Segir eyfirska sjómenn tryggja tekjur hver annars

Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar.
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Ljósmynd/Sjómannafélag Eyjafjarðar

Ákvörðun Samherja um að biðja áhafnir um að vera lengur um borð í skipum fyrirtækisins til þess að draga úr hættu á smiti og tryggja rekstur skipanna er tekin í góðri sátt við sjómennina sjálfa, segir Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, í samtali við 200 mílur. Formaðurinn segir að með þessu sé öllum tryggðar tekjur.

Samherji birti á vef sínum í dag bréf sem útgerðarstjóri fyrirtækisins, Kristján Vilhelmsson, hefur sent sjómönnum þar sem biðlað er til þeirra að vera lengur um borð í skipum félagsins en venja er. Í því felst að sjómenn á ísfisktogurum Samherja samþykkja að vera fimmtán til átján daga um borð í skipunum án þess að fara í land á meðan landað er, en hver túr tekur um fimm til sex daga, útskýrir Trausti.

„Þetta er eitthvað sem náðist heilt yfir góð sátt um,“ segir hann. Þá sé þetta leið sjómanna til þess að leggja sitt af mörkum til þess að styrkja rekstur Samherja og tryggja tekjur sínar. „Verða ekki allir að færa einhverjar fórnir á þessum tímum? Það er annaðhvort þetta eða að skipin þurfi að stoppa í einhvern tíma milli túra. Ég sé enga aðra leið,“ segir Trausti.

Ekki bara útvaldir með tekjur

„Menn halda tekjum en það er líklega ekki verið að veiða jafn mikið og undir venjulegum kringumstæðum, en það var líklega ekkert annað í boði,“ útskýrir hann og bætir við að það standi ekki á sjómönnum í Eyjafirði að taka á sig auka byrðir til þess að halda starfseminni gangandi.

„Þetta er bara partur af því að vera í samfélagi. Á meðan ástandið er svona þá verða allir að færa einhverjar fórnir, líka fyrir kollega sína. Með þessu eru allir með tekjur í staðinn fyrir að það verði einhverjir útvaldir. ég held það sé breið sátt um þetta.“

Hann bendir þó á að það hafi verið fækkað úr fimmtán í áhöfn í þrettán og bíður hann skýringa Samherja, en telur að líklega séu eðlilegar skýringar á því að gripið hafi verið til þess að fækka í áhöfnum skipanna.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.11.20 449,52 kr/kg
Þorskur, slægður 30.11.20 368,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.11.20 331,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.11.20 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.11.20 160,10 kr/kg
Ufsi, slægður 30.11.20 179,91 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 30.11.20 248,93 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.20 Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 Botnvarpa
Þorskur 173.108 kg
Ufsi 139.574 kg
Karfi / Gullkarfi 124.107 kg
Þorskur 102.030 kg
Þorskur 69.259 kg
Ýsa 52.582 kg
Ýsa 51.077 kg
Ufsi 47.699 kg
Gulllax / Stóri gulllax 2.902 kg
Hlýri 2.003 kg
Langa 1.613 kg
Steinbítur 1.023 kg
Blálanga 280 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 230 kg
Skarkoli 160 kg
Samtals 767.647 kg
1.12.20 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 5.783 kg
Ýsa 2.806 kg
Keila 155 kg
Skötuselur 22 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 8.791 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.11.20 449,52 kr/kg
Þorskur, slægður 30.11.20 368,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.11.20 331,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.11.20 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.11.20 160,10 kr/kg
Ufsi, slægður 30.11.20 179,91 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 30.11.20 248,93 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.20 Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 Botnvarpa
Þorskur 173.108 kg
Ufsi 139.574 kg
Karfi / Gullkarfi 124.107 kg
Þorskur 102.030 kg
Þorskur 69.259 kg
Ýsa 52.582 kg
Ýsa 51.077 kg
Ufsi 47.699 kg
Gulllax / Stóri gulllax 2.902 kg
Hlýri 2.003 kg
Langa 1.613 kg
Steinbítur 1.023 kg
Blálanga 280 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 230 kg
Skarkoli 160 kg
Samtals 767.647 kg
1.12.20 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 5.783 kg
Ýsa 2.806 kg
Keila 155 kg
Skötuselur 22 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 8.791 kg

Skoða allar landanir »