Vilja auka hvalveiðar í þágu vistkerfisins

Øyvind A. Haram, samskiptastjóri samtaka norskra sjávarfangsfyrirtækja, segir að hrefnuveiðar …
Øyvind A. Haram, samskiptastjóri samtaka norskra sjávarfangsfyrirtækja, segir að hrefnuveiðar séu mikilvægur þáttur í að halda jafnvægi í vistkerfi hafsins. Ljósmynd/Aðsend

„Ef það á að taka nokkuð úr hafinu verður að hugsa heildstætt hvað varðar alla fæðukeðjuna,“ segir Øyvind A. Haram, samskiptastjóri samtaka norskra sjávarfangsfyrirtækja (Sjømat Norge), í samtali við 200 mílur. En samtökin hafa í umsögn til norsku fiskistofunnar (Fiskeridirektoratet) við breytingu norskra reglugerða um hvalveiðar sagt sjálfbærar hrefnuveiðar mikilvægan þátt í stjórnun vistkerfi hafsins og hvetja samtökin til aukinna veiða.

„Það er augljóst að hvölum hefur fjölgað í kjölfar þess að þeir hafa í auknum mæli verið friðaðir. Það segja vísindamennirnir og sjómennirnir líka, enda sjá þeir það með eigin augum,“ segir hann og bendir á að norskir vísindamenn hafa ráðlagt útgáfu veiðiheimilda sem nema um 1.200 hrefnur, en færri en 500 dýr hafa verið veidd í Noregi.

Telja samtökin of litla veiði geta valdið vandamálum fyrir lífríkið í hafinu vegna afráns og hvetja þau norsk stjórnvöld til þess að leita leiða til þess að auka nýliðun í greininni. „Tölurnar sýna að það er möguleiki að halda úti sjálfbærum veiðum á hrefnu. Og ef maður veiðir ekki hval verða til vandamál fyrir aðrar tegundir. Hrefnan þarf töluvert af fæðu úr hafinu,“ segir Haram sem segir mikilvægt að veiðar séu stundaðar á grunni vísindalegra gagna. „Ef það er lítið um hvali í hafinu á ekki að veiða þá.“

Hann viðurkennir að ekki sé nákvæm tala til um umfang afráns hvala og að þörf sé á frekari rannsóknum á því sviði. „Það hefur verið gefið í skyn, af hálfu vísindamanna, að um er að ræða töluvert mikið magn. Það er alveg ljóst að þegar hvölum fjölgar þá borða þeir aðrar tegundir í hafinu og það getur á endamum komið niður á sjómönnum.“

Aukin neysla til að halda jafnvægi

Haram segir að í auknum mæli sé bent á hafið sem tækifæri til matvælaframleiðslu til framtíðar, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn, samtök eða aðra. „Það er mjög lítið hlutfall af því sem við á jörðinni borðum sem kemur úr hafinu. Við notum gríðarleg landsvæði til þess að rækta mat og það er ljóst að það verður lögð aukin áhersla á hafið, tækifærin í hafinu, og þá verður nýtingin að vera sjálfbær. Þá er alveg eðlilegt að líta til þess að hvalur er eitt af því sem syndir um hafið. Við munum þurfa að borða meira af því sem er neðar í fæðukeðjunni og munum þurfa að borða meiri hval samhliða því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »