Frakkar sagðir sniðganga íslenskar sjávarafurðir

Verslunarkeðjur á borð við Leclerc í Frakkalandi eru sagðar taka …
Verslunarkeðjur á borð við Leclerc í Frakkalandi eru sagðar taka þátt í að sniðganga innfluttar sjávarafurðir. AFP

Írskar og skoskar útgerðir saka samtök franskra útgerðarmanna um að hvetja kaupendur í Frakklandi til þess að sniðganga sjávarafurðir frá Íslandi, Skotlandi, Írlandi, Danmörku og Noregi í þeim tilgangi að auka sölu franskra afurða. Jafnframt eru frönsk stjórnvöld sökuð um að hvetja kaupendur til þess að einblína á franskar afurðir, að því er fram kemur í umfjöllun EchoLive.

„Þeim líkar að lýsa því yfir að um sé að ræða evrópsk hafsvæði þegar þeir eru með 50% af kvótanum í skötusel í írskri landhelgi, á meðan Írland fær aðeins 5% af skötuselskvótanum í eigin sjó. En þeir vilja ekki sætta sig við að til er evrópskur markaður sem við höfum jafnan aðgang að,“ segir John Nolan, framkvæmdastjóri Castletownbere Fishermen’s Co-op.

„Í Frakklandi er fólk hrætt við að taka við fiski af okkur,“ segir hann. „Jafnvel stórar verslunarkeðjur eins og Leclerc, jafnvel stjórnvöld eru að segja að það eigi bara að kaupa franskan fisk.“

Biðla til stjórnvalda

Samtök skoskra framleiðenda á hvítfiski (Scottish White Fish Producers Association) hafa sagt að samtök franskra útgerðarmanna og bátaeigenda séu með beinum hætti að biðja verslanir í Frakkalandi um að hætta að kaupa „ódýran innfluttan fisk“ frá Skotlandi, Írlandi, Danmörku, Noregi og Íslandi.

„Þetta er mjög sorglegt í ljósi þess að markaðir hafa verið lagðir í rúst vegna kórónuveirufaraldursins og það þarfnast frekar hvetjandi umhverfi í stað takmarkanna,“ segir Elspeth Macdonald, framkvæmdastjóri sambands skoskra veiðimanna (Scottish Fishermen’s Federation). „Við erum að ræða málið við bresk og skosk stjórnvöld og höfum verið í sambandi við franska sendiráðið. Vonandi fer þessari mismunun að ljúka.“

Nolan kveðst þakklátur vegna efnahagsaðgerða írskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins sem hafa miðað að því að veita fjárhagsstuðning vegna áhafna. „En fyrir bátaeigendur og útgerðir er það sem er að gerast í greininni martröð. […] Við sitjum á þremur milljónum í formi lager af rækjum sem enginn markaður er fyrir.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »