Eitt kíló af ensímum á við tonn af fiski

„Það viðhorf er ríkjandi innan greinarinnar að það sé sameiginlegt …
„Það viðhorf er ríkjandi innan greinarinnar að það sé sameiginlegt markmið okkar allra, fyrir hönd íslensks sjávarútvegs, að slá öllum keppinautum við,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Magnússon

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa þurft að laga sig með hraði að breyttum markaðsaðstæðum vegna kórónuveirufaraldursins. Óhætt er að segja að greinin stendur frammi fyrir mikilli áskorun, en um leið er augljóst að hátt tæknistig og nýsköpun veitir sjávarútveginum meiri aðlögunarhæfni, og svigrúm til að gera alls kyns breytingar á veiðum, vinnslu og flutningum í takt við það sem markaðurinn kallar á. Blasir við að ef sjávarútvegsfyrirtækin væru í dag stödd á sama stað og þau voru t.d. fyrir 20 árum væri langtum erfiðara að að fást við eftirköst veirufaraldursins.

Fáir hafa lagt meira af mörkum til rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi en Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og prófessor við Háskóla Íslands. Sigurjón verður sjötugur í maí og ekki úr vegi á þessum tímamótum, og í ljósi ástandsins í greininni, að líta bæði yfir árangur undanfarinna áratuga og eins hverjar horfurnar eru í rannsóknum og nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi á komandi árum og áratugum.

Sigurjón segir ekki fara á milli mála að greinin sé sterk, og að hún standi vel að vígi til að glíma við afleiðingar veirufaraldursins: „Styrkleiki greinarinnar byggist á nokkrum þáttum, s.s. þeirri þekkingaruppbyggingu sem hefur átt sér stað, hve mikið er af vel menntuðu fólki í sjávarútveginum, og hvað fyrirtækin og vísindasamfélagið hafa verið dugleg að vinna saman. Það viðhorf er ríkjandi innan greinarinnar að það sé sameiginlegt markmið okkar allra, fyrir hönd íslensks sjávarútvegs, að slá öllum keppinautum við.“

Bara á síðastliðnum áratug, eða svo, hafa verið tekin risastór skref í átt að bættri vinnslutækni og framleiðslu nýrra verðmæta úr sjávarfangi s.s. með fullkomnum vatnsskurðarlausnum, ofurkælingu, og vinnslu ensíma og alls kyns fæðubótarefna og lækningavara úr hliðarafurðum. Var áberandi í kjölfar bankahruns að mikill metnaður var í fólki um að hlúa að rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi og birtist m.a. í því að stöndugri fyrirtækin í greininni lögðu í miklar fjárfestingar í nýrri tækni og nýjum fyrirtækjum, og framboð ýmiss konar styrkja var með besta móti s.s. í gegnum AVS-sjóðinn sem helgaður er nýsköpun í sjávarútvegi. Undanfarin ár virðist samt eins og greinin hafi hægt ögn ferðina og fyrirtækin farið varlegar í fjárfestingar. Sigurjón segir skýringuna mögulega að fjárhagslegt svigrúm greinarinnar til fjárfestinga hafi minnkað, og þá hafi ekki hjálpað að framlög hins opinbera til AVS hafa helmingast.

Má skapa enn meiri verðmæti

Það er áhyggjuefni ef rannsóknum og nýsköpun er ekki sinnt sem skyldi enda tækifærin til verðmætasköpunar næstum því óþrjótandi. Sigurjón minnir á að framfarir í meðhöndlun og vinnslu á fiski hafi orðið til þess að nærri fjórfalt meira fæst í dag fyrir hvert kíló af bolfiski sem dregið er úr sjó en fékkst fyrir þremur áratugum. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Sigurjón um möguleikana. „Nú þegar má t.d. sjá mjög spennandi tækifæri í bættum aðferðum við vinnslu á uppsjávarfiski svo að úr verður gæðahráefni sem nota má til manneldis, í stað þess að nota sem hráefni í skepnufóður. Þá eru áhugaverðar rannsóknir í gangi á því hvernig má t.d. nota ensím til framleiðslu fiskimjöls til að gera það enn betra og þannig fá hollara prótín og fisklýsi sem gæti m.a. hjálpað til að bæta heilsu og hraða vexti í laxeldi.“

Nú þegar hafa ung íslensk líftæknifyrirtæki þróað verðmætar vörur úr fiskensímum og bendir Sigurjón á að eftir sé að uppgötva, hreinsa og nýta ógrynni ensíma með sama hætti. Hann nefnir yfirstandandi rannsókn á ensímum í rauðátu, sem er aðalfæða makríls og síldar. „Með því að vinna ensím úr magainnihaldinu má kannski þúsundfalda verðmæti vörunnar. Eitt kíló af rauðátuensímum, sem eru einhver þau virkustu sem finna má í náttúrunni, gæti jafnvel orðið álíka verðmætt og heilt tonn af uppsjávarfiski.“

Brýnt að efla styrkja- og rannsóknarumhverfið

En hvaða umgjörð þarf að skapa til að nýsköpun og rannsóknir í greininni blómstri? Sigurjón segir vert að skoða sérstaklega hvort bæta megi framboðið af styrkjum, enda hafi reynslan sýnt að framlög sjóða eins og AVS urðu oftar en ekki grunnurinn að efnilegum sprotarekstri. „Það hefur mátt greina þá hugsun í styrkjamálum undanfarið að tækifærin sé að finna alls staðar, og að nýsköpunarsjóðir eigi að sinna öllum greinum frekar en að sérhæfa sig í tiltekinni atvinnugrein. En þetta er ekki alveg rétt, og tækifærin ekki mikils virði ef markaðurinn er ekki fyrir hendi. Mestar líkur eru á árangri þar sem saman fara hráefni, þekking og markaður og þar hefur nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi greinilegt forskot.“

Sigurjón undirstrikar jafnframt mikilvægi þess að ungu fólki standi til boða bæði vandað nám tengt sjávarútvegi og öflugt rannsóknarumhverfi innan háskólasamfélagsins. Þar segir hann vert að athuga hvort ekki megi styrkja háskólastigið með því að færa íslensku háskólana undir einn hatt. „Þetta höfum við séð gerast í Danmörku með sameiningu háskóla, svo að þar urðu til öflugri menntastofnanir sem geta sérhæft sig betur hver á sínu sviði,“ segir Sigurjón og bendir á að sjö háskólar séu starfandi á Íslandi, en erlendis þyki ágætis viðmið að 6-700 þúsund íbúar séu á bak við hvern háskóla. „Rætt er um að gott sé að hafa samkeppni á milli menntastofnana innanlands, en við þurfum líka að hafa samkeppnina við útlönd í huga og skoða hvort betra væri að hafa eitt stórt rannsóknarháskólaumhverfi sem gæti skipst í þrjár til fimm einingar dreift um landið með mismunandi faglegum áherslum þar sem markmiðið væri að gera Ísland að einu framsæknasta landi heims hvað varðar nýsköpun og velmegun, þar á meðal á sviði sjávarútvegs.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »