Segir Hæstarétt hafa brugðist þjóðinni

Það þótti mikill fengur að makríll kom í lögsöguna á …
Það þótti mikill fengur að makríll kom í lögsöguna á sínum tíma. Fyrrverandi ráðherra segist hafa staðið rétt að ráðstöfun aflaheimilda þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt gegn ríkinu málinu. Morgunblaðið/ Börkur Kjartansson

„Það er mín skoðun að Hæstiréttur hafi brugðist þjóðinni í þessu máli og gengið í lið með einstökum „kvótagreifum“ og dæmt gegn þeirri lagagrein sem honum bar fyrst og fremst að horfa til,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um makríldóma Hæstaréttar og skaðabótamál sjö útgerða á hendur íslenska ríkinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Fimm útgerðanna hafa fallið frá skaðabótamálinu.

Jón vísar með orðum sínum til fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Hann segir að eftir komu makrílsins í íslenska lögsögu hafi verið „ákveðið að skipta veiðiheimildum í makríl á útgerðarflokka, þannig að stóru uppsjávarskipin sem höfðu eingöngu veitt til bræðslu fengju áfram svipað magn og þau höfðu veitt árið á undan en auknum heildarafla var deilt út á frystitogara, ísfiskskip, smábáta og línubáta. Jafnframt var sett ströng skylda um manneldisvinnslu á allan makríl, sem stórjók verðmæti aflans og skapaði fjölda mikilvægra starfa í fiskvinnslum vítt og breitt um landið.“

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.

Þá hafi verið talið að ákvarðanir ráðherra hafi verið lögmætar þar sem um nýjan fiskistofn hafi verið að ræða. Telur Jón að ákvarðanir hans í embætti ráðherra, bæði hvað varðar makrílinn og aðra þætti svo sem strandveiðar, „hafi átt drjúgan þátt í því að leiða þjóðina út úr þrengingum fjármálahrunsins“.

Deilt á mörgum vígstöðvum

Samhliða því að rekja makríldóminn víkur Jón meðal annars að makríldeilunni við Evrópusambandið og þeim deilum sem um málið virðast hafa verið innan ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2011.

„Vinna við ESB-umsóknina var á fullri ferð þessi ár og allir vissu um mína afstöðu í þeim málum. Við stóðum auk þess í harðvítugum deilum við ESB um rétt okkar til makrílveiðanna. ESB afneitaði öllum rétti okkar í þeim efnum og lét afar dólgslega, hótaði ítrekað að stöðva aðildarviðræðurnar við ESB ef við hættum ekki makrílveiðunum. Fætur forsætisráðherra og fleiri vildu bogna undan þeim hótunum.

 Það verður að segjast hér hreint út að hvorki þær útgerðir, sem síðar höfðuðu mál og kröfðust tuga milljarða í bætur vegna veiðiheimilda í makríl, né aðrir, hefðu fengið marga brönduna ef ESB-aðildarsinnar í ríkisstjórnarflokkunum hefðu fengið að ráða. Það er köld staðreynd. ESB hélt því fram, alveg eins og stóru bræðsluútgerðirnar, að bandalagið ætti allan makríl sem synti meðfram Íslandsströndum. Hótanir ESB voru afar grófar og vöktu það mikinn ugg að fulltrúar LÍÚ komu á fund ráðherra og báðu hann að slaka á kröfunum í makríldeilunni ef það mætti friða ESB. Þá hafði ESB hótað viðskiptastríði og löndunarbanni á íslenskan fisk sem það lét koma til framkvæmda á Færeyingum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.21 269,35 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.21 308,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.21 264,98 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.21 285,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.21 90,25 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.21 151,31 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 26.2.21 198,34 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.943 kg
Steinbítur 2.286 kg
Ýsa 427 kg
Samtals 10.656 kg
26.2.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 273 kg
Hlýri 36 kg
Langa 21 kg
Þorskur 20 kg
Samtals 350 kg
26.2.21 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 3.295 kg
Samtals 3.295 kg
26.2.21 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 3.823 kg
Samtals 3.823 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.2.21 269,35 kr/kg
Þorskur, slægður 26.2.21 308,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.2.21 264,98 kr/kg
Ýsa, slægð 26.2.21 285,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.2.21 90,25 kr/kg
Ufsi, slægður 26.2.21 151,31 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 26.2.21 198,34 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.21 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.943 kg
Steinbítur 2.286 kg
Ýsa 427 kg
Samtals 10.656 kg
26.2.21 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 273 kg
Hlýri 36 kg
Langa 21 kg
Þorskur 20 kg
Samtals 350 kg
26.2.21 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 3.295 kg
Samtals 3.295 kg
26.2.21 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 3.823 kg
Samtals 3.823 kg

Skoða allar landanir »