verið sviknir.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.20 323,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.2.20 397,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.20 269,47 kr/kg
Ýsa, slægð 28.2.20 262,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.20 132,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.2.20 192,99 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 28.2.20 256,17 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.2.20 Ottó N Þorláksson VE-005 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 20.276 kg
Djúpkarfi 14.048 kg
Samtals 34.324 kg
28.2.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Pílormur 436 kg
Samtals 436 kg
28.2.20 Kristrún RE-177 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 232.853 kg
Þorskur 867 kg
Tindaskata 494 kg
Hlýri 177 kg
Grálúða / Svarta spraka 143 kg
Samtals 234.534 kg
28.2.20 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 4.400 kg
Ýsa 2.704 kg
Steinbítur 302 kg
Hlýri 275 kg
Keila 48 kg
Karfi / Gullkarfi 21 kg
Lýsa 10 kg
Samtals 7.760 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.20 323,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.2.20 397,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.20 269,47 kr/kg
Ýsa, slægð 28.2.20 262,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.20 132,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.2.20 192,99 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 28.2.20 256,17 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.2.20 Ottó N Þorláksson VE-005 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 20.276 kg
Djúpkarfi 14.048 kg
Samtals 34.324 kg
28.2.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Pílormur 436 kg
Samtals 436 kg
28.2.20 Kristrún RE-177 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 232.853 kg
Þorskur 867 kg
Tindaskata 494 kg
Hlýri 177 kg
Grálúða / Svarta spraka 143 kg
Samtals 234.534 kg
28.2.20 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 4.400 kg
Ýsa 2.704 kg
Steinbítur 302 kg
Hlýri 275 kg
Keila 48 kg
Karfi / Gullkarfi 21 kg
Lýsa 10 kg
Samtals 7.760 kg

Skoða allar landanir »