Þrívíddartækni sjávarútvegssýningu til bjargar

Þann 10. mars tilkynnti Diversified Communications að sjávarútvegssýningunni Global Seafood Expo í Brussel, sem átti að fara fram 21. til 23. apríl, yrði frestað. Þangað hafa mætt um tvö þúsund sýningaraðilar frá 85 ríkjum og þrjátíu þúsund gestir á ári hverju og hefur sýningin verið fastur liður í kynningarstarfi Marels um árabil.

En neyðin kennir naktri konu að spinna, eins og sagt er, og hefur frestun sýningarinnar í Brussel leitt til þess að Marel leitaði nýrra leiða til þess að tengjast viðskiptavinum sínum og kynna fyrir þeim lausnir sínar. Þannig varð heimsfaraldurinn til þess að Marel setti upp Marel Live Virtual Fish Expo, dagana sem Brussel-sýningin átti að fara fram. Í ljósi aðstæðna fór þessi viðburður að sjálfsögðu fram á netinu, nánar tiltekið á forritinu Micosoft Teams. Á móti kemur að internetið breytir því ekki að viðskiptavinir alþjóðlegs fyrirtækis eru ekki allir á sama tímabelti og var því gripið til þess ráðs að halda viðburðinn fjórum sinnum til að gera fólki í Asíu, Ástralíu og Bandaríkjunum kleift að fylgjast með á dagvinnutíma. Fyrsti viðburðurinn fór fram í gær klukkan átta að morgni og annar klukkan þrjú síðdegis, en sama dagskrá fer fram í dag.

Það er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar og höfðu á fimmta hundrað gesta skráð sig til þátttöku.

Myndveri var komið upp til þess að halda sjávarútvegssýningu Marel …
Myndveri var komið upp til þess að halda sjávarútvegssýningu Marel á netinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bás í sýndarveruleika

Á sýningunni hefur ekki aðeins verið hægt að hlusta á fulltrúa Marel og samstarfsaðilans Curio kynna helstu nýjungar sínar, heldur hafa gestir einnig fengið tækifæri til þess að spyrja spurninga sem svarað er af sjö fulltrúum Marels sem starfa á mismunandi stöðum í heiminum.

Einn ómissandi hluti þess að mæta á sýningar hefur verið að skoða tækin og lausnirnar með beinum hætti og hefur verið haldið í þá hefð, en að þessu sinni var gestum gert kleift að sjá tækin á sýningarbás Marels í rafrænu þrívíddarrými sem hefur verið sett upp með nákvæmlega sama hætti og fyrirtækið hugðist gera á sýningunni í Brussel. Viðskiptavinir fá síðan aðgang að sýningarbásnum eftir kynninguna í sérhönnuðu forriti þar sem þeir geta skoðað nánar hverja vél eftir sínum hentugleika. Á sýningum fara einnig fram fundir milli seljenda og kaupenda og hefur gestum verið gefinn kostur á að funda með fulltrúum Marels gegnum Skype- eða Teams-forritin í kjölfar viðburðanna.

Viðbót til framtíðar

„Við höfum nýtt okkur tæknina með þessum hætti til þess að eiga í samskiptum við viðskiptavini okkar en við höfum ekki gert það á þessari stærðargráðu áður. Hugsanlega hefur verið til staðar ákveðin hræðsla við að hrinda þessu í framkvæmd þar sem ekki hefur verið öruggt hverjar viðtökurnar yrðu eða hvort þetta myndi skila tilætluðum árangri. Hins vegar hefur staðan nú orðið sú að fyrirtæki hafa ekki haft annan kost en að nýta sér tæknina,“ segir Bergur Guðmundsson, forstöðumaður hvítfisksviðs hjá Marel.

Fulltrúar Marels svöruðu spurningum þátttakenda.
Fulltrúar Marels svöruðu spurningum þátttakenda. Kristinn Magnússon

Hann telur margvíslega kosti fylgja því að nýta netið og sýndarveruleika í auknum mæli í samskiptum við viðskiptavini þar sem það sparar tíma beggja aðila, „ekki síst þeirra sem hefðu annars þurft að ferðast milli staða“. Bendir hann sérstaklega á þrívíddarteikningar sem hægt er að setja upp í sýndarveruleika til þess að sýna viðskiptavinum hvað er mögulegt. Þá sé hægt að setja inn ýmsar breytur í kerfið sem muni sýna í rauntíma hvernig uppsetningin mun virka og hvernig afköst aukast.

„Það er hins vegar þannig að ekkert kemur í stað fundar þar sem fólk hittist augliti til auglits,“ svarar Bergur þegar hann er spurður hvort líklegt sé að þessi nýting tækninnar sé líkleg til þess að skipa varanlegan sess í kynningar- og markaðsstarfi framtíðarinnar. Þá séu allar líkur á því að þegar áhrif faraldursins fari að dvína verði aftur farið að vera á sýningum og vera í hefðbundnu markaðsstarfi, en ljóst sé að þessi aðferð verði til framtíðar viðbót við hefðbundna starfsemi. Vísar hann sérstaklega til þess möguleika að vera í beinum samskiptum við viðskiptavini í verkefnum sem eru lengi í bígerð og krefjast tíðra funda.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »