Afleiðingar lokunar alvarlegar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa verulegar áhyggjur af því hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir fyrirtæki sem reka fiskvinnslu fari svo að fyrirtækin verði lokuð í tvær vikur vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni.

„Þetta yrði högg fyrir þjóðarbúið,“ segir einn útgerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þungbært gæti orðið fyrir fyrirtæki að loka og að það gæti haft varanlegar afleiðingar fyrir rekstur, meðal annars sökum þess að fyrirtækin gætu ekki afhent vörur samkvæmt samningum. Á móti kæmi að samkeppnisaðilar erlendis væru líklegir til þess að lenda í sömu stöðu.

Hafa aukið þrif

„Við funduðum með sóttvarnalækni okkar á mánudaginn og fórum yfir þetta með honum. Auðvitað getum við bara undirbúið okkur og getum ekkert gert fyrr en við sjáum hvað gerist,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Spurður hvaða áhrif það myndi hafa ef starfsemin þyrfti að stöðvast vegna smits, svarar hann: „Það yrði alveg hrikalegt að loka í miðri vertíð. Það væri mjög alvarlegt.“

Sigurgeir Brynjar segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til þess að vernda vinnustaðinn umfram það umfangsmikla hreinlæti sem viðhaldið er þegar matvælaframleiðsla er annars vegar. „Í vinnslunum eru eftir hvern einasta kaffitíma öll handrið, handföng, borð og stólar þvegin og sprittuð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »