Engin dauðsföll á sjó breyttu hugarfari að þakka

Farið er að sjást til lands í viðræðunum, að sögn …
Farið er að sjást til lands í viðræðunum, að sögn Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Eggert

Enginn hefur látið lífið á sjó síðustu þrjú ár í röð og telst það verulegur árangur á sviði öryggismála ef litið er til þess að lengst af fórust árlega jafnvel tugir manna í sjóslysum. Árangurinn er samverkandi aðgerðum stjórnvalda, útgerða og ekki síst sjómanna sjálfra að þakka, að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. „Ef tölurnar eru skoðaðar sést að á síðastliðnum áratug fórust samtals 10 manns til sjós en til samanburðar má nefna að árin 1960-1969 fórust 234 manns.“

„Þetta er afrakstur samvinnu vegna þess að þekkingin sem hefur orðið til verður að koma saman og fólk verður að vera tilbúið til þess að nýta þekkinguna. Það sem við teljum hins vegar vera lykilatriðið er breytt hugarfar sjómanna. Það má segja að sjómenn í dag hafi heilbrigðara og öryggismiðaðra hugarfar en á árum áður, sem veldur því að færra fólk deyr í sjóslysum,“ segir Þórhildur Elín. Hún bætir við að á árum áður hafi dirfska oft valdið usla þar sem einhvers misskilnings hafi gætt hvað varðar það að sýna hugrekki, þetta hafi valdið því að margir hverjir hafi hugsanlega tekið óþarfa áhættu.

Lærðu af flugi

Spurð hvaða samverkandi þætti hafi þurft til að draga úr sjóslysum segir hún fjölþættar breytur skipta máli og bendir á fræðslu og forvarnir, menntun og þjálfun og auknar kröfur til skírteina. Þá hafi slysavarnaskóli sjómanna skipt sköpum auk breytinga á regluverki og stöðlum. „Hvað varðar kerfis- læga þætti hefur innleiðing öryggisstjórnunarkerfa hjá útgerðunum skipt miklu máli,“ segir Þórhildur Elín og bætir við að hugsanlega hafi verið mikið lært af gátlista-aðferð í flugi þar sem tryggt er að öll atriði séu í lagi með því að fara yfir þau reglulega með skipulögðum hætti. Þá hafi aðferðin verið þáttur í því að gera flug að öruggasta samgöngumátanum sem kostur er á.

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.
Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er tiltölulega nýtt í sjómennsku og stærri útgerðir eru farnar að nýta þetta en þetta getur verið nýtt í alla báta. Á síðasta ári tókum við hjá Samgöngustofu til dæmis saman tékklista fyrir strandveiðibáta sem við höfum hvatt sjómenn á þessum bátum til að nota í hvert einasta skipti sem þeir fara á sjó, þó svo að aðeins sé farið á sumrin.“ Hún segir yfirferð á minni bátum taka stutta stund, þó hugsanlega lengur í fyrsta skipti, og er til þess fallið að auka öryggi þeirra sem eru um borð. Telur samskiptastjórinn ekki um mikla byrði að ræða miðað við þann mikla ávinningi sem felst í að tryggja eigið öryggi og draga úr líkum á slysum og jafnvel dauðsföllum. „Með þessu er hægt að minnka líkurnar á að þurfa að bregðast við hættuástandi sem getur verið hættulegt, dýrt og tímafrekt.“

Auknar kröfur

Einnig hafa verið gerðar auknar kröfur til öryggis um borð í skipum og er meiri öryggisbúnaður um borð. Jafnframt eru skipin orðin betri þar sem þau eru orðin miklu stöðugri, útskýrir Þórhildur Elín. „Svo má ekki gleyma fjarskiptunum sem skipta gríðarlega miklu máli. Það eru framfarir á mjög mörgum sviðum sem samanlagt skila árangri, tækniþekking, kerfisbundnar breytingar til hins betra, auknar kröfur, en fyrst og síðast er það þetta breytta hugarfar,“ bætir hún við.

Kvótakerfið hefur einnig gegnt hlutverki og verið eitt af þeim kerfislægu þáttum sem hafa skipt máli, að sögn hennar. „Það hefur þýtt að útgerðir og sjómenn þurfa ekki að sækja sjó í tvísýnum aðstæðum. Hægt er að velja bestu dagana til þess að ná kvótanum. Þannig að það er ekki farið út þegar áhættan er meiri.“

Öryggishandbók fiskiskipa kemur að gagni þegar auka á öryggi um …
Öryggishandbók fiskiskipa kemur að gagni þegar auka á öryggi um borð. Samgöngustofa

Vekur athygli víða

Þórhildur Elín segir árangur Íslands á sviði öryggismála og mikla fækkun banaslysa á sjó hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi, sérstak- lega á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) og Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA). Hún segir Íslendinga hafa verið að einhverju leyti brautryðjendur á sviði öryggismála enda tala tölurnar sínu máli.

Þrátt fyrir að það sé ljóst að mikill árangur hafi náðst er enn ástæða til þess að leggja áherslu á öryggismálin að mati samskipta- stjórans. „Þó að við sjáum að dauðsföllum hafi fækkað mikið viljum við einnig sjá öryggisatvikum fækka. Slík atvik koma alltaf upp á sjó, sjómennska er hættulegt starf, og það þarf sífellt að vera vakandi til þess að finna leiðir til þess að bæta ferla og gegna þar útgerðirnar miklu hlutverki.“ Þá sé ljóst að vinna að bættu öryggi hættir aldrei þar sem í raun sé enginn endapunktur þar sem öryggisþörf sé fullkomlega fullnægt.

Greinin var fyrst birt í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, þann 7. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »