Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. jókst frá fyrra ári og nam 4,7 milljörðum króna, miðað við meðalgengi evru á árinu. Hagnaðurinn nam 34 milljónum evra, samanborið við 32,2 milljónir evra í fyrra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu sem birt hefur verið á vef fyrirtækisins.

Tekjur félagsins námu 37,1 milljarði króna á síðasta ári og EBITDA er 8,8 milljarðar, miðað við meðalgengi evrunnar.

Í lok árs námu eignir Brims samtals 94,9 milljörðum króna, skuldirnar voru 51,9 milljarðar og eigið fé 43 milljarðar króna, en í þessum tölum er miðað við lokagengi evru á síðasta ári sem var 135,45 kr.

Höfuðstöðvar Brims við Norðurgarð í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Brims við Norðurgarð í Reykjavík. mbl.is/Hari

Fram kemur í tilkynningu félagsins að lagt sé til að greiða tæplega 1,9 milljarða króna í arð til hluthafa félagsins á þessu ári vegna rekstrarársins 2019.

„Afkoman á síðasta ári var viðunandi. Eins og oft áður voru skin og skúrir. Engin loðna veiddist og á haustmánuðum voru miklar brælur en sumarið var gott í bolfiski og makríl. Þá var gott ár í útgerð frystitogara. Það má segja að árangurinn sé ágætur þegar horft er um öxl á þetta fyrsta heila rekstrarár frá því nýir aðilar komu að rekstri félagsins,“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu.

„Brim er öflugt félag, með mikinn mannauð, sterka stöðu eiginfjár og kvóta. Framleiðslutækin eru góð og fara batnandi með aukinni fjárfestingu í hátæknibúnaði. Þá styrkti félagið stöðu sína á alþjóðlegum mörkuðum með kaupum á markaðs- og sölufélögum í Asíu. Framtíðin hjá félaginu er því björt þótt blikur séu á lofti með loðnuveiðar á þessu ári og vegna óvissu um áhrif COVID-19-veirunnar á markaði og heimsviðskipti,“ segir forstjórinn enn fremur.

Ársreikningur Brims hf. 2019

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,80 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »