Starfsmenn upplifa „ógnarstjórnun“ hjá Hafró

Hafrannsóknastofnun við Skúlagötu.
Hafrannsóknastofnun við Skúlagötu. mbl.is/Golli

Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem starfa hjá Hafrannsóknastofnun virðast upplifa „ógnarstjórnun“ frá yfirmönnum stofnunarinnar. Starfsmennirnir virðast upplifa að stjórnendur sýni þeim vanvirðingu og að stjórnendur framkvæmi hlutina eftir eigin geðþótta, mögulega í bága við lög.

Þetta kemur fram í bréfi Félags íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, til forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem mbl.is hefur undir höndum en bréfið var sent í síðustu viku.

Fjórtán starfsmenn Hafró létu af störfum í nóvember í fyrra. Tíu var sagt upp og fjórir úr yfirstjórninni sögðu upp. Í ályktun frá starfsmönnum stofnunarinnar kom fram að uppsagnirnar hafi verið harkalegar. Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi fjármálastjóri Hafró og einnig fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri, setti sömuleiðis fram harða gagnrýni á forstjóra stofnunarinnar eftir uppsagnirnar.

Óttast að vera „tekið á teppið“

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur heyrt frá félagsmönnum sínum um að þeim líði illa í starfi sínu hjá stofnuninni. Fyrir vikið sendi félagið stofnuninni bréf þar sem látnar eru í ljós áhyggjur yfir stjórnarháttum hennar.

Þar segir að starfsfólk upplifi að því sé hótað og „tekið á teppið“ ef það tjáir sig almennt um það sem er efst á baugi hjá stofnuninni og það upplifir ekki að tjáningarfrelsi starfsmanna sé virt.

Upplifir starfsfólkið stjórnendastíl Hafró „á þann veg að hann sé ógnandi og að hann einkennist af þöggun ágreinings sem upp kann að koma“.

Félagið vill jafnframt árétta við yfirmenn stofnunarinnar að þeir megi aldrei láta trúnaðarmann gjalda þess á nokkurn hátt að hann sinni starfi trúnaðarmanns þar. Auk þess er bent á mikilvægi þess að stofnunin setji sér verklag um hvernig standa skuli að auglýsingu lausra starfa.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikilvægt að sýna nærgætni við uppsagnir

Einnig kemur fram að mikilvægt sé að standa vel að uppsögnum starfsmanna og að málefnalegar ástæður þurfi að liggja að baki þeim sem hægt sé að rökstyðja með ítarlegum hætti. Stofnunin þurfi að geta svarað spurningum starfsmanna þegar kemur til uppsagna, því oft verði þeir sem verða fyrir uppsögnum og þeir sem eftir sitja fyrir áfalli. „Því er mikilvægt að stofnun sýni starfsmönnum nærgætni,“ segir í bréfinu.

Félagið krefst þess sömuleiðis að unnið verði lögbundið áhættumat á stofnuninni sé það ekki nú þegar til staðar. Vísað er í lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og reglugerð um einelti. Áréttað er að atvinnurekanda er óheimilt að leggja starfsmann eða starfsmenn í einelti á vinnustað og atvinnurekanda er jafnframt óheimilt að áreita starfsfólk kynferðislega sem og á grundvelli kyns, eða beita það ofbeldi á vinnustað.

Hefur íhugað að óska eftir stjórnsýsluúttekt

Í lokaorðum bréfsins kemur fram von FÍN um að stjórnendur Hafró geri án tafar áætlun „um að ráða bót að meintum stjórnunarháttum og miðlun upplýsinga til starfsmanna“ og að stjórnendur sýni það í verki að þeir beri virðingu fyrir starfsfólki. Stjórnendur sem þess þurfa „fái alla þá aðstoð sem þeir kunna að þurfa til að geta orðið betri stjórnendur“.

Hafró er hvött til að fá aðstoð til að greina sem allra fyrst það sem betur má fara og finna leiðir til úrbóta.

Loks segir að félagið hafi íhugað að senda bréf til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óska eftir því að ráðuneytið láti fara fram stjórnsýsluúttekt á starfsemi stofnunarinnar.

Ekki hefur náðst í formann FÍN vegna bréfsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.20 333,09 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.20 382,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.20 306,52 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.20 298,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.20 157,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.20 202,72 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 24.2.20 221,77 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.20 Málmey SK-001 Botnvarpa
Ýsa 16.957 kg
Karfi / Gullkarfi 13.702 kg
Langa 1.813 kg
Hlýri 810 kg
Steinbítur 681 kg
Lúða 297 kg
Þorskur 179 kg
Keila 22 kg
Samtals 34.461 kg
24.2.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Pílormur 614 kg
Samtals 614 kg
24.2.20 Múlaberg SI-022 Botnvarpa
Steinbítur 171 kg
Ufsi 166 kg
Langa 151 kg
Tindaskata 38 kg
Lúða 38 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 20 kg
Hlýri 18 kg
Skrápflúra 16 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 621 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.20 333,09 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.20 382,22 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.20 306,52 kr/kg
Ýsa, slægð 24.2.20 298,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.2.20 157,33 kr/kg
Ufsi, slægður 24.2.20 202,72 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 24.2.20 221,77 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.20 Málmey SK-001 Botnvarpa
Ýsa 16.957 kg
Karfi / Gullkarfi 13.702 kg
Langa 1.813 kg
Hlýri 810 kg
Steinbítur 681 kg
Lúða 297 kg
Þorskur 179 kg
Keila 22 kg
Samtals 34.461 kg
24.2.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Pílormur 614 kg
Samtals 614 kg
24.2.20 Múlaberg SI-022 Botnvarpa
Steinbítur 171 kg
Ufsi 166 kg
Langa 151 kg
Tindaskata 38 kg
Lúða 38 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 20 kg
Hlýri 18 kg
Skrápflúra 16 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 621 kg

Skoða allar landanir »