„Það var alltaf svakaleg örtröð eftir fjögur“

Viðskiptavinir Hafsins koma nú ekki allir á sama tíma og …
Viðskiptavinir Hafsins koma nú ekki allir á sama tíma og dreifist álagið meira yfir daginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verslunarhegðun fólks hefur breyst nokkuð í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, að minnsta kosti ef marka má reynslu Hafsins, en tvær fiskverslanir eru reknar undir þeim merkjum. Halldór Heiðar Halldórsson, annar tveggja eigenda Hafsins, segir í samtali við 200 mílur að álagið hefur dreifst mun meira yfir daginn en áður og að viðskiptavinirnir séu mjög meðvitaðir um þær varúðarleiðbeiningar sem gefnar hafa verið út.

„Það er búið að dreifast rosalega álagið. Það hefur aldrei þurft að gripa inn í. Mér finnst fólk passa sig mikið og mjög margir að koma fyrripartinn. Það myndast ekki þessi tappi, það var alltaf svakaleg örtröð eftir klukkan fjögur, sem er ekki núna.“

Hann segir viðskiptavini einnig hringja og panta vörur sem síðan eru sóttar. „Strákarnir hafa líka hlaupið með vörur út og fólk getur borgað útí bíl, margir sem nýta sér það.“ Spurður hvort það sé einhver sérstakur kúnnahópur sem nýtir sér þetta meira en aðrir svarar Halldór Heiðar um fjölbreyttan hóp að ræða, en sérstaklega sé það margt eldra fólk sem er í áhættuhópi sem vill fara varlega.

Hann segir að gripið hafi verið til þess að aðgreina starfsfólk í vinnslu Hafsins til þess að lágmarka smithættu og þeim skipt í tvo hópa sem vinna sitthvora vikuna.

Sala aukist til Nettó

Að svo stöddu stendur ekki til að Hafið bjóði eigin netsölu, að sögn Halldórs Heiðars. „Við höfum aðeins velt því fyrir okkur en erum ekki komnir þangað, en svo er hægt að kaupa vörurnar okkar hjá til dæmis Nettó. Þeir senda heim og hefur verið mikil aukning í því hjá okkur að senda forpakkaðar vörur í Nettó. Þannig að ég veit ekki hvort við förum út í að senda sjálfir heim.“

Ekki mikil breyting hefur átt sér stað hvað sölu í verslunum fyrirtækisins varðar en töluverður samdráttur hefur orðið í viðskiptum stórra kaupenda, svo sem mötuneyti skóla og vinnustaða. Sú sala hefur minnkað um hátt í 60% að sögn Halldórs Heiðars. „Það er náttúrulega ástand, það er ekki spurning. En sem betur fer þarf fólk að borða.“

Dýrt að sækja fiskinn

Vakið hefur athygli að verð á innlendum fiskmörkuðum virðist ekki hafa orðið fyrir miklum áhrifum samdráttar í sölu á ferskum afurðum og er verð nú svipað því sem var á sama tíma í fyrra og árið 2018. Spurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á stöðunni, kveðst Halldór Heiðar vera hissa á því að verð hafi haldist innan eðlilegra marka og segir að hann hafi búist við að verð myndi falla.

„Hins vegar er búið að vera brælutíð síðan þetta kom upp og það gæti haft einhver áhrif. Mér finnst verð ekki há miðað við framboð. En ég heyri í mörgum í útflutningsgeiranum að þeir sem eru að sinna stóru verslunarkeðjunum að það sé botnlaus vinna hjá þeim, það er ekki víst að þetta skaði það mikið markaðinn og maður er ánægður að sjá að það fæst þokkalegt verð, annars myndu menn hætta að róa,“ segir hann og bætir við að það sé „dýrt að sækja fiskinn. En svo veit maður ekki hvað verður, þetta getur tekið smá tíma að skila sér. Það gæti verið allt önnur staða í næstu viku.“

mbl.is

Kórónuveiran

8. apríl 2020 kl. 13:00
1616
hafa
smitast
633
hafa
náð sér
39
liggja á
spítala
6
eru
látnir
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.4.20 317,78 kr/kg
Þorskur, slægður 8.4.20 304,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.4.20 397,36 kr/kg
Ýsa, slægð 8.4.20 279,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.4.20 135,53 kr/kg
Ufsi, slægður 8.4.20 125,82 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 8.4.20 245,55 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.4.20 Ver AK-038 Grásleppunet
Grásleppa 39 kg
Samtals 39 kg
8.4.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 2.942 kg
Ýsa 303 kg
Steinbítur 74 kg
Hlýri 11 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 3.332 kg
8.4.20 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Grásleppa 191 kg
Samtals 191 kg
8.4.20 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 3.555 kg
Samtals 3.555 kg
8.4.20 Von GK-175 Grásleppunet
Grásleppa 238 kg
Samtals 238 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.4.20 317,78 kr/kg
Þorskur, slægður 8.4.20 304,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.4.20 397,36 kr/kg
Ýsa, slægð 8.4.20 279,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.4.20 135,53 kr/kg
Ufsi, slægður 8.4.20 125,82 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 8.4.20 245,55 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.4.20 Ver AK-038 Grásleppunet
Grásleppa 39 kg
Samtals 39 kg
8.4.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 2.942 kg
Ýsa 303 kg
Steinbítur 74 kg
Hlýri 11 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 3.332 kg
8.4.20 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Grásleppa 191 kg
Samtals 191 kg
8.4.20 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 3.555 kg
Samtals 3.555 kg
8.4.20 Von GK-175 Grásleppunet
Grásleppa 238 kg
Samtals 238 kg

Skoða allar landanir »