37% færri bátar á grásleppuveiðum en í fyrra

Grásleppubáturinn Sóley ÞH-20 landar á Húsavík í dag. Veiði hefur …
Grásleppubáturinn Sóley ÞH-20 landar á Húsavík í dag. Veiði hefur gengið vel á Norðurlandi, en verð á markaði er lágt. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ágætisveiði hefur verið á grásleppuvertíðinni en áberandi er að mun færri bátar eru að veiðum nú en á vertíðinni í fyrra. Þetta hefur fleiri skýringar og er talið að slæmt veður, hækkun kostnaðar, lágt verð og kórónuveiran hafi áhrif á þátttöku í veiðunum.

Með deginum í dag nemur afli á hvern bát á grásleppuvertíðinni þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra, en heildaraflinn nemur nú 1.170 tonnum sem er um 200 tonnum minna en á sama tíma í fyrra, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur. Þá hófust grásleppuveiðar 10. mars á þessu ári en 20. mars í fyrra, en á móti kemur að veðurfarið var heldur leiðinlegt í ár sem dregur úr þeirri skekkju sem fjöldi daga sem veiðar hafa verið leyfilegar mynda, að sögn framkvæmdastjórans. „Það voru fáir sem byrjuðu á tímabilinu milli 10. og 20.“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Eggert

Sá sem mest hefur veitt hefur komið með um 43 tonn að landi, en sá sem var aflahæstur á þessum tíma í fyrra var með tæp 34 tonn, sem gerir um 28% mun milli ára. Í ár eru þrír bátar sem hafa veitt milli 30 og 40 tonnum og 15 bátar með milli 20 og 30 tonn í ár, en þeir voru tíu á þessu bili í fyrra. „Það er mun betri veiði á Langanesi og á Norðurlandi en var í fyrra. Dæmi eru um það að bátar séu með þrisvar sinnum meiri afla núna en þeir voru komnir með í fyrra. Þetta lítur alveg prýðilega út,“ segir Örn.

Verðlækkunin 21,5%

Hann segir ýmislegt hafa aftrað mönnum við að byrja og nefnir sérstaklega veður auk þess sem menn hafi viljað forðast þorskinn. „Þeir telja að það verði minni þorskur eftir því sem líður á vertíðina. Þessi veira hefur sitt að segja líka.“

Eins og staðan er í dag eru 94 bátar sem hafa byrjað veiðar en á þessum tíma í fyrra voru þeir 149, sem er tæplega 37% færri bátar. „Þetta er ekki bara að veður hefur verið slæmt. Ég held að það geti líka verið skýring að menn eru hræddir við nándina og annað slíkt. Þótt ég hafi enga vissu fyrir því þá finnst mér það ekki ósennilegt.“

Grásleppu landað.
Grásleppu landað. mbl.is/Sigurður Ægisson

Þá hefur lægra verð á fiskmörkuðum og hækkun kostnaðar við veiðar líklega haft áhrif á það hversu seint margir hafi byrjað veiðar, að mati Arnar. Vísar hann til þess að það er búið að selja svipað magn á fiskmörkuðum í ár og á sama tíma í fyrra, en meðalverð nú er um 226 krónur á kíló og var á síðasta ári 288 krónur sem gerir lækkunina 21,5%. „Við vonum að þetta fari að hækka eitthvað og hefði átt að hækka þegar gengið er að lækka, en það er ekki nægilegt. […] Ég hef áhyggjur af því að það verða kannski ekki nægilega margir sem munu fara til veiða,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »