Laxeldisrisi sakaður um að misnota faraldurinn

MOWI er skað um að nýta sér aðstæður til þess …
MOWI er skað um að nýta sér aðstæður til þess að geta flutt eldislax úr landi til vinnslu erlendis. Ljósmynd/MOWI

Norsku eldisfyrirtækin MOWI og Lerøy eru sökum um að nýta sér útbreiðslu kórónuveirunnar til þess að geta flutt óunninn fisk frá Noregi til vinnslu erlendis.

Matvælastofnun Noregs (n. Mattilsynet) veitti nýlega norska félaginu MOWI, stærsta eldislax framleiðenda í heimi, og eldisfyrirtækinu Lerøy undanþágu frá þarlendum reglugerðum sem gera það að verkum að fiskur með útlitsgalla, svokallaður vinnslufiskur (n. produksjonsfisk), verður að vera unninn í Noregi.

Samtök norskra vinnslustöðva (n. Sjømatbedriftene) saka fyrirtækin um að misnota aðstæður og hafa krafist þess að ákvörðun stofnunarinnar verði endurskoðuð, að því er fram kemur í umfjöllun Kyst og fjord.

Robert Eriksson, framkvæmdastjóri samtaka norskra vinnslustöðva, segir í fréttatilkynningu að ákvörðun norsku matvælastofnunarinnar sé til þess fallin að stofna gæðamerkingunni „Seafood from Norway“ í hættu, en unnið hefur verið að þróun þess í þrjátíu ár.

Rökstuðningurinn rangur

„Reglan um að vinnslufiskur (fiskur með útlitsgalla) skuli unninn í Noregi tryggir að norskar sjávarafurðir haldi hámarks gæðum og fær merkinguna „Seafood from Norway.“ […] Sjømatbedriftene vilja meina að MOWI og Lerøy nýta sér útbreiðslu kórónuveirunnar til þess að komast hjá norskum reglugerðum og árétta að norska Mattilsynet hefur ekki vald til þess að framkvæma eftirlit erlendis,“ segir Eriksson.

Fram kemur í umfjöllun Kyst og fjord að ástæða þess að fyrirtækin fengu undanþágu hafi verið að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi dregið úr vinnslugetu í Noregi. Norsku vinnslustöðvarnar segja hins vegar rökstuðning fyrirtækjanna ekki standast skoðun.

„Yfir helgina hafði ég samband við fleiri fyrirtæki sem segjast búa yfir umframgetu til þess að vinna vinnslufisk. Ekkert þessara fyrirtækja hafa heyrt nokkuð frá MOWI eða Lerøy. Ákvörðunin er tekin á algjörlega röngum forsendum. Þess vegna hefur Sjømatbedriftene ákveðið að leggja fram kvörtun vegna ákvörðunarinnar,“ útskýrir Eriksson.

Robert Eriksson, framkvæmdastjóri Sjømatbedriftene.
Robert Eriksson, framkvæmdastjóri Sjømatbedriftene. Ljósmynd/Sjømatbedriftene
mbl.is

Kórónuveiran

29. mars 2020 kl. 13:53
1020
hafa
smitast
135
hafa
náð sér
25
liggja á
spítala
2
eru
látnir
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.3.20 286,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.3.20 330,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.3.20 306,25 kr/kg
Ýsa, slægð 29.3.20 250,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.3.20 100,75 kr/kg
Ufsi, slægður 29.3.20 123,65 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 29.3.20 200,27 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.20 Guðborg NS-336 Grásleppunet
Grásleppa 736 kg
Þorskur 116 kg
Samtals 852 kg
29.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.177 kg
Þorskur 172 kg
Skarkoli 28 kg
Rauðmagi 23 kg
Samtals 1.400 kg
29.3.20 Sigrún RE-303 Þorskfisknet
Þorskur 3.139 kg
Samtals 3.139 kg
29.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 733 kg
Samtals 733 kg
29.3.20 Valþór GK-123 Þorskfisknet
Þorskur 8.433 kg
Samtals 8.433 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.3.20 286,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.3.20 330,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.3.20 306,25 kr/kg
Ýsa, slægð 29.3.20 250,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.3.20 100,75 kr/kg
Ufsi, slægður 29.3.20 123,65 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 29.3.20 200,27 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.20 Guðborg NS-336 Grásleppunet
Grásleppa 736 kg
Þorskur 116 kg
Samtals 852 kg
29.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.177 kg
Þorskur 172 kg
Skarkoli 28 kg
Rauðmagi 23 kg
Samtals 1.400 kg
29.3.20 Sigrún RE-303 Þorskfisknet
Þorskur 3.139 kg
Samtals 3.139 kg
29.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 733 kg
Samtals 733 kg
29.3.20 Valþór GK-123 Þorskfisknet
Þorskur 8.433 kg
Samtals 8.433 kg

Skoða allar landanir »