„Það er allt steindautt“

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum, en …
Þórunn Sveinsdóttir VE-401 liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum, en dregið hefur úr veiðum eftir að eftirspurn eftir ferskum fiski hrundi í Evrópu. mbl.is/Sigurgeir

„Það er allt steindautt. Við höfum verið að senda út fleiri tonn af fiski á viku og það fóru núll kíló í þessari viku hjá okkur. […] Það er enginn að kaupa neitt í dag. Það eina sem er kannski að fara er að hluta til til Ameríku, sem frosnar vörur, en í Evrópu er allt steinlokað,“ segir Daði Pálsson, framkvæmdastjóri Leo Seafood í Vestmannaeyjum, í samtali við 200 mílur.

Daði Pálsson.
Daði Pálsson. Ljósmynd/Leo Seafood

Hann segir fyrirtækið hafa hægt á veiðum vegna stöðunnar og hefur Þórunn Sveinsdóttir VE-401 legið við bryggju um tíma. Þá sé stefnt að því að vinna eins og kostur er til þess að klára þann fisk sem er í vinnslunni og meta síðan aðstæður.

„Menn eru að afpanta vörur sem þeir eru búnir að panta og hefur verið komið fyrir í gámum, þannig er staðan,“ segir Daði. Þá telur hann mikla óvissu um framhaldið.

„Ýsan hefur lækkað og ufsinn hefur lækkað, en það sem heldur sér er þorskur. Ég held að það sé vegna þess að eftirspurn eftir saltfiski sé mikil. […] ég hef heyrt það að menn séu að panta saltfisk samt sem áður og það er kannski það eina sem er að hreyfast í dag. Þá er vonandi að koma hækkun þaðan, þorskverðið hefur haldið sér þokkalega,“ svarar hann spurður hvort hann viti hvers vegna þorskverð á innlendum fiskmörkuðum hafi ekki lækkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,81 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,14 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,46 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,81 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,14 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,46 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »