Frá Brussel til Barselóna

Ráðstefnuhúsið Fira Barcelona mun hýsa sýninguna 2021.
Ráðstefnuhúsið Fira Barcelona mun hýsa sýninguna 2021. Ljósmynd/Fira Barcelona

Evrópska sjávarútvegssýningin; Seafood Processing Global og Seafood Expo Global, mun á næsta ári flytja frá Brussel til Barselóna. Ísland hefur verið mjög sýnilegt á þessum risaviðburði allt frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1993, og alla jafna eru um 20-30 íslensk fyrirtæki með fulltrúa á íslenska básnum sem Íslandsstofa stýrir auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa sína eigin bása.

Berglind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, er í lykilhlutverki á viðburðinum og hefur haldið utan um íslenska básinn. Hún segir að orðrómur um mögulega flutninga hafi verið á kreiki í nokkur ár enda viðburðurinn búinn að sprengja utan af sér sýningarhallirnar í Brussel.

„Um er að ræða stærstu sjávarútvegssýningu heims sem vaxið hefur ár frá ári. Ég man að þegar Ísland var fyrst með sinn þjóðarbás var viðburðurinn í einni sýningarhöll en í dag dreifist hann yfir átta hallir og má segja að sýningin sé einhvern veginn úti um allt,“ segir hún. „Þá hefur lengi verið kurr í gestum og sýnendum yfir því að á meðan viðburðurinn stendur yfir hækkar verð á gistingu í Brussel upp úr öllu valdi, sem eykur kostnaðinn við sýningarhaldið og bætir örugglega ekki aðsóknina.“

Berglind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.
Berglind Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Munu endurnýja þjóðarbásinn

Í Barselóna bíður risastór nútímaleg sýningarhöll, Fira de Barcelona, þar sem viðburðurinn getur rúmast í þremur höllum í stað átta. Tíminn á síðan eftir að leiða í ljós hvort að hótelin í Barselóna stilla álagningunni í hóf þegar fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja streyma þangað frá öllum heimshornum. „Skipuleggjendur viðburðarins senda út skoðanakönnun í lok hverrar sýningar til að sjá hvar má gera betur og var könnunin löngu búin að leiða það í ljós að fólk var alveg til í að fara með dagskrána eitthvert annað.“

Fira de Barcelona er á besta stað í þessari fallegu katalónsku borg. Er hálftíma gangur niður að höfninni og tekur 20 mínútur að ferðast með almenningssamgöngum að Sagrada Família.

Í ljósi þess að íslenski þjóðarbásinn hefur verið með frá upphafi hefur hann notið ákveðins forgangs við val á sýningarstæði, og átt auðveldara með að komast að þar sem umgjörðin er best og mest um að vera. Berglind segir að þess verði gætt að koma til móts við elstu sýnendur á nýja staðnum og gætu flutningarnir þýtt að hægt verði að þjappa íslenska sýnendahópnum betur saman. „Á undanförnum sýningum hefur það gerst að alllangt hefur verið á milli íslensku sýnendanna og ímynda ég mér að í Fira de Barcelona geti íslenskir þátttakendur verið nær hver öðrum. Þá verður tækifærið notað til að uppfæra ásýnd íslenska þjóðarbássins en núverandi hönnun hefur þjónað hlutverki sínu vel undanfarin fjögur skipti.“

Fira Barcelona er gríðar stórt.
Fira Barcelona er gríðar stórt. Ljósmynd/Fira Barcelona

Tímasetning viðburðarins helst óbreytt, og verður sýningin 2021 haldin dagana 27. til 29. apríl. Berglind reiknar með að heilt á litið muni yfirbragð viðburðarins verða eins á nýja staðnum og þeim gamla, og ósennilegt að miklar breytingar verði á sýnenda- eða gestahópnum. „Það gæti orðið ögn meira ferðalag fyrir íslenska fulltrúa að ferðast til Barselóna enda flogið beint til Brussel en allar líkur á að til að komast til Barselóna verði að millilenda. Eins hefur mörgum sýnendum og gestum í Mið-Evrópu þótt hentugt að geta farið til Brussel á bíl, en verða sennilega að taka flugvél til Barselóna.“

Kína sækir á

Evrópska sjávarútvegssýningin er sú stærsta sinnar tegundar og gefst þar tækifæri til að sjá allt það nýjasta og besta í greininni, og rækta tengslanetið um leið. Stór hópur Íslendinga heimsækir viðburðinn ár hvert og gildir það sama um sýninguna í Boston. Bandaríska sýningin er þó ekki sú næststærsta, heldur er það sýningin í kínversku hafnarborginni Qingdao og aldrei að vita nema asíski viðburðurinn taki bráðum fram úr þeim evrópska.

Sýnileiki íslenskra fyrirtækja í Qingdao hefur verið mun minni en á hinum viðburðunum en Berglind segir íslenskum sýnendum í Kína fjölga jafnt og þétt og megi reikna með um 8-10 íslenskum fyrirtækjum á sýningunni í október á þessu ári.

Þeir sem sýnt hafa í Kína virðast hafa átt erindi sem erfiði en Berglind bendir á að þó tækifærin í Asíu séu áhugaverð þá séu þar veiddar aðrar fisktegundir en í löndunum við Atlants- og Miðjarðarhafið og þarfir sjávarútvegsfyrirtækja þar ekki endilega þær sömu og þeirra sem sækja stóru sjávarútvegssýningarnar í Evrópu og Bandaríkjunum. „Að því sögðu þá má vænta töluverðrar eftirspurnar eftir alls kyns tækni tengdri fiskvinnslu enda er hagkerfi Asíu í hraðri þróun og byggist starfsemi í sjávarútvegi í þeim heimshluta æ minna á ódýru vinnuafli og meira á tækjum sem auka afköst og gæði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »