Allir tapa ef ekki næst sátt

Kristinn Hjálmarsson segir ekki hægt að votta sjálfbærni veiða þeirra …
Kristinn Hjálmarsson segir ekki hægt að votta sjálfbærni veiða þeirra stofna sem deilt er um ef þeim sé ekki skynsamlega stýrt, sem svo þýði að verð lækki og dýrmætir markaðir lokist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strandríkin við Norðaustur-Atlantshaf deila um hvernig hátta skuli veiðum úr stofnum sem færast á milli lögsaga eða halda sig á alþjóðlegum hafsvæðum. Mest hefur verið tekist á um veiðar á makríl, síld og kolmunna og kenna deiluaðilar hver öðrum um að samningar skuli ekki hafa náðst. Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Sustainable Fisheries, segir átökin um þessa stofna m.a. hafa orðið til þess að ár eftir ár hafi veiðimagn verið mun meira en sérfræðingar hafi ráðlagt.

„Má t.d. nefna að lagt var til að veiða um 588 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2019 en veiðar það árið námu 773 þúsund tonnum. Finna má enn verri dæmi, eins og frá árinu 2011 þegar Alþjóða hafrannsóknaráðið (ICES) lagði til veiðar á 529-670 þúsund tonnum af makríl, en þær þjóðir sem nýta stofninn veiddu samtals 960 þúsund tonn.“

Kristinn segir að framan af hafi veiðar langt umfram ráðleggingar vísindamanna ekki haft merkjanleg áhrif á umrædda stofna, en fyrir um hálfum áratug hafi mátt byrja að greina neikvæða þróun. „Þrátt fyrir þessar miklu veiðar héldu stofnar eins og makríllinn áfram að vaxa fram á miðjan síðasta áratug. Nú sjáum við að hrygningarstofn makríls er á niðurleið, og nýliðun í kolmunnastofninum hefur hrapað undanfarin fjögur ár. Því miður skortir rannsóknir til að geta fullyrt um hvað veldur þessari þróun, og hvort þar vegur þyngst ofveiði ellegar veiking eða tilfærsla stofna vegna breyttra skilyrða í sjónum.“

Veiðarnar fá ekki vottun

Deilurnar eiga sér langa sögu og segir Kristinn að 2005 og 2006 hafi lausn verið í sjónmáli sem hefði þá tekið gildi nokkrum árum síðar. „Hlutaðeigandi þjóðir voru hársbreidd frá því að koma á úrlausnarferli þar sem útkljá mætti deilur um veiðar. Voru ákvæði um úrlausn ágreiningsmála felld inn í sáttmála Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) og áttu að taka gildi árið 2013 þegar aukinn meirihluti væri búinn að samþykkja breytingarnar. En þegar kom að því að innleiða samkomulag þess efnis mótmæltu Rússar breytingunum og umbæturnar hafa enn ekki tekið gildi .“

Makríllinn hefru verið einn þeirra stofna sem deilt hefur verið …
Makríllinn hefru verið einn þeirra stofna sem deilt hefur verið um í seinni tíð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kristinn segir ekki að undra að erfiðlega hafi gengið að ná sátt um veiðarnar enda miklar fjárhæðir í húfi í þeim löndum sem njóti góðs af veiðunum og geti hundrað þúsund tonn til eða frá af uppsjávarafla fært byggðum bæði miklar tekjur og fjölda starfa. Nú blasi hins vegar við að ef ekki takist að finna lausn munu allir tapa, og vegur þar þungt að alþjóðlegar sjálfbærnivottanir eru háðar því að veiðar séu stundaðar með skynsamlegum hætti og að veiðiþjóðir eigi einhvern vettvang til að leysa úr deilum um sameiginlega stofna. Margir dýrmætustu kaupendur sjávarafurða hafa ekki áhuga á fiski án vottunar og getur það leitt til þess að lægra verð fáist fyrir afurðir.

Bendir Kristinn á að mikilvægi sjálfbærnivottunar hafi komið greinilega í ljós þegar íslenskar útgerðir misstu vottun á sjálfbærni grásleppuveiða vegna þess að landselur, útselur og teista fengust í of miklum mæli sem meðafli.

„Grænlendingar og Norðmenn héldu sinni vottun og mátti fljótlega sjá töluverðan verðmun á grásleppuafurðum á milli landa og eru íslensk grásleppuhrogn núna að seljast á 10-15% lægra verði en norsk og grænlensk. Ekki er nóg með það heldur hreinlega lokuðust ákveðnir markaðir og hefur ekki ein krukka af íslenskum grásleppuhrognum selst til Þýskalands eða Skandinavíu eftir að sjálfbærnivottunin glataðist. Frakkar tóku áfram við vörunni en smám saman er sá markaður að lokast líka, og á öllum verðmætustu markaðssvæðunum er það raunin að neytendur gera einfaldlega þá kröfu til verslana að sú vara sem boðin er til sölu sé framleidd með ábyrgum og sjálfbærum hætti,“ útskýrir Kristinn og bætir við að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða sem nú séu að leiða til þess að stofnar landsels, útsels og teistu séu teknir að styrkjast og stækka og þess sé vonandi ekki langt að bíða að grásleppuveiðarnar hljóti sjálfbærnivottun á ný.

Þrýstingur frá markaðnum

En hvað er til ráða í deilunum um makríl, síld og kolmunna? Kristinn segir hugsanlegt að þrýstingur frá kaupendum og umhverfisverndarsamtökum knýi þær þjóðir sem málið varðar til að finna lausn. „Viðbrögð markaðarins eru það sem svíður mest undan og ef dýrmætustu markaðir sama sem loka á þessar tegundir er þar kominn mjög sterkur hvati til að komast að samkomulagi. Það eru þó alls ekki allir markaðir sem gera vottun um sjálfbæra nýtingu auðlinda skilyrði fyrir viðskiptum.“

Kristinn vill alls ekki gera lítið úr hve flókið það kunni að vera að finna lausn sem allir geti fellt sig við, og engum formúlum sé til að dreifa sem geti leyst í einni svipan hvernig þjóðir skipti á milli sín veiðum og kostnaði við rannsóknir eftir því hvar hrygningar- og veiðisvæði stofna er að finna.

„Hvernig á að meta hvað hrygningarsvæði, uppvaxtarsvæði ungviðis, fæðuslóð fullorðna fisksins og veturseta hafa að segja í heildarsamhenginu? Aðgangssamningar og veiðisaga hafa áhrif á allt þetta,“ segir hann og bætir við að þrýst sé á deiluaðila að finna lausn: „Íslensk stjórnvöld hafa leitt ábyrga fiskveiðistjórnun innan okkar landhelgi í marga áratugi, í góðri samvinnu við atvinnugreinina. Fá ríki búa að jafn öflugum sjávarútvegi og nýsköpun í tækni, vörum og gæðum eins og við á Íslandi, þar sem fyrirtæki í sjávarútvegi og stjórnvöld eiga augljóslega sömu hagsmuni um heilbrigt haf.“

Rifjar Kristinn upp að ef lausn finnist ekki í bráð hafi það einhvers staðar verið lagt til, í gamni eða alvöru, að höggva á hnútinn með því að færa stjórnun deilistofnanna til Sameinuðu þjóðanna. „En í raun og veru er ekki annað í boði en að strandríkin komi saman sem fyrst og komi sér saman um ábyrga stjórnun þessara veiða. Til þess verða strandríkin að hittast eða eiga samtal, en næsta samtal er fyrirhugað í október á þessu ári.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.21 306,04 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.21 226,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.21 414,18 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.21 176,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.21 90,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.21 113,84 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.21 182,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.21 Nökkvi NK-039 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
24.6.21 Sædís SU-078 Handfæri
Þorskur 307 kg
Samtals 307 kg
24.6.21 Oddur Guðjónsson SU-100 Handfæri
Þorskur 819 kg
Samtals 819 kg
24.6.21 Steinunn ST-026 Handfæri
Þorskur 659 kg
Samtals 659 kg
24.6.21 Njáll SU-008 Handfæri
Þorskur 310 kg
Samtals 310 kg
24.6.21 Valur ST-043 Handfæri
Þorskur 776 kg
Samtals 776 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.21 306,04 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.21 226,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.21 414,18 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.21 176,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.21 90,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.21 113,84 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.21 182,93 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.21 350,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.21 Nökkvi NK-039 Handfæri
Þorskur 786 kg
Samtals 786 kg
24.6.21 Sædís SU-078 Handfæri
Þorskur 307 kg
Samtals 307 kg
24.6.21 Oddur Guðjónsson SU-100 Handfæri
Þorskur 819 kg
Samtals 819 kg
24.6.21 Steinunn ST-026 Handfæri
Þorskur 659 kg
Samtals 659 kg
24.6.21 Njáll SU-008 Handfæri
Þorskur 310 kg
Samtals 310 kg
24.6.21 Valur ST-043 Handfæri
Þorskur 776 kg
Samtals 776 kg

Skoða allar landanir »