Yfir 500 tonn af laxi drápust í Arnarfirði

Laxadauði í sjókvíum Arnarlax nam 500 tonnum.
Laxadauði í sjókvíum Arnarlax nam 500 tonnum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

„Þetta liggur nánast fyrir og það er verið að slátra á fullu og gengur ljómandi vel. Heildartölur frá áramótum verða væntanlega yfir 500 tonn,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST, í samtali við 200 mílur spurður um heildarmagn þess lax sem hefur þurft að slátra vegna laxadauða í kvíum Arnarlax í Arnarfirði.

Kvíar fyrirtækisins halda um fjögur þúsund tonnum og drápust því um 12,5% af eldislaxinum í kvíunum.

Gísli segir að nú sé farið að sjá fyrir endann á aðgerðum og mun slátrun standa fram í mars. Þorri tjónsins varð í einni kví, kví númer fjögur, og missti fyrirtækið í henni yfir 300 tonn, að sögn Gísla sem segir einnig að klárað hafi verið upp úr henni í gær.

Áður hefur verið haft eftir Gísla að dauðinn hafi orsakast af veðuraðstæðum sem gera það að verkum að fiskurinn nuddast við nótina og fær sár. Sárin verða síðan sýkt og drepst laxinn, en þessar bakteríur eru ekki hættulegar lifandi fiskum.

Markaðsvirðið 435 milljónir króna

Leiða má líkur að því að megnið af umræddum 500 tonnum séu laxar að stærð fimm til sex kíló og er meðalverð þeirra samkvæmt vísitölu Nasdaq nú 62,94 norskar krónur á kíló, jafnvirði 890 íslenskra króna. Markaðsvirði laxins sem drapst er því tæpar 435 milljónir króna. Þessi upphæð getur hins vegar ekki verið reiknuð til taps þar sem einhverjar tekjur hafa myndast við sölu laxanna.

„Hér er unnið á sólarhringsvakt og verið að slátra um 200 tonnum á sólarhring,“ svarar Gísli spurður um stöðu mála. Hann segir 183 tonn hafa farið í slátrun á þriðjudag og að sá lax hafi verið í hágæðaflokki. Þá voru unnin um 200 tonn í gær og má gera ráð fyrir að sértækar slátrunaraðgerðir standi yfir fram í mars.

Hofsfellið frá Samskipum kom í gær með 50 gáma og fluttu 10 flutningabílar lax frá Arnarfirði. „Það er allt á fullu og lítur mjög vel út. Þeir eru alveg komnir fyrir vind með þetta,“ útskýrir Gísli sem bætir við að „fiskurinn er fallegur sem er eftir í kvíunum“.

Skjót viðbrögð

Er hann er spurður hvort viðbrögð hafi verið nægilega skjót, segir Gísli svo tvímælalaust vera. „Þegar við sáum í hendi okkar hvað var að gerast í byrjun febrúar, eftir fárviðrislægðirnar í janúar, vissum við ekki umfangið. Við settum allt á fullt og þess vegna var þetta sláturskip [Norwegian Gannet] fengið inn í verkefnið og mikil heppni að ná því, það stóð einmitt verkefnalaust í Hirtshals [í Danmörku] og kom strax.“

„Ég held að það sé varla hægt að bregðast skjótar við en raun bar vitni. Þetta var í raun alveg ótrúlegt veður og hvernig hefur spilast úr þessu. Það er fyrst núna í dag, ég var að tala við fólk hérna á staðnum, þetta er fyrsti góðviðrisdagurinn síðan í byrjun desember,“ segir sérgreinadýralæknirinn og vísar til þess að orsök laxadauðans megi rekja til slæms veðurfars.

Slátrunarskipið Norwegian Gannet.
Slátrunarskipið Norwegian Gannet. Ljósmynd/Wikipedia/Cavernia

„Það var bara frá níunda desember, þá kom alveg ægilegur hvellur hérna og þá komust ekki flutningabílar burtu í hér um bil heila viku. Það var allt ófært. Þar með hlóðst lax upp [í kvíunum] og mikill hiti í sjónum, enn þá þrjár gráður. Það var verið að fóðra og fiskurinn stækkaði. Svo komu jól og áramót og þeir [Arnarlax] vildu ekki pína fólkið yfir jólin, en sjá eftir því núna að hafa ekki sett á sláturvaktir yfir hátíðirnar. Svo kom fram í janúar þegar átti að fara í átak, þá bara var allt vitlaust í veðri,“ útskýrir Gísli.

Hann segir það hafa verið fyrst undir lok síðustu viku sem komin var stjórn á ástandinu. „Þetta er loksins komið á beinu brautina, en það er mikið af sláturfiski.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.4.20 180,88 kr/kg
Þorskur, slægður 5.4.20 358,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.4.20 204,40 kr/kg
Ýsa, slægð 5.4.20 262,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.4.20 85,69 kr/kg
Ufsi, slægður 5.4.20 131,46 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 5.4.20 212,99 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.4.20 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 29.930 kg
Samtals 29.930 kg
5.4.20 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Þorskur 46.835 kg
Samtals 46.835 kg
5.4.20 Núpur BA-069 Lína
Þorskur 673 kg
Langa 390 kg
Karfi / Gullkarfi 131 kg
Tindaskata 117 kg
Keila 71 kg
Hlýri 38 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.424 kg
5.4.20 Breki VE-61 Botnvarpa
Langa 5.137 kg
Lýsa 770 kg
Samtals 5.907 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.4.20 180,88 kr/kg
Þorskur, slægður 5.4.20 358,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.4.20 204,40 kr/kg
Ýsa, slægð 5.4.20 262,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.4.20 85,69 kr/kg
Ufsi, slægður 5.4.20 131,46 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 5.4.20 212,99 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.4.20 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 29.930 kg
Samtals 29.930 kg
5.4.20 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Þorskur 46.835 kg
Samtals 46.835 kg
5.4.20 Núpur BA-069 Lína
Þorskur 673 kg
Langa 390 kg
Karfi / Gullkarfi 131 kg
Tindaskata 117 kg
Keila 71 kg
Hlýri 38 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.424 kg
5.4.20 Breki VE-61 Botnvarpa
Langa 5.137 kg
Lýsa 770 kg
Samtals 5.907 kg

Skoða allar landanir »