Fiskikóngurinn vill að „rétt“ verð sé birt

Fiskikóngurinn Kristján Berg kveðst ekki sáttur við það hvernig fjölmiðlar …
Fiskikóngurinn Kristján Berg kveðst ekki sáttur við það hvernig fjölmiðlar birta markaðsverð afurða af fiskmörkuðum. mbl.is/Golli

Kristján Berg, betur þekktur sem fiskikóngurinn, kveðst ósáttur við framsetningu verðs á fiskmörkuðum á síðum mbl.is eins og það berst frá Reiknistofu fiskmarkaða (RSF). Segir hann framsetninguna ekki taka tillit til þess kostnaðar sem fisksalar þurfa að greiða fyrir fiskinn sem þeir kaupa á markaði og villi þannig fyrir neytendum sem kunna að halda að mikil álagning sé hjá fisksölum.

Kveðst Kristján hafa borið þessi sjónarmið undir fleiri fisksala á spjallsíðu þeirra og að allir sem svöruðu hafi tekið undir þessi sjónarmið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir fisksala og gríðarlega mikilvægt fyrir neytendur. […] Gagnvart neytendum eru þetta röng verð.“

„Við erum að selja íslensk matvæli, íslenskan fisk, inn á íslenskan markað. Við erum ekki að hugsa um eitthvað erlendis eins og þessi verð hjá RSF. Ég er ekki að segja að þessi verð séu vitlaus, en þau eru röng að því tilliti að minn viðskiptavinur sér þessi verð en gerir sér ekki grein fyrir því sem þarf að leggja ofan á verðið svo það sé rétt. Það er verðið sem ég borga fyrir vöruna,“ segir hann.

3,6% af söluverði ýsuflaks

Inni í því verði sem fisksalar greiða fyrir vöruna er ísun og afgreiðsla, karaleiga, flutningur og virðisaukaskattur, útskýrir Kristján. „Þú getur ekki sagt eitthvert verð í Bónus og tekið af því virðisaukaskattinn, álagningu, vinnulaun og flutning. Það er ekki rétt verð.“

Þá séu kostnaðarliðirnir um 5% auk 25 króna á hvert kíló fyrir flutning og 11% virðisaukaskattur. Þannig myndi fisksali greiða 442 krónur fyrir kíló af óslægðri ýsu sem skráð er á markaði á 355 krónur á kíló, eða 24,4% meira. En roðlaus og beinlaus ýsuflök myndu vera seld fyrir 2.390 krónur á kíló, að sögn Kristjáns.

Samkvæmt þessu yrði munurinn á markaðsverði og endanlegu verði til fisksala 87 krónur, sem er 3,6% af verði ýsuflaksins.

Ósanngjörn framsetning

Spurður hvort það sé ekki eðlilegt að miðla verði á hrávörumarkaði með beinum hætti, svarar fiskikóngurinn að málið sé flóknari en svo. „Þau verð eru alveg rétt, en það er ekki sanngjarnt að bera þetta undir landann að þetta sé verðið og engar útskýringar hvað vantar ofan á verðið svo fólk geti borið saman verð með kostnaði.“ Hann segir að fyrst þegar kostnaður og gjöld fylgi framsettu verði geti neytendur borið saman verð hjá fisksölum „og það er líka eðlilegt“.

Framsetning afurðaverðs á fiskmörkuðum hjá 200 mílum.
Framsetning afurðaverðs á fiskmörkuðum hjá 200 mílum. Skjáskot/mbl.is

„Fisksalar eru ekki í feluleik með sína álagningu,“ fullyrðir Kristján sem segir marga horfa til verðs á fiskmörkuðum og leita skýringa hjá fisksölum. „Við erum búnir að standa í rökræðum við okkar viðskiptavini í mörg ár út af þessu. […] Sumir vilja ræða þetta og svo er fullt af fólki sem er forvitið og segist ekkert skilja í þessu. Maður hefur heyrt viðtöl í útvarpi á Rás 2 og Bylgjunni þar sem fólk er að tala um þetta. Þetta er ekki sanngjörn umræða gagnvart okkur fisksölum.“

Fiskikóngurinn minnir á að fjölmiðlar beri ábyrgð á því sem þeir birta og að honum þyki sanngjarnt að tekið sé fram að ekki sé innifalinn kostnaður. Spurður hvort slíka fyrirvara þyrfti ekki að setja við umfjöllun á markaðsverði annarra hrávara eins og til að mynda olíu, kveðst hann ekki þekkja hvernig málum er háttað í öðrum greinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »