Samherji borar þrjár sjóholur í Grindavík

Framkvæmdir vegna stækkun fiskeldisstöðvar Samherja í Grindavík eru langt á …
Framkvæmdir vegna stækkun fiskeldisstöðvar Samherja í Grindavík eru langt á veg komnar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir við stækkun fiskeldisstöðvar Samherja á Stað í Grindavík eru nú í fullum gangi og er verið að bora í þrjár nýjar sjóholur í hrauninu við stöðina, að því er segir á vef Samherja.

Þar segir að að um sé að ræða töluverða fjárfestingu til að auka afkastagetu stöðvarinnar og er það í takt við rekstrarleyfið sem Matvælastofnun veitti stöðinni í desember, en það fól í sér heimild til 3.000 tonna seiða- og matfiskeldi á laxi og bleikju. Var þetta stækkun úr 1.600 tonnum í fyrra leyfi. Auk þess er Samherji fiskeldi ehf. með 1600 tonna leyfi að Vatnsleysu.

4.000 tonn þegar framkvæmdum lýkur

Á Stað við Grindavík starfrækir Samherji bæði seiðastöð og áframeldi fyrir bleikju og eru sjóholurnar gerðar í þeim tilgangi að tryggja betur vatnsbúskapinn eftir stækkanir síðustu ára og undirbúa næsta áfanga stækkunar, að því er segir á vef fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að fiskeldið á Suðurnesjum muni geta framleitt tæplega 4.000 tonn af bleikju þegar framkvæmdum lýkur, að sögn Hjalta Bogasonar, rekstrarstjóra Samherja fiskeldis.

Hjalti Bogason, rekstrarstjóri Samherja fiskeldi ehf.
Hjalti Bogason, rekstrarstjóri Samherja fiskeldi ehf. Ljósmynd/Samherji

Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í júní og segir á vef fyrirtækisins að þær séu langt á veg komnar þrátt fyrir breyttu vinnulagi vegna kórónuveirufaraldursins.

„Þetta mun auka afkastagetu fiskeldisstöðvarinnar umtalsvert en þetta er mikið vatnsmagn sem við erum að dæla. Þegar framkvæmdum lýkur mun stöðin geta dælt tveimur og hálfum rúmmetra af vatni á sekúndu,“ segir Hjalti.

Stærsti framleiðandinn á heimsvísu

Fram kemur að kviðpokaseiði eru flutt í seiðastöðina frá klakstöð fyrirtækisins að Núpum í Ölfusi. Seiðin eru síðan alin í seiðastöðinni í 10 til 12 mánuði eða þangað til þau hafa náð 100 grömmum að stærð. Þá eru þau flutt úr seiðastöðinni yfir í áframeldið sem er utandyra í kerum á landi. Þegar fiskur nær tilskilinni stærð er hann svo fluttur lifandi í sérútbúnum tankbílum til slátrunar og vinnslu í Sandgerði.

Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með um 3.800 tonn árlega en það er tæplega helmingur allrar eldisbleikju sem er framleidd á heimsvísu.

Jarðboranir á svæðinu vegna gerð sjóholu.
Jarðboranir á svæðinu vegna gerð sjóholu. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.21 458,04 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.21 426,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.21 362,74 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.21 322,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.21 109,05 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.21 228,67 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.21 384,70 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.21 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.099 kg
Gullkarfi 475 kg
Keila 122 kg
Hlýri 92 kg
Ufsi 24 kg
Samtals 1.812 kg
24.9.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 2.030 kg
Ýsa 1.407 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 3.472 kg
24.9.21 Hákon EA-148 Flotvarpa
Síld 667.594 kg
Makríll 22.996 kg
Samtals 690.590 kg
24.9.21 Særif SH-025 Lína
Þorskur 1.907 kg
Gullkarfi 344 kg
Keila 152 kg
Hlýri 70 kg
Steinbítur 50 kg
Ufsi 7 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 2.532 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.21 458,04 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.21 426,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.21 362,74 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.21 322,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.21 109,05 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.21 228,67 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.21 384,70 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.9.21 261,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.21 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.099 kg
Gullkarfi 475 kg
Keila 122 kg
Hlýri 92 kg
Ufsi 24 kg
Samtals 1.812 kg
24.9.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 2.030 kg
Ýsa 1.407 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 3.472 kg
24.9.21 Hákon EA-148 Flotvarpa
Síld 667.594 kg
Makríll 22.996 kg
Samtals 690.590 kg
24.9.21 Særif SH-025 Lína
Þorskur 1.907 kg
Gullkarfi 344 kg
Keila 152 kg
Hlýri 70 kg
Steinbítur 50 kg
Ufsi 7 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 2.532 kg

Skoða allar landanir »