Of lítið vitað um göngur makrílsins

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir mikinn óstöðugleika í …
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir mikinn óstöðugleika í stofnmati makríls og of fátt vitað um göngur hans. Ljósmynd/Aðsend

Aðeins 51% af þeim makríl sem veiddur var í síðustu vertíð var úr íslenskri lögsögu og nam heildaraflinn um 128 þúsund tonnum. Það að minni makríll hafi veiðst í lögsögunni hefur vakið spurningar um það hvort fiskurinn sem skyndilega kom í miklu magni í íslenska lögsögu sé nú að fara úr henni.

„Við höfum séð það í rannsóknarleiðangrum, sem við höfum farið í júlí á hverju ári síðan 2010, að minna hefur gegnið af makríl vestur í íslenska og grænslenska lögsögu. Fyrir tímabilið 2010-2019 þá mældist hlutfallslega mest af makríl í íslenskri landhelgi árin 2015-2017 en minnkað svo snögglega um u.þ.b. helming 2018 og var svipað 2019. Minnkað magn makríls var sérstaklega fyrir vestan land og í grænlenskri lögsögi, það var mjög lítið af fisk þar 2019.

En ef við tökum meðfram suðurströndinni og á landgrunnsbrúninni fyrir sunnan land þá var svipað magn þar 2019 og hefur verið árin á undan. Þetta svæði er það svæði þar sem makríllinn gekk in fyrst þegar hann hóf göngu inn í lögsöguna upp úr 2007. Þetta er búið að vera aðalsvæðið, með mesta þéttleikan af makríl öll þessi ár og það hélst,“ segir Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur á uppsjávarsviði hjá Hafrannsóknastofnun.

Kom á óvart

Hún segir í raun ekkert liggja fyrir sem skýrir hvers vegna breytingarnar eru að eiga sér stað. „Við vitum það ekki. Það kom okkur vísindamönnunum sem vinnum í þessu á óvart, við bjuggumst ekki við þessu. Og það er ekkert nýtt í umhverfinu eins og lækkandi hitastig sjávar sem útskýrir þetta. Samkvæmt núverandi stofnmati hefur stofninn aðeins verið að minnka undanfarin ár, en það hefur ekki verið umfangsmikil minnkun, 9% minnkun frá 2017 til 2018 en síðan 6% aukning frá 2017 til 2019.“

Makríll borinn á land. Mynd úr safni.
Makríll borinn á land. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finsson

„En vegna þess að þetta kom svona mikið á óvart þá er verið að hefja umfangsmikið fjölþjóðarannsóknaverkefni sem snýr aðallega að því að skilja breytingar á sumarútbreiðslu makríls undanfarinn áratug. Hvers vegna gengur umtalsverður hluti stofnsins sum ár í vesturátt meðfram suðurströnd Íslands og upp að austurstönd Grænlands og en önnur ár mjög lítill hluti? Norðmenn eru búnir að setja talsverða fjármuni í þetta verkefni og bjóða þjóðunum í kring að taka þátt í þessu með sér. Við (Hafrannsóknastofnun) verðum þar meðal annars og hefst þetta verkefni í september 2020.“

Í þessu verkefni stefna vísindamenn að því að sannreyna ýmsar tilgátur um sumarútbreiðslu, um hvaða þættir hafa áhrif á sumarútbreiðslu makríls, hvort farhegðun makrílsins sé lærð, eins og í tilfelli síldarinnar þar sem árgangar ganga endurtekið á svipað sumarfæðusvæði, eða hvort þetta sé eitthvað tengt því hvar og hvenær hann hrygnir,“ útskýrir Anna.

Erfitt að fullyrða um ofveiði

„Þetta verður mjög spennandi. Þetta er ekki bara hitastigið á fæðusvæði heldur er þetta eitthvað flóknara. Við skiljum ekki hvernig hann bregst við umhverfinu og hvernig hann tekur ákvarðanir um farleiðir eftir að hrygningu líkur á landgrunnsbrúninni fyrir vestan Írland og stundum sunnar.“

Spurð hvort það sé hætta á því að stofninn sé ofveiddur sökum þess að veitt magn strandríkjanna er umfram ráðgjöf, svarar hún að talsverð vandamál hafa tengst stofnmatinu undanfarin ár sem valda óstöðugleika í stofnmatinu. Ástæðan fyrir óstöðugu stofnmati er sú að það séu fimm gagnaraðir sem fara inn í stofnmatslíkanið og þær eru allar stuttar og segja mismumandi hluti um þróun stofnsins.

„Sumar gagnaraðir segja að hann sé að minnka, aðrar að hann sé að stækka og sumar sem segja að hann sé alltaf jafn. Ef maður tekur stuttar gagnaraðir sem gefa mismunandi vísbendingar og setur það inn í eitt líkan, í hvert skipti sem það bætist við eitt ár í gagnaröðina getur vægi gagnanna breyst og þá getur útkoma líkansins breyst mikið. Þess vegna geta niðurstöður stofnmats sveiflast mikið á milli ára. Það er mikill óstöðugleiki í stofnmatinu.“

Makríllinn hefur skipað verulegan sess í vinnslum landsins frá því …
Makríllinn hefur skipað verulegan sess í vinnslum landsins frá því hann fór að veiðast í miklu magni við Íslandsstrendur. Ljósmynd/HB Grandi

Bendir hún á sem dæmi að fyrst stofnmatið fyrir 2019 mælti með 318 þúsund tonn aflamarki, en með lítilli breytingu á því hvernig gögnin eru notuð í líkaninu varð niðurstaðan að aflamark 2019 hækkaði í 770 þúsund tonn. Aflamarkið fyrir 2020 er 922 þúsund tonn. „Það er óhætt að segja að þetta að þetta er óstöðugt stofnmat. Þegar stofnmatið er svona óstöðugt ættum við að fara varlega í allri umræðu um ofveiði en á sama tíma verðum við að muna það að sjálfbært nýting auðlinda hafsins er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum og mikilvægast markmið okkar vinnu,“ segir Anna.

Unnið að umbótum

„Vegna þessa stofnmatsvanda kallaði ICES (Alþjóða hafrannsóknaráðið) saman vísindamenn, fulltrúa sjávarútvegsins og yfirvalda frá öllum Evrópuríkjum sem taka þátt í makrílveiðum vorið 2019. Það var stofnaður vinnuhópur sem ICES sér um og við höfum hist til þess að ræða óstöðugleika stofnmatsins, og hvað allir aðila geti gert til að laga stofnmatið.

Þetta er mjög góð þróun, því þetta er vandamál sem hvorki ein rannsóknastofnun né ein þjóð leysir þar sem útbeiðslusvæði makríls og fjöldi landa sem tekur þátt í makríllveiðum krefst þátttöku fjölbreytts alþjóðlegs hópar. Hópurinn hefur sett fram ýmsar hugmyndir um aukna gagnasöfnun og gagnúrvinnslu þar sem fiskiskip leika stór hlutverk eins í auknum rannsóknum bæði með sýnasöfnum og með rannsóknaleiðangri hönnuðum fyrir fiskiskip. Einnig er verið að ræða möguleika á að stækka rannsóknasvæði núverandi makrílleiðangurs í suðarátt og að þróa rannsóknaleiðangur þar sem bergmálstækni er notuð til að mæla magn makríls að vetrarlagi.“

Anna segir unnið að því að gera umbætur í þeim tilgangi að auka áreiðanleika stofnmatsins. „Hvert einasta ár sem bætist við gagnaraðirnar gera þær lengir og þá verður líkanið stöðugra. Tíminn vinnur með okkur. Við þurfum að rýna betur í sumar gögnaseríur sem við höfum. Svo eru það nýir leiðangrar, hvort það hjálpi að fara í bergmálsleiðangra yfir veturna þegar makríllinn er í vetrardvala og hvort það gefi árleiðanleg mælingu af stærð stofnsins. Það þarf að skoða margt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.9.21 426,06 kr/kg
Þorskur, slægður 17.9.21 468,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.9.21 350,15 kr/kg
Ýsa, slægð 17.9.21 328,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.9.21 182,29 kr/kg
Ufsi, slægður 17.9.21 197,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 17.9.21 421,22 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.21 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.9.21 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Steinbítur 475 kg
Þorskur 286 kg
Keila 181 kg
Gullkarfi 6 kg
Samtals 948 kg
17.9.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Keila 181 kg
Þorskur 178 kg
Steinbítur 93 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 458 kg
17.9.21 Egill ÍS-077 Dragnót
Þorskur 10.577 kg
Ýsa 2.149 kg
Steinbítur 50 kg
Samtals 12.776 kg
17.9.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Steinbítur 328 kg
Þorskur 226 kg
Langa 59 kg
Ýsa 27 kg
Hlýri 20 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 6 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 684 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.9.21 426,06 kr/kg
Þorskur, slægður 17.9.21 468,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.9.21 350,15 kr/kg
Ýsa, slægð 17.9.21 328,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.9.21 182,29 kr/kg
Ufsi, slægður 17.9.21 197,86 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 17.9.21 421,22 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.21 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.9.21 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Steinbítur 475 kg
Þorskur 286 kg
Keila 181 kg
Gullkarfi 6 kg
Samtals 948 kg
17.9.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Keila 181 kg
Þorskur 178 kg
Steinbítur 93 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 458 kg
17.9.21 Egill ÍS-077 Dragnót
Þorskur 10.577 kg
Ýsa 2.149 kg
Steinbítur 50 kg
Samtals 12.776 kg
17.9.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Steinbítur 328 kg
Þorskur 226 kg
Langa 59 kg
Ýsa 27 kg
Hlýri 20 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 6 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 684 kg

Skoða allar landanir »