„Engir sjómenn eru sviknir um greiðslur“

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, vísar ásökunum um að sjómenn fyrirtækisins …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, vísar ásökunum um að sjómenn fyrirtækisins séu hlunnfarnir til föðurhúsanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Forsvarsmenn sjómanna Síldarvinnslunnar hafa farið fram með auglýsingar og dylgjað um það í fjölmiðlum að fyrirtækin geri hlutina eins og þeim sýnist. Slíku vísa ég til föðurhúsanna í tilfelli Síldarvinnslunnar. Málflutningur eins og þessi er engum til framdráttar og allra síst til þess fallinn að bæta samskipti útgerða og sjómanna,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í pistli sem birtur hefur verið á vef fyrirtækisins.

Vísar hann með orðum sínum til umræðu um verðlagningu á uppsjávarfiski þar sem tefldar hafa verið fram grunsemdir um að útgerðarfyrirtæki hlunnfari sjómenn með því að að selja eigin dótturfélögum afurðir á undirverði.

„Ýmsir málsmetandi menn hafa látið að því liggja að íslensk fyrirtæki stundi óheiðarleg viðskipti og séu hreinlega að svindla og stela af þjóðinni. Síldarvinnslan í Neskaupstað stundar ekki neitt slíkt,“ segir framkvæmdastjórinn.

Gunnþór segir í pistli sínum slíkar „gróusögur“ eigi ekki við Síldarvinnsluna og séu ekki í samræmi við þau gögn sem fyrir liggja og birtir hann upplýsingar um hráefnisverð og hlut sjómanna. „Síldarvinnslan leitast ætíð eftir því að selja afurðir á hæsta mögulega verði, skila afrakstrinum heim og afsetur engan hagnað í félögum á erlendri grundu, enda ekki tengd neinum félögum þar.“

Samkvæmt gildandi samkomulagi

Gunnþór bendir á að hráefnisverð á Íslandi sé myndað samkvæmt samkomulagi milli fyrirtækja og áhafna og að það tekur mið af verðmæti afurðanna sem framleiddar eru hverju sinni. Þá fái Verðlagsstofa sölusamninga og forsendur verðlagningar til yfirferðar og hefur aldrei verið gerð athugasemd við uppgjör Síldarvinnslunnar.

Mismunur á samningsverði og greiddu verði Síldarvinnslan
Mismunur á samningsverði og greiddu verði Síldarvinnslan Skjáskot/svn.is

Þá sé miðað við að 33% af skilaverði til manneldisvinnslu fer til skips og 55% af skilaverði til mjöl- og lýsisvinnslu. Birt er í pistlinum yfirlit yfir hlutfall hráefnisverðs sem greitt er til sjómanna og sýnir það að verðið sem er forsenda greiðslna til sjómanna hafi á síðustu sex árum verið yfir því sem kveðið er á um í gildandi samkomulagi, að sögn Gunnþórs. „Engir sjómenn eru sviknir um greiðslur samkvæmt þessu kerfi sem samkomulag er um, enda skila verðmætin sér í greiðslum fyrir þeirra störf.“

„Það er sjálfsagt að hafa allt uppi á borðum og ræða hlutina opinskátt og jafnvel beinskeytt. En við verðum að láta staðreyndir tala sínu máli í stað þess að hafa uppi ósanngjarnar og á stundum ófyrirleitnar upphrópanir. Ég vil vinna að sátt með samtali, samfélaginu okkar til hagsbóta,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »