Samherji selur sig niður fyrir yfirtökumörk

Samherji hefur ákveðið að selja 3,05% hlut í Eimskip, sem …
Samherji hefur ákveðið að selja 3,05% hlut í Eimskip, sem er jafn stór hlutur og félagið keypti nýverið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samherji holding ehf., systurfélag Samherja hf., tilkynnti Kauphöllinni í morgun að félagið myndi draga úr stöðu sinni í Eimskip og félagið myndi mun sitja uppi með 27,06% í Eimskip eftir söluna. Gengi hlutabréfa Eimskips féllu nokkuð við opnun markaða í dag en tók svo aðeins við sér, en gengi þeirra hefur fallið um 5,7% eins og staðan er klukkan 13:30.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Samherji hefði fest kaup á 3,05% hlutafé í Eimskip og að eignarhlutur þess væri orðinn 30,11%, en með því myndaðist yfirtökuskylda. Samherji hefur með ákvörðun sinni ákveðið að selja jafn stóran hluta, 3,05%, og keyptur var fyrir tæpum tveim vikum.

Á föstudag var sagt frá því að Samherji hefur sent fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands beiðni um undanþágu frá yfirtökuskyldu sem verður til þegar eignarhlutur fer yfir 30%. Fram kom í beiðni Samherja að vegna kórónuveirufaraldursins hefði myndast fordæmalausar aðstæður sem hafa skapað verulega óvissu.

Málin í vinnslu

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, kveðst í samtali við 200 mílur ekki geta sagt meira um söluna og yfirtökuskylduna að svo stöddu annað en að málin séu í vinnslu og að ákvörðun hafi verið tekin um að selja sig niður fyrir yfirtökumörkin.

Spurður um hver staðan sé hjá Samherja nú, þar sem samdráttur hefur verið hjá fleiri fyrirtækjum í sjávarútvegi í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, svarar hann að einhver samdráttur hafi verið hjá fyrirtækinu. „Þetta er auðvitað bara fordæmalaust og stýringin er bara frá degi til dags. Það er hjá okkur, eins og hjá öllum, óvissa sem er mesti óvinur rekstrar.“

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,03 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 251,15 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Heimaey VE 1 Flotvarpa
Kolmunni 1.922.770 kg
Samtals 1.922.770 kg
15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,03 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 251,15 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Heimaey VE 1 Flotvarpa
Kolmunni 1.922.770 kg
Samtals 1.922.770 kg
15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »