Lokanir hafa áhrif á veigamikla útflutningsvöru

Ferskur þorskur hefur verið sífellt mikilvægari útflutningsvara og nam verðmæti …
Ferskur þorskur hefur verið sífellt mikilvægari útflutningsvara og nam verðmæti hanns 39,4 milljörðum árið 2018. Nú hefur dregið verulega úr eftirspurn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert það að verkum að veitingastaðir, kaffihús og aðrir samkomustaðir sem bjóða veitingar í Evrópu hafa þurft að loka og eru þeir stærstu kaupendur ferskra sjávarafurða frá Íslandi, en utflutningsverðmæti ferskra afurða hefur vaxið mjög á undanförnum árum.

Ferskar afurðir hafa í gegnum árin orðið stærri hluti af útflutningi íslenskra sjávarafurða og er bent á að heildarútflutningsverðmæti ferskra afurða nam 60,3 milljörðum króna árið 2018. Þar af stóð ferskur þorskur fyrir 39,4 milljörðum króna eða 65% af útflutningi ferskra afurða, að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans.

„Vægi fersks þorsks frá landinu hefur vaxið á síðustu árum og má líklegast rekja það að mestu leyti til þess að afurðaverð á hvert kílógramm er hærra en t.d. af frystum eða söltuðum afurðum. Árið 2011 var vægi fersks þorsks um 18,5% af heildarmagni af útfluttum þorski. Næstu ár jókst þetta hlutfall og fór yfir 30% í fyrsta skiptið árið 2018 en það ár mældist hlutfallið 30,5%. Þessi þróun var aðallega á kostnað saltaðra afurða en á milli þessara ára fór vægi saltaðra afurða úr 28,9% niður í 18,5%.“

Frakkland stærsti markaðurinn

Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir ferskan þorsk frá Íslandi og myndaðist 43%, eða 17,2 milljarðar króna, af heildarútflutningstekjum af ferskum þorski við sölu þangað árið 2018. Þá mynduðust næstmesta útflutningsverðmætið við útflutning til Bandaríkjanna en þau námu 7,9 milljarða króna eða 20% af heildarverðmætinu. Þar á eftir kom Belgía með 4,2 milljarða eða tæplega 11%.

Fram kemur að 77% af ferskum þorski hafi farið til Evrópu „og því hefur lokun veitingastaða í Evrópu komið hart niður á útflutningi á ferskum þorski.“

Kaupendur á ferskum þorski í Bretlandi greiddu að meðaltali 591 krónu á kíló á tímabilinu 2016 til 2018 en þrír stærstu markaðir afurðarinnar í Evrópu greiddu á bilinu 1.068 krónur til 1.281 krónu á tímabilinu. „Ástæðan fyrir þessu liggur að hluta til í því að hluti af fisknum er áframsendur frá Bretlandi til meginlands Evrópu og er þá að einhverju leyti búið að vinna fiskinn frekar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,06 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,06 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »