Arnarlax eykur afköst við slátrun

Arnarlax hefur aukið afköst sláturhúss síns á Bíldudal, fengið öflugt sláturskip til landsins og loðnuskip til að dæla upp dauðum laxi til að bregðast við erfiðleikum sem skapast hafa í eldiskví í Arnarfirði. Stjórnendur Arnarlax og dýralæknir fisksjúkdóma telja að fyrirtækið hafi með aðgerðum sínum náð tökum á ástandinu.

Umtalsverð afföll urðu á laxi í einni sjókví Arnarlax af fimm á staðsetningu sem kennd er við Hringsdal í Arnarfirði. Vandamálið á sér nokkurn aðdraganda. Fyrirtækið var að ala þar fisk í um 6 kg stærð sem gott verð fæst fyrir í Kína. Miklar frátafir urðu í slátrun í desember og janúar vegna óveðurs og á sama tíma lokaðist Kínamarkaður vegna kórónuveirunnar COVID-19.

Þegar stormar ganga yfir getur orðið mikil hreyfing í kvíunum og fiskurinn leitar niður þegar sjávarhitinn lækkar. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, segir að lax eigi til að bunka sig saman og þrýstast út í nótina við þessar aðstæður. Lítið þurfi til að sár myndist og bakteríur úr umhverfinu setjist í þau. Það geti valdið dauða laxins eftir ákveðinn tíma. Það hafi gerst í einni kvínni í Hringsdal. Áætlar Gísli að um 100 tonn af laxi hafi drepist en það er aðeins hluti af laxinum sem var í vandamálakvínni.

Tekið er fram í tilkynningu frá Arnarlaxi að ástand fisks á öðrum staðsetningum, það er í Tjaldanesi, Laugardal og Þúfnaeyri, sé með miklum ágætum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.9.20 450,52 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.20 408,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.20 283,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.20 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.20 155,45 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.20 170,28 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.20 248,69 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.20 Sella GK-225 Handfæri
Þorskur 210 kg
Ufsi 20 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 239 kg
27.9.20 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 4.507 kg
Þorskur 596 kg
Skarkoli 419 kg
Steinbítur 193 kg
Langa 14 kg
Samtals 5.729 kg
27.9.20 Ragnar Alfreðs GK-183 Landbeitt lína
Ýsa 209 kg
Þorskur 86 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 25 kg
Langa 4 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 368 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.9.20 450,52 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.20 408,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.20 283,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.20 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.20 155,45 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.20 170,28 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.20 248,69 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.20 Sella GK-225 Handfæri
Þorskur 210 kg
Ufsi 20 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 239 kg
27.9.20 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 4.507 kg
Þorskur 596 kg
Skarkoli 419 kg
Steinbítur 193 kg
Langa 14 kg
Samtals 5.729 kg
27.9.20 Ragnar Alfreðs GK-183 Landbeitt lína
Ýsa 209 kg
Þorskur 86 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 25 kg
Langa 4 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 368 kg

Skoða allar landanir »