„Við reiknuðum með þessu og undirbjuggum okkur“

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Norski bankinn DNB sleit viðskiptasambandi sínu við Samherja um áramótin án þess að gefa á því sérstakar skýringar. Fullyrt er á RÚV að ástæðan sé aðkoma Samherja að spillingarmálum í Namibíu. Forstjóri Samherja segir að félagið hafi búist við því að DNB myndi slíta viðskiptasambandinu og ákvörðunin hafi ekki haft nein áhrif á Samherja.

„Það gerðist um áramótin. Við vorum búin að vinna að því að svara spurningum frá þeim í tengslum við þessi viðskipti þannig við reiknuðum með þessu og undirbjuggum okkur hvað þetta varðaði. Þetta hefur ekki haft nein áhrif á Samherja,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is.

DNB hefur falast eftir viðskiptum við norskt félag í eigu Samherja

Spurður hvort DNB hafi gefið einhverjar sérstakar skýringar á ákvörðuninni segir hann svo ekki vera en ímyndar sér að það sé vegna ætlaðs peningaþvættis Samherja og þeirra ásakana sem komið hafa fram.

„Það liggur fyrir að að bankinn er til rannsóknar hjá Økokrim [norsku efnahagsbrotalögreglunni]. Ég ímynda mér að það sé vegna ætlaðs peningaþvættis og þeirra ásakana sem hafa komið fram á Samherja í þættinum Kveik og að það hafi haft þessi áhrif og leitt til þessa – án þessi að ég geti fullyrt það,“ segir Björgólfur og bætir við:

„En það er hins vegar spaugilegt að Samherji á töluverðan hlut í sjávarútvegsfyrirtæki í Noregi og þeir hjá DNB hafa nálgast þetta félag með viðskipti í huga. Þannig að maður veltir því fyrir sér hvað þetta ristir djúpt.“

Björgólfur segir að viðskiptin hafi ekki verið mikil og að Samherji hafi ekki verið í lánaviðskiptum við DNB heldur hafi átt þar bankareikninga sem nýttir hafi verið í starfsemi Samherja en þeir hafi verið komið fyrir hjá öðrum bönkum. Þá hafi Samherji verið vel undirbúinn og breytingarnar hafi hvorki haft áhrif á daglegan rekstur né rekstur til lengri tíma.

Upplýsingaleki úr bankanum alvarlegur

Spurður að því hvort að ákvörðun DNB að slíta viðskiptasambandinu líti ekki illa út fyrir Samherja í ljósi þeirra ásakana sem fram hafa komið segir Björgólf það kunna að vera en telur ekki að orðspor Samherja muni bíða hnekki vegna þess.

„Það kann vel að vera en það er ljóst að þessar ásakanir eru alvarlegar og við höfum tekið þeim alvarlega með því að setja málið í farveg innan félagsins. Við erum að gera þær breytingar sem þarf, til að byggja upp traust aftur á félaginu ef það hefur beðið hnekki. Ég held nú reyndar samt að þetta hafi ekki stórvægileg áhrif á orðspor félagsins sem slíks en það er auðvitað ekki gott þegar svona fréttir leka út,“ segir hann og heldur áfram.

„Það er ljóst að þær hafa lekið út frá DNB eins og mörg skjöl sem hafa verið nýtt í þessu máli. Það er verulegur leki í bankanum sem hlýtur að vera mjög alvarlegt mál fyrir bankann.“

Spurður um samskipti við aðra viðskiptabanka Samherja segir Björgólfur að enginn banki hafi gripið til sömu ráðstafana og DNB og Samherji væri í góðum og stöðugum samskiptum við sína viðskiptabanka og viðskiptavini um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »