Hafa sent sjö tonn af plasti í endurvinnslu

Flokkun á plasti í fiskiðjuverinu Norðurgarði hefur eflst til muna.
Flokkun á plasti í fiskiðjuverinu Norðurgarði hefur eflst til muna. Ljósmynd/Brim

Á síðasta ári féllu til um 43 tonn af plasti hjá Brimi. Þar af var 19 tonnum af meðal annars einnota fatnaði, lituðum plastumbúðum og mjölpokum fargað þar sem enginn endurvinnslufarvegur var til fyrir það, segir í svari Torfa Þorsteinssonar, forstöðumanns samfélagstengsla hjá Brimi, við fyrirspurn blaðamanns um umfang nýgerðs samnings fyrirtækisins við Pure North Recycling í Hveragerði um endurvinnslu á plasti.

Hann segir því um mikinn ávinning að ræða og að með samstarfinu við Pure North „opnast möguleiki á að endurvinna þetta plast á vistvænan hátt, sem annars hefði farið í urðun. Megnið af þessum 19 tonnum mun fara í endurvinnslu í framtíðinni. Það verður því nánast allt plast sem fellur til hjá Brimi endurunnið.“

Félagið er þegar farið að senda fyrstu gámana til endurvinnslu hjá Pure North Recycling og var fyrsti gámurinn með 4,5 tonn af hörðu plasti og annar gámurinn með 2,5 tonn af einnota plastfatnaði úr vinnslunni ásamt öðrum plastumbúðum, að sögn Torfa.

„Brim lítur á úrgang sem flokkaður er til endurvinnslu sem hráefni í aðra vinnslu,“ segir Torfi og bendir á að tekist hafi að auka það magn úrgangs sem fer í endurvinnslu á undanförnum árum. Árið 2016 var hlutfallið sem fór í endurvinnslu 56% en hlutfallið var 76% árið 2019.

Öflug skráning

Ljóst er að sorpflokkun fyrirtækja er að tæknivæðast og er það ekki síður tilfellið hjá Brim þar sem notaðir eru snjallgámar. „Allur úrgangur, sem fer í hann, er skráður á þá deild þar sem hann á uppruna sinn. Gámurinn er með vog sem skilar upplýsingum um magn úrgangs. Allt endurvinnsluhráefni er flokkað eftir skilgreindu flokkunarkerfi. Hver endurvinnsluflokkur er vigtaður með „snjallvog“ og merktur með úrvinnsluleið,“ útskýrir Torfi.

Upplýsingarnar úr kerfinu fara í gagnagrunn og hefur verið komið fyrir skjáum sem gera starfsmönnum kleift að fylgjast með flokkuninni.

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/Hari
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »