Aukin áhersla á söltun eins og stendur

„Fyrsta breytingin sem við urðum vör við, strax í byrjun …
„Fyrsta breytingin sem við urðum vör við, strax í byrjun árs, var að gámaflutningar til Asíu urðu dýrari,“ segir Andrea Elín Atladóttir, fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Þegar blaðamaður nær tali af Andreu Elínu Atladóttur, fjármálastjóra Vinnslustöðvarinnar, er mannlífið í Vestmannaeyjum hér um bil lagst í nokkurs konar vetrardvala enda tæplega 600 af 4.000 íbúum bæjarfélagsins í sóttkví. „Fyrirtækið hefur sloppið furðuvel, miðað við þessar tölur, og af 300 starfsmönnum eru aðeins sjö í sóttkví og tveir sem hafa greinst með kórónuveirusmit. Við höfum því ekki átt í miklum vanda með að halda rekstrinum gangandi, þótt starfsemin gangi hægar fyrir sig en venjulega,“ segir Andrea en snemma var gripið til nauðsynlegra ráðstafana hjá fyrirtækinu, í samráði við sóttvarnalækni Suðurlands, og vinnunni núna hagað með þeim hætti að smithættu er haldið í lágmarki.

Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Fram undan eru krefjandi tímar fyrir íslenskan sjávarútveg enda markaðir í uppnámi og flutningar sömuleiðis. Vonandi hjálpar það Vinnslustöðinni við þessar aðstæður að rekstur félagsins er mjög fjölbreyttur og viðskiptavinirnir dreifðir um allan heim. „Við erum í öllu nema rækju, með vinnslu í Portúgal og söluskrifstofur í fimm löndum,“ útskýrir Andrea en reksturinn skiptist nokkurn veginn jafnt á milli uppsjávartegunda og bolfisktegunda.

Hefur Vinnslustöðin haft sterka stöðu í Evrópu, sótt í auknum mæli inn á Asíu og helst að Norður-Ameríkumarkaði hafi verið takmarkað sinnt. Segir Andrea að um leið og mikillar óvissu tók að gæta og kaupendur byrjuðu að halda að sér höndum hafi Vinnslustöðin lagt meiri áherslu á söltun. „Við búum að góðum viðskiptasamböndum í Portúgal og hefur ekki dregið úr eftirspurn eftir saltfiski þar, enn sem komið er. Söltunin veitir okkur líka ákveðið svigrúm enda hefur saltfiskur langt geymsluþol.“

Flutningaleiðum haldið opnum

Segir Andrea það ljós í myrkrinu að þó svo að þjóðir um allan heim hafi þurft að grípa til róttækra smitvarnaaðgerða og t.d. lokað á farþegaflug að mestu eða öllu leyti hafi þess verið gætt að raska flutningi matvæla eins lítið og kostur er. „Það var á tímabili óvissa um sendingu sem var á leið frá okkur með gámaskipi til Kína, en þegar á hólminn var komið gekk afgreiðsla vandræðalaust fyrir sig, og leggja ríkisstjórnir um allan heim áherslu á að matvæli haldi áfram að berast.“

Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Andrea er bæði bjartsýn og jákvæð og reynir að koma auga á tækifærin í stöðunni. Hana grunar að það muni t.d. skapa íslenskum sjávarútvegi ný tækifæri ef veirufaraldurinn verður til þess að neytendur munu eftirleiðis gera enn ríkari kröfur um heilnæmi og öryggi þeirrar fæðu sem þeir kaupa. Á móti gæti það verið töluverð áskorun ef skammvinn eða löng efnahagslægð á öllum helstu mörkuðum verður til þess að heimilin þurfa að halda fast um pyngjuna. „Íslenskur fiskur er jú hágæðavara og á að vera verðlagður sem slíkur í samanburði við staðkvæmdarvörur.“

Njóta ekki enn góðs af lækkuðu olíuverði

Fleira spilar inn í þegar horfur næstu mánaða eru metnar. Þannig hafa sumir sérfræðingar bent á að mikil lækkun olíuverðs kunni að breyta þeim forsendum sem hingað til hafa mótað útflutning á fiski, fyrir utan að það kemur sér vel fyrir útgerðirnar að eldsneytiskostnaður skipanna lækki. Hafa markaðsgreinendur jafnvel spáð því að olíufatið kunni að fara undir 10 dali en lægra olíuverð ætti að fjæra fjarlægustu markaði nær íslenskum seljendum.

„Fyrsta breytingin sem við urðum vör við, strax í byrjun árs, var að gámaflutningar til Asíu urðu dýrari og kann að hafa stafað af einhvers konar áhættuálagi vegna óvissu um ástandið við komuna á áfangastað. Höfum við ekki enn orðið þess vör að lægra olíuverð sé að skila sér beint í budduna okkar,“ segir Andrea.

Viðtalið við Andreu var fyrst birt í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, 7. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,50 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,65 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,50 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,65 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »