Harðnandi krafa ESB um óbreyttan aðgang að breskum fiskimiðum

Michel Barnier fer fyrir samninganefnd ESB. Hann er undir þrýstingi …
Michel Barnier fer fyrir samninganefnd ESB. Hann er undir þrýstingi frá stórum fiskveiðiþjóðum innan ESB. AFP

Ríki Evrópusambandsins hafa ítrekað þá kröfu sína að Bretar veiti ríkjum ESB áfram rétt til fiskveiða í breskri lögsögu þrátt fyrir að útgöngusamningur Bretlands úr ESB hafi verið samþykktur. Viðræður milli Bretlands og ESB um fríverslunarsamning standa yfir en nú er óttast að þær geti runnið út í sandinn vegna þessa skilyrðis sem ESB gerir um aðgang að breskum fiskimiðum.

Þetta sýna drög að umboði sem Michel Barnier, sem fer fyrir samninganefnd ESB, fékk í hendurnar um helgina frá ríkisstjórnum ESB-ríkjanna. Stórar fiskveiðiþjóðir eins og Frakkland, Belgía, Írland og Holland gera þá kröfu að Barnier verði að ná samningi sem verji núverandi fyrirkomulag sem byggir á gagnkvæmum réttindum ríkja til fiskveiða í lögsögu ESB ríkja.

Telegraph greinir frá þessu sem og að heimildarmenn innan ESB óttist að kröfur frá ESB-ríkjunum muni harðna á næstunni þar sem ríkin óttist að Barnier muni reyna að komast að einhvers konar málamiðlun við Breta. Heimildarmenn segja að ríkin séu ósátt við hversu varfærinn Barnier hafi verið í viðræðum við Breta.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sömuleiðis undir þrýstingi frá breskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem krefjast þess að fá forgang til veiða í lögsögu Bretlands. Íhaldsflokkurinn hefur lofað breskum sjómönnum „hundruðum þúsunda tonna“ til viðbótar eftir að aðlögunartímabilinu eftir útgöngu Bretlands lýkur í lok árs.

Telegraph greinir frá því að eftir fund embættismanna Bretlands og ESB á föstudag hafi komið í ljós að stórt bil er á milli þeirra sem gæti orðið erfitt að brúa í komandi samningsviðræðum. Óttast er að ágreiningurinn geti orðið til þess að samningsviðræður stöðvist á næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.20 349,21 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.20 444,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.20 355,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.20 296,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.20 52,60 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.20 82,61 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.20 187,05 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.7.20 298,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.20 Þorbjörg ÞH-025 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
14.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Grálúða / Svarta spraka 3.091 kg
Keila 243 kg
Hlýri 125 kg
Karfi / Gullkarfi 76 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 36 kg
Langa 5 kg
Samtals 3.629 kg
14.7.20 Skarphéðinn SU-003 Handfæri
Þorskur 1.296 kg
Samtals 1.296 kg
14.7.20 Skjótanes NS-066 Handfæri
Þorskur 795 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 803 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.20 349,21 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.20 444,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.20 355,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.20 296,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.20 52,60 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.20 82,61 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.20 187,05 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.7.20 298,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.7.20 Þorbjörg ÞH-025 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
14.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Grálúða / Svarta spraka 3.091 kg
Keila 243 kg
Hlýri 125 kg
Karfi / Gullkarfi 76 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 36 kg
Langa 5 kg
Samtals 3.629 kg
14.7.20 Skarphéðinn SU-003 Handfæri
Þorskur 1.296 kg
Samtals 1.296 kg
14.7.20 Skjótanes NS-066 Handfæri
Þorskur 795 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 803 kg

Skoða allar landanir »