Vilja aukin sveigjanleika í byggðakvóta

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur tekið við skýrslu …
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur tekið við skýrslu starfshópsins sem Þóroddur Bjarnason, prófessor, leiddi. Lagðar eru til talsverðar breytingar á atvinnu- og byggðakvótakerfinu Ljósmynd/Atvinnuvegaráðuneytið

Hvernig væri að vinnsluskylda byggðakvóta væri aðeins þar sem hún myndi skila einhverjum árangri? Þetta er meðal viðfangsefna starfshóps sem nú hefur skilað tillögum um umbætur í byggðakvótakerfinu.

í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta er lagt til að stirt regluverk verði lagt af og í staðinn verði horft til þess að finna leiðir sem hámarki áhrif úthlutunar aflamarks. Þá sé eina leiðin til þess að ná því marki að sett verði mælanleg markmið til þess að meta árangurinn, útskýrir Þóroddur Bjarnason, prófessor og formaður starfshópsins.

Hann viðurkennir að atvinnu- og byggðakvóti sé ekki stór hluti af heildaraflamarkinu, 5,3%, en engu að síður séu þetta mikil verðmæti sem ríkið úthlutar, eða allt að 7,6 milljarðar króna eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. „Það er mesti byggðastuðningur sem veittur er á landinu. Okkur fannst þurfa skýrari ramma utan um þennan stuðning. Ef þessu væri úthlutað í peningum væri einhver samningur, skilgreind markmið, eftirfylgni og úttekt á árangri samkvæmt skilgreindum mælikvarða.“

Þá segir Þóroddur mikilvægt að skilyrði útgefins atvinnu- og/eða byggðakvóta þurfi að vera skýr og nefnir sem dæmi að aflaheimildir sem er úthlutað til þess að stuðla að nýliðun þurfi að vera á grundvelli skilgreiningar á því hvað sé átt við með nýliðun, þannig að hægt sé að mæla hvort nýliðun eigi sér stað.

Hins vegar eru ólíkar tillögur fyrir ólík kerfi, að sögn Þórodds. Til að mynda er lagt til, hvað strandveiðar varðar, að ráðuneytið skilgreini til hvers þær séu og að sex árum liðnum verði utanaðkomandi aðili fenginn til þess að meta árangurinn í samhengi við þau verðmæti sem ráðstafað voru í verkefnið.

Byggja þarf á þörfum hvers byggðarlags

Það er hins vegar tvíþætt nálgun þegar kemur að almenna byggðakvótanum, að sögn Þórodds. „Ef sveitarfélög vilja veita byggðakvóta viðtöku verða þau að undirrita samning um hann. Í þeim samningi verður að koma fram við hverju er búist af úthlutuninni,“ segir prófessorinn. Hann segir slíka skilmála geta verið mjög breytilega eftir aðstæðum sveitarfélaganna og byggðarlaganna. Á sumum stöðum getur markmiðið einfaldlega verið að tryggja að útgerð sé starfrækt en á öðrum stöðum geta markmiðin verið fjölþætt.

Það er þekkt að mörg sveitarfélög, fyrir hönd byggðarlaga innan þeirra, biðji um undanþágu frá skilyrði reglugerðar um byggðakvóta sem kveður á um vinnsluskyldu. Til að mynda hefur Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Norðurþing beðið um að heimilað verði að landa innan sveitarfélags í stað þess að löndunarskylda sé í smærra byggðarlagi þar sem ekki er fýsilegt að halda úti vinnslu. Skagaströnd telur meira að segja að ekki sé hægt að leggja vinnsluskyldu á byggðakvóta til sveitarfélagsins, þar sem erfitt hafi reynst að fá nokkurn til að reka vinnslu í sveitarfélaginu.

Þessi vandamál gætu heyrt sögunni til ef tillögur starfshópsins verða innleiddar, segir Þóroddur, sem útskýrir að með því að gera samninga um byggðakvótann sé ríkið að losa sig undan stirðu regluverki sem ætli það sama af öllum og geti samningar tekið mið af því sem teljist framkvæmanlegt á hverjum stað fyrir sig og líklegt til að ná tilætluðum árangri.

Segir hann óraunhæft að til dæmis ætlast til þess að með því að úthluta 300 tonn í eitt byggðarlag skapist grundvöllur fyrir arðbærri vinnslu. „Mikið af svokölluðu „svindli“ í þessu kerfi er þegar menn eru að reyna að finna leiðir framhjá því sem er óframkvæmanlegt. Annaðhvort með því að fá undanþágur eða vera með einhverjar brellur. Það virðist sem kerfið sé byggt upp í kringum það að reyna að koma hlutum í ástand sem var 1970 eða 1980, en það sem við erum að opna á er að meta hvað það besta er sem við getum gert fyrir tiltekið byggðarlag miðað við þær heimildir sem við höfum til ráðstöfunar.“

Línuívilnun breytt

Starfshópurinn leggur einnig til breytingar hvað línuívilnun varðar og segir Þóroddur ekki skýrt í gildandi lögum hvaða tilgangi fyrirkomulagið eigi að þjóna, en að það virðist vera að halda störfum í landi. „Þá er eðlilegt að stilla þessu við hliðina á kostnaði. Þannig að spurt er hversu miklum verðmætum er ráðstafað til þess að skapa hvert starf.“ Hann segir nýtinguna í kerfinu hafa farið minnkandi þar sem margir útgerðaraðilar hafi talið það ekki borga sig að vera innan kerfisins þrátt fyrir meðgjöf.

Hins vegar eru til byggðarlög þar sem línuívilnun skiptir máli og leggur starfshópurinn ekki til að línuívilnun verði afnumin heldur að ónýttar heimildir í kerfinu færist yfir á þá staði sem landa mest innan þess kerfis.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »