Gætum tekið forystu í prótein-nýsköpun

Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, segir að útflytjendur …
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, segir að útflytjendur þurfi að hampa þeirri staðreynd að íslenskur fiskur er villtur, náttúrulegur próteingjafi; gúrme-vara í hæsta gæðaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á komandi árum og áratugum munu íslenskar sjávarafurðir þurfa að glíma við æ harðari samkeppni úr öllum áttum. Helstu samkeppnislönd saxa jafnt og þétt á tækni- og gæðaforskot Íslands og framboð eldisfisks eykst ár frá ári. Þá hafa orðið örar framfarir í framleiðslu gervifisks sem gerður er úr plöntuhráefni og ekki ósennilegt að áður en þessi áratugur er á enda muni neytendur geta fundið, í hillum stórmarkaða, fiskbita sem ræktaðir voru á tilraunastofum.

Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, segir brýnt að greinin átti sig á þessari þróun og leiti leiða til að aðgreina íslenskar sjávarafurðir frá þeim vörum sem eiga eftir að keppa um hylli neytenda. „Við þurfum að fá sem gleggsta sýn af því hvernig íslenskur sjávarútvegur á að líta út eftir tíu ár og í hverju sérstaða íslensks sjávarfangs verður fólgin.“

Villtur fiskur, dreginn úr sjó, þarf í framtíðinni að keppa …
Villtur fiskur, dreginn úr sjó, þarf í framtíðinni að keppa við bæði eldisfisk, frumuræktaðan fisk og gervifisk gerðan úr plöntum. Sérstaða íslensks fisks má ekki fara milli mála. AFP

Að mati Inga Björns er líklegt að útflytjendur þurfi að hampa þeirri staðreynd að íslenskur fiskur er villtur, náttúrulegur próteingjafi; gúrme-vara í hæsta gæðaflokki. „Eftir því sem samkeppni frá fiskeldi og plöntufiski fer vaxandi verður æ minna vit í því að selja íslenskan fisk sem hrávöru. Það er t.d. sennilegt að fisknaggar framtíðarinnar verði gerðir úr plöntupróteinum frekar en villtum fiski.“

Enginn fiskur verður í fiskborgurum framtíðarinnar

Ingi Björn minnist samtals sem hann átti fyrir skemmstu við starfsbróður sinn hjá Horzion Ventures, sem er stærsti fjárfestingasjóður Asíu og leiðandi í fjárfestingum í plöntuafurðum: „Blasti við honum að kjöt og fiskur munu ekki geta keppt við plöntukjöt, plöntufisk og tilraunastofuprótein þegar kemur að verkuðum matvælum eins og hamborgurum eða fisknöggum. Villt, hreint og náttúrulegt prótein mun áfram eiga erindi við markaðinn, en þá frekar sem sælkerafæða,“ segir Ingi og bætir við að á sumum stöðum sé þessi þróun mjög langt komin. „Þannig sló það mig í nýlegri ferð til Svíþjóðar að hjá sænsku hamborgarakeðjunni Max Burgers sýndu viðskiptavinir plöntuborgurum meiri áhuga en kjötborgurum.“

Öflugt og úthugsað markaðsstarf þyrfti að vega mun þyngra, að sögn Inga Björns, enda vandséð að hægt sé að auka útflutningstekjur hefðbundinna fiskveiða með öðrum hætti. „Það eru blikur á lofti og við sjáum að á markaðssvæðum eins og Portúgal og Spáni var áður hægt að fá mjög gott verð fyrir íslenskan saltfisk enda sú vara sem neytendum þótti bera af.

Smám saman hefur þetta sterka orðspor gefið eftir, og greinilegt að vönduð markaðssetning skiptir máli við sölu á fiski. Spurningin er hvort að tekst að standa rétt að markaðsstarfinu, og hvort að útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða verði þá nær 250 milljörðum króna eða 300 milljörðum að tíu árum liðnum. Eina leiðin til þess að auka útflutningsverðmætið er að bæta í þegar kemur að markaðsetningu enda erum við ekki að fara að veiða meira magn í náinni framtíð.“

Próteinbylting að bresta á

Ingi Björn segir líka rétt að athuga að hvaða marki íslenskur sjávarútvegur geti tekið þátt í próteinbyltingu komandi áratuga. Frekar en að líta á grænmetisfisk, fiskeldi, eða frumuræktaðan fisk sem óvin gæti greinin tekið virkan þátt í nýsköpuninni. „Það er ekki spurning að ýmis tækifæri, og jákvæð samlegðaráhrif, felast í því að geta boðið upp á íslensk hnakkastykki annars vegar og fisk úr plöntuhráefni hins vegar, innan sömu virðiskeðjunnar.

Í því sambandi er gott að muna að í þeim grænmetisfiski sem framleiddur er í dag er fiskbragðið fengið með próteinum úr alvöru fiski, og grundvallast þróunin á vönduðum vísindalegum rannsóknum. Við búum að því að eiga vísindafólk á heimsmælikvarða hjá stofnunum eins og Matís og gætum byggt á áratugalöngum rannsóknum. Hingað til hefur ekkert land tekið forustu í þessum geira, það tækifæri er opið fyrir okkur.“

Ekki nóg með það heldur gætu aðstæður á Íslandi reynst mjög hentugar fyrir prótein-nýsköpun. „Það svið sem mér þykir hvað forvitnilegast er ræktun próteins með örverum. Er um að ræða framleiðslu sem byggist umfram allt á efnafræði, og notar sem hráefni vatn, orku og koltvísýring. Eftir að hafa svipast um sýnist mér að hvergi í heiminum eigi þannig framleiðsla betur heima en hjá íslenskum jarðvarmavirkjunum og væri t.d. hægt að brugga þar prótein sem hefði í reynd neikvætt kolefnisspor.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.20 256,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.20 307,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.20 237,31 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.20 189,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.20 43,63 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.20 68,72 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 2.6.20 150,15 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.20 Brynja Dís ÍS-290 Handfæri
Ufsi 83 kg
Samtals 83 kg
2.6.20 Guðrún ÞH-211 Handfæri
Þorskur 434 kg
Samtals 434 kg
2.6.20 Vésteinn GK-088 Lína
Hlýri 181 kg
Karfi / Gullkarfi 161 kg
Keila 152 kg
Grálúða / Svarta spraka 89 kg
Þorskur 45 kg
Samtals 628 kg
2.6.20 Sigurbjörg SF-710 Handfæri
Þorskur 743 kg
Ufsi 439 kg
Samtals 1.182 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.20 256,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.20 307,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.20 237,31 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.20 189,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.20 43,63 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.20 68,72 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 2.6.20 150,15 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.20 Brynja Dís ÍS-290 Handfæri
Ufsi 83 kg
Samtals 83 kg
2.6.20 Guðrún ÞH-211 Handfæri
Þorskur 434 kg
Samtals 434 kg
2.6.20 Vésteinn GK-088 Lína
Hlýri 181 kg
Karfi / Gullkarfi 161 kg
Keila 152 kg
Grálúða / Svarta spraka 89 kg
Þorskur 45 kg
Samtals 628 kg
2.6.20 Sigurbjörg SF-710 Handfæri
Þorskur 743 kg
Ufsi 439 kg
Samtals 1.182 kg

Skoða allar landanir »