Endurnýjun smærri báta hafin

Matthías Sveinsson, eigandi Víkingbáta ehf., segir mikla tækninýjunga nú vera …
Matthías Sveinsson, eigandi Víkingbáta ehf., segir mikla tækninýjunga nú vera í plastbátunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útgerðarfélögin GPG Seafood og Siglunes hafa nýverið undirritað samninga við Víkingbáta ehf. um smíði á tveimur 30 brúttótonna bátum sem eru um 13,8 metrar að lengd. „Svo eru fleiri þreifingar í gangi, en við stefnum á að smíða þrjá til fjóra svona báta,“ segir Matthías Sveinsson, eigandi Víkingbáta. Hann bætir við að einn 21 tonns bátur hafi verið afhentur síðastliðið sumar, Margrét GK-33. „Ég get ekki betur séð en að hún sé með aflamestu bátum í þessum 20 til 30 tonna flokki í síðasti mánuði.“

Matthías segir endurnýjun flotans í krókaaflamarkskerfinu fara nú af stað í kjölfar þess að fyrir því urðu hagstæð skilyrði. Slíkt hafi þegar átt sér stað hvað varðar stærri fiskiskip og hafa á undanförnum árum verið smíðuð uppsjávarskip, ísfisktogarar og smærri togarar og hefur öll þessi smíði verið fjárfesting upp á milljarða króna.

Margrét GK-33 var meðal aflamestu bátum í sínum stærðarflokki.
Margrét GK-33 var meðal aflamestu bátum í sínum stærðarflokki. Aðsend

Skilyrðin fyrir smíði nýrra báta sköpuðust fyrst 2013 þegar stærðarmörk báta í krókaaflamarkskerfinu voru aukin í 15 metra, að sögn Matthíasar. „Svo hefur reglum verið breytt hvað varðar réttindin á þessum tólf til fimmtán metra bátum, búið að uppfæra réttindi þeirra sem hafa tólf metra réttindi í fimmtán metra frá og með 1. september. Þannig að það er búið að gefa miklu meiri möguleika til þess að ráða skipstjóra og stýrimenn á 30 brúttótonna bát sem er allt að fimmtán metrum.“

Hann segir breytingarnar hafa aukið áhugann á bátum af stærri gerð, þar sem þeim fylgja miklir kostir hvað aflameðferð varðar, til að mynda með tilliti til sérstaks kælibúnaðar sem komið er fyrir í bátunum. Ekki síst fylgir bátunum betri aðbúnaður fyrir sjómenn. „Bæði á dekki og í vistarveru.“ Spurður hvað stór plastbátur kosti segir Matthías bát sem er fullhlaðinn öllum tæknibúnaði geta kostað á bilinu 320 til 370 milljónir króna.

Öll flóran

Spurður hvort það sé mikil fyrirhöfn að smíða svona báta segir Matthías svo vera. „Svona bátur er tugir tonna. Hann kemur bara í rúllum og dollum. Síðan er þetta sett í mótun. [...] Stóra verkefnið hjá okkur verður að smíða þrjá til fjóra stóra báta á næstu tveimur árum.“

Umfang þess að smíða nútímalega báta í krókaaflamarkskerfinu felst þó ekki bara í því að skella efniviðnum í mót; því fylgir umfangsmikil og fjölbreytt vinna og þarfnast talsverðs mannafla, hver með sína sérhæfingu í verkið. Matthías segir hvert verkefni hafa mikið að segja um fjölda einstaklinga sem komi að starfsemi fyrirtækisins og geti fjöldinn sveiflast úr tíu upp í þrjátíu. Vegna þessa er stuðst mikið við verktaka og undirverktaka. „Við erum með plastara, smiði, pípara, rafvirkja, tæknimenn, vélfræðinga og vélvirkja. Þetta er öll flóran.“

Einnig fyrir erlenda aðila

Þá sé í nýjum bátum talsvert af nýstárlegum tækjum sem þurfi að koma fyrir. Meðal annars kælingartæki sem hann segir hámarka gæði afurðarinnar og línubeitingarkerfi sem stýrt er með hugbúnaði. „Það telur bæði beituna og fiskana. Þetta er orðið mjög háþróað. Svo eru gríðarleg tæki í brúnni líka, þetta er alveg eins og í stóru skipunum. Það eru öll tæki í svona stórum plastbátum í dag,“ útskýrir Matthías.

Spurður hvort tæknibyltingin sé að fullu komin í plastbátana svarar hann: „Já, hún er alveg komin og menn eru að kaupa siglingatæki fyrir tugi milljóna í svona báta.“ Þá segir hann jafnframt töluverða þróun í gangi varðandi aðalvélar knúnar rafmagni sem muni rata í báta þegar fram líði stundir enda hafi slíkar vélar sumstaðar þegar verið teknar í notkun.

Matthías segir fyrirtækið ekki aðeins smíða víkingbáta fyrir innlenda kaupendur heldur hafi slíkir bátar einnig verið seldir til Noregs og Grænlands. Auk þess hefur fyrirtækið á sínum tíma smíðað tvær ferjur fyrir Ísafjörð og eina ferju fyrir kaupanda í Færeyjum. Jafnframt keypti fyrirtækið réttindin að sómabátum á sínum tíma og hefur það einnig smíðað slíka báta undanfarin ár, en þeir eru af smærri tegund og hafa verið nýttir bæði fyrir strandveiðar og ferðaþjónustu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.20 256,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.20 307,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.20 237,31 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.20 189,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.20 43,63 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.20 68,72 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 2.6.20 150,15 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.20 Brynja Dís ÍS-290 Handfæri
Ufsi 83 kg
Samtals 83 kg
2.6.20 Guðrún ÞH-211 Handfæri
Þorskur 434 kg
Samtals 434 kg
2.6.20 Vésteinn GK-088 Lína
Hlýri 181 kg
Karfi / Gullkarfi 161 kg
Keila 152 kg
Grálúða / Svarta spraka 89 kg
Þorskur 45 kg
Samtals 628 kg
2.6.20 Sigurbjörg SF-710 Handfæri
Þorskur 743 kg
Ufsi 439 kg
Samtals 1.182 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.20 256,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.20 307,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.20 237,31 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.20 189,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.20 43,63 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.20 68,72 kr/kg
Djúpkarfi 18.5.20 105,23 kr/kg
Gullkarfi 2.6.20 150,15 kr/kg
Litli karfi 18.5.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.6.20 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.20 Brynja Dís ÍS-290 Handfæri
Ufsi 83 kg
Samtals 83 kg
2.6.20 Guðrún ÞH-211 Handfæri
Þorskur 434 kg
Samtals 434 kg
2.6.20 Vésteinn GK-088 Lína
Hlýri 181 kg
Karfi / Gullkarfi 161 kg
Keila 152 kg
Grálúða / Svarta spraka 89 kg
Þorskur 45 kg
Samtals 628 kg
2.6.20 Sigurbjörg SF-710 Handfæri
Þorskur 743 kg
Ufsi 439 kg
Samtals 1.182 kg

Skoða allar landanir »