Órökstuddar dylgjur og meiðyrði sagðar í bréfi FÍN

Framkvæmdastjórn Hafró vísar ásökunum Félags íslenskra náttúrufræðinga alfarið á bug …
Framkvæmdastjórn Hafró vísar ásökunum Félags íslenskra náttúrufræðinga alfarið á bug og krefjast afsökunarbeiðnar. mbl.is/Golli

Framkvæmdastjórn Hafrannsóknastofnunar (Hafró) krefst þess að Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) biðjist opinberlega afsökunar. „Að öðrum kosti áskilja stjórnendur stofnunarinnar sér rétt til að krefjast bóta vegna meiðyrða í garð stjórnenda,“ segir í svarbréfi stjórnenda Hafró til FÍN og birt hefur verið á vef stofnunarinnar.

Um er að ræða svar stjórnenda Hafró við ásökunum fram koma í bréfi sem FÍN sendi stjórn stofnunarinnar. Í umræddu bréfi var meðal annars sagt frá því að félagsmenn FÍN sem starfa hjá Hafró upplifi að þeim sé hótað, að ágreiningur sé þaggaður niður og að starfsmenn virðast upplifa ógnarstjórnun.

Harðlega mótmælt

Í svari stjórnenda Hafró kveðjast þeir bera virðingu fyrir störfum og hlutverki stéttarfélaga, en ef stofnuninni berst bréf af þeim toga sem FÍN sendi „verður að gera þá kröfu að um raunverulegar kvartanir sé um að ræða varðandi atriði sem betur mega fara en ekki órökstuddar dylgjur og meiðyrði í garð stjórnenda stofnunarinnar.“

Er því alfarið hafnað að stjórnendur „taki á málum með ógnandi framkomu og hótunum eins og gefið er í skyn. Fullyrðingum þessum er harðlega mótmælt enda eru þær bæði meiðandi og varpa rýrð á æru stjórnenda.“

Segjast þeir jafnframt undrast tilurð bréfs FÍN og „þær órökstuddu ásakanir sem þar koma fram, án þess að liggi fyrir formleg kvörtun á hendur stofnuninni eða stjórnendum hennar“. Telja stjórnendurnir að réttara hefði verið að stjórn stéttarfélagsins myndi kynna sér stjórnunarhætti stofnunarinnar og hvort brot hafi átt sér stað áður en bréfið var sent.

Undir svarbréfið rita Sigurður Guðjónsson forstjóri, Sóley Gréta Sveinsdóttir Morthens, sviðsstjóri þróunar-, miðlunar- og mannauðssviðs, Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs, Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs, Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs, Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis- og fiskræktarsviðs, og Sigvaldi Egill Lárusson, sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs.

Rýra trúverðugleika stofnunarinnar

FÍN áréttaði í bréfi sínu að óheimilt væri að leggja starfsmenn í einelti og að óheimilt sé að áreita starfsfólk kynferðislega. „Stofnuninni er fullkunnugt um lög og reglur varðandi einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi og eru því ábendingar stéttarfélagsins tilefnislausar og óþarfar,“ segir í svari Hafró.

Er þar bent á að á stofnuninni liggi fyrir viðbragðsáætlun er varðar slík tilfelli og nefnd eru í bréfi FÍN. „Því miður hafa komið fram slíkar kvartanir á undanförnum árum sem hafa verið settar í formlegt ferli og úr þeim málum leyst.“ Vísa stjórnendurnir síðan til þess að aldrei hafi komið fram slík kvörtun í garð núverandi stjórnenda. Jafnframt séu engin mál til meðferðar sem varða einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Framkvæmdastjórn stofnunarinnar segir það vekja furðu að þessi málaflokkur sé tilgreindur sérstaklega í bréfi FÍN „nema í þeim tilgangi einum að reyna að rýra trúverðugleika stjórnenda stofnunarinnar“.

Segja rétt staðið að uppsögnum

Fram kom í bréfi FÍN að mikilvægt sé að sýna starfsmönnum nærgætni þegar uppsagnir eru annars vegar auk þess að uppsagnir þurfa að vera gerðar á málefnalegum grunni og rökstyðja ítarlega. En uppsagnir urðu hjá Hafró í nóvember þegar áttu sér stað skipulagsbreytingar innan stofnunarinnar vegna kröfu um hagræðingu í rekstri hennar.

Fram kemur í svari stjórnanda Hafró að við uppsagnirnar „var þess gætt að fylgja viðeigandi lögum og starfsmönnum bæði sýnd nærgætni og virðing við uppsögn. Leituðu stjórnendur ráðgjafar hjá utanaðkomandi sérfræðingum sem og mannauðs- og kjarasýslu ríkisins.“ Þá hafi starfsmönnum sem misstu starf sitt meðal annars staðið til boða sálfræðiráðgjöf og aðstoð við gerð ferilskrár.

Jafnframt hafi uppsagnir verið rökstuddar í þeim tilfellum sem þess var óskað, að sögn stjórnendanna. „Þó svo að ágreiningur geti komið upp varðandi uppsagnir einstakra starfsmanna þá var að mati stofnunarinnar lögum fylgt í hvívetna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »