Ferðir varðskipa lengjast og bangsi í brúnni

Bangsinn Loki.
Bangsinn Loki. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Til að tryggja að Landhelgisgæslan geti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland, miðað við þær sóttvarnaráðstafanir sem nauðsynlegar eru, hafa ferðir varðskipanna verið lengdar. Hvort skip er nú fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Upphaflega var gert ráð fyrir að varðskipið Týr kæmi til Reykjavíkur eftir þriggja vikna úthald í þessari viku en þess í stað kom skipið til höfuðborgarinnar, náði í kost, og hélt að því búnu aftur á miðin. Þá fór varðskipið Þór frá Reykjavík í vikunni og sigldi vestur á firði þar sem skipið verður til taks næstu daga.

Gripið hefur verið til umfangsmikilla varúðarráðstafana á starfsstöðvum Landhelgisgæslunnar. Ákvörðunin um aukna viðveru varðskipanna á Íslandsmiðum, vegna þess ástands sem nú ríkir, var tekin í samráði við áhafnir skipanna. Mikill skilningur var hjá áhöfnunum á mikilvægi þess lengja ferðir skipanna og voru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum svo vel megi fara. Landhelgisgæslan er afar þakklát áhöfnunum fyrir fórnfýsina.

Um borð í skipunum gengur lífið sinn vanagang. Nýjasti meðlimurinn í áhöfn Týs er bangsinn Loki sem hefur aðsetur í brú varðskipsins. Þetta skemmtilega framtak áhafnarinnar er liður í verkefninu bangsi í glugga sem ætlað er að gleðja yngstu börnin.

Í báðum varðskipum eru viðhafðar strangar sóttvarnir og þegar kostur var sóttur til Reykjavíkur, fór áhöfn Týs í einu og öllu eftir leiðbeiningunum eins og meðfylgjandi myndir sýna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »