Guðni leggur ekki árar í bát

Guðni Hjörleifsson lætur ekki sóttkví stöðva sig og hefur breytt …
Guðni Hjörleifsson lætur ekki sóttkví stöðva sig og hefur breytt bílskúrnum í netaverkstæði. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Það hafa margir nú tekið með sér vinnuna heim vegna ráðstafana til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, en þetta hefur verið takmörkunum háð í tilfelli margra greina sem þurfa að vera í réttri aðstöðu til þess að sinna vinnu sinni. Hafa til að mynda tveir netamenn Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum skipst á um að mæta til vinnu í um hálfan mánuð til þess að koma í veg fyrir vinnustöðvun vegna kórónuveirunnar.

Breyting hefur þó orðið á þessu og lét Guðni Hjörleifsson, annar netamannanna, ekki aðstöðuleysi stöðva sig og hefur gripið til þess ráðs að breyta bílskúrnum í netaverkstæði og starfar nú heima, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Nennir ekki að sitja auðum höndum

„Jú, það er rétt, bílskúrinn er orðinn að netaverkstæði. Þannig er að síðastliðinn þriðjudag fór konan mín, Rósa Sveinsdóttir, í sýnatöku vegna þess að vinnufélagi hennar greindist með veiruna. Rétt þótti að ég færi einnig í sýnatöku og erum við lokuð af þar til niðurstaða berst. Ég hef að undanförnu einungis unnið annan hvern dag á netaverkstæði Bergs-Hugins og mér leist ekkert á að þurfa að hætta alfarið að vinna ef við til dæmis þyrftum að fara í langvarandi sóttkví,“ er haft eftir Guðna.

„Ég nenni bara alls ekki að sitja auðum höndum og þess vegna datt mér í hug að best væri að fá verkefni af netaverkstæðinu heim. Ég útbjó bílskúrinn og vinnufélagi minn færði mér síðan efni og verkfæri – hann skildi þetta eftir hérna fyrir framan húsið. Núna vinn ég í bílskúrnum við það að setja upp nýjan poka fyrir Vestmannaey VE og nú leiðist mér alls ekki. Og það sem meira er að nú get ég unnið hvern dag en ekki einungis annan hvern eins og á verkstæðinu. Þetta sýnir að það geta margir tekið vinnuna með sér heim. Það er allavega ekki einungis skrifstofufólk sem vinnur við tölvur sem á kost á slíku,“ segir Guðni.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »