Samningur Íslands og Bretlands verði hagstæður

Íslenskur fiskur leikur stórt hlutverk í mataræði Breta og eru …
Íslenskur fiskur leikur stórt hlutverk í mataræði Breta og eru bundnar vonir við að góðir samningar náist milli Íslands og Bretlands um sjávarafurðir. AFP

Íslensk stjórnvöld eru í viðbragðsstöðu að semja við Breta um hvernig viðskiptum á milli þjóðanna verður háttað eftir Brexit. Breskur markaður er mjög háður íslenskum fiski og þjónar hagsmunum beggja þjóða að ná samkomulagi um fríverslun með sjávarafurðir.

Loksins er útganga Bretlands úr Evrópusambandinu orðin að veruleika og fram undan samningatímabil sem mun ákveða framtíðarsamband Íslands og Bretlands. Mikið er í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg enda Bretlandsmarkaður mikilvægur fyrir íslenskan hvítfisk. Að sama skapi eiga Bretar mikið undir því að samningar við Ísland heppnist vel, enda mjög háðir innflutningi á íslenskum fiski.

Tilbúin í slaginn

Á komandi misserum mun mæða mikið á Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra og starfsfólki hans í sendiráðinu í London, en hann segir undirbúning samningaviðræðnanna vel á veg kominn. „Áður höfðu verið gerðir bráðabirgðasamningar um kjarnahagsmuni þjóðanna, sem hefðu tekið gildi ef Bretar hefðu gengið út úr ESB og EES án samnings. En þar sem samningar náðust um útgönguna tók í staðinn við aðlögunartími út þetta ár sem gefur okkur svigrúm til að semja við Breta til framtíðar um umgjörð viðskipta- og efnahagssamstarfs þegar EES-samningurinn hættir að ná til þeirra,“ segir Stefán Haukur.

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra.

„Íslenska ríkið er búið að skipuleggja samningastrúktúrinn sín megin. Þórir Ibsen sendiherra verður aðalsamningamaður okkar og búið er að manna sérhæfða samningahópa með sérfræðingum á hverju sviði fyrir sig. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað og hægt verður að hefja viðræður strax og Bretarnir eru til.“

Ákveðnir þættir munu ráðast af þeim samningum sem nást milli Bretlands og Brussel, enda Ísland hluti af innri markaði Evrópusambandsins. „En við munum nýta það svigrúm sem til staðar er fyrir Ísland og Bretland að semja eftir eigin höfði eftir efnum og ástæðum,“ segir Stefán Haukur og bætir við að vitaskuld sé stefnt að því að semja um fulla fríverslun með sjávarafurðir. „Þó að litlir sem engir tollar hafi verið á íslenskum sjávarafurðum í Bretlandi voru þó tollar eftir á nokkrum tegundum sem markmiðið er að semja um að lækki niður í núll. Við vonumst vitaskuld til þess að ekki verði reistar nýjar viðskiptahindranir við útgöngu Breta úr EES-samstarfinu en við vitum auðvitað ekki hver útkoman verður fyrr en samningar liggja fyrir.“

Gæti torveldað ferðalag fisks frá Bretlandi til ESB

Brýnt er að engar óþarfa hindranir verði við útflutning á fiski til Bretlands enda viðkvæm vara sem getur skemmst, eða a.m.k. hillulífið orðið styttra ef tollafgreiðsla eða heilbrigðisskoðun tefur hverja sendingu. Stefán Haukur segist vona að matvara frá EES þurfi ekki að sæta heilbrigðiseftirliti við komuna til Bretlands, svipað og gildir í dag. „Ráðamenn í Bretlandi hafa upplýst að þeir vilji samning á svipuðum nótum og ESB gerði við Kanada og gæti það kallað á meira eftirlit við landamærin en nú er. Þetta er atriði sem við munum að sjálfsögðu fara vel yfir með Bretum.“

Ef flutningar sjávarafurða frá Bretlandi til ESB flækjast gæti það torveldað áframflutninga íslenskra sjávarafurða til meginlands Evrópu, eftir verkun í Bretlandi. Flest bendir þó til að íslenskir útflytjendur hafi nú þegar, eða geti, lagað sig að þessum möguleika og sendi vörur sínar í auknum mæli beint til meginlandsins án viðkomu í Bretlandi. Bendir flest til að íslenskur sjávarútvegur reikni með því að í framtíðinni muni sá íslenski fiskur sem fer til Bretlands verða nær eingöngu ætlaður til neyslu þar í landi.

Hagsmunir Íslands og Grimsby þeir sömu

Stefán Haukur bendir á að breski markaðurinn verði áfram háður íslenskum seljendum, enda hvítfiskveiðar Breta af skornum skammti en neyslan að sama skapi mikil. „Íslendingar eru einhverjir stærstu birgjar Breta hvaða sjávarafurðir varðar og er svo komið að á Grimsby- og Humber-svæðinu er engum innlendum afla landað og reiðir þessi fiskvinnslumiðstöð Bretlands sig á íslenskan fisk,“ útskýrir hann. „Áætla má að um 70% af öllum þeim sjávarafurðum sem neytt er í Bretlandi ýmist fari í gegnum Grimsby eða séu unnin á svæðinu, og skilst mér að um 75% af þeim fiski sem seldur er á markaði í Grimsby séu íslensk. Hagsmunir okkar og íbúa Grimsby-svæðisins fara því saman.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »