Ráðgjöf Hafró sögð á skjön við gögn

Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol ehf., og Bjarni Jónsson, forstöðumaður …
Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol ehf., og Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, gera thugasemdir við það hvernig Hafrannsóknastofnun hefur staðið að veiðiráðgjöf í grásleppu. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, og Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol ehf., leggja til að atvinnuveganefnd Alþingis beini því til Hafrannsóknastofnunar að taka veiðiráðgjöf í grásleppu nú þegar til endurskoðunar og að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, í framhaldinu endurskoði ákvörðun um að banna veiðarnar.

Þetta kemur fram í bréfi sem Bjarni og Halldór sendu atvinnuveganefnd á föstudag í framhaldi af fundi þeirra með nefndinni á fimmtudag í síðustu viku. Vinna þeir nú ítarlegri greinargerð fyrir nefndina.

Bjarni segir í samtali við 200 mílur að málið snúist fyrst og fremst um það að forsendum útgefinnar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar hefur verið breytt verulega milli ára án þess að fyrir því hafði verið færð haldbær vísindaleg rök, sem aukinheldur hafi verið sannreynd af fagfólki utan stofnunarinnar.

Tenging rofin

„Við lögðum áherslu á og bentum á að það hefur verið beint samband milli niðurstaðna botnfiskrannsókna, […] niðurstaðna úr netaralli og síðan afla á sóknarhreyfingu, sem sagt hvað er að veiðast. Þetta hefur haldist í hendur nánast alla tíð,“ segir Bjarni um skilaboðin til atvinnuveganefndar. „Í þetta hefur verið vísað sem réttlætingu á að nota niðurstöður botnfiskarannsókna, þar sem eðli málsins samkvæmt, fá hrognkelsi veiðast, til að styðjast við í ráðgjöfinni. Sjaldan hafi hins vegar veiðst betur en nú og netarall bendi til sterkra stöðu hrognkelsastofna. Hins vegar hefur Hafrannsóknastofnun nú vikið frá þeirri aðferðafræði að horfa til þess að máli skipti að þessir þrír þættir haldist í hendur og beita þeirri faglegu skynsemd að kalíbrera veiðiráðgjöfina með tilliti til þess.“

Grásleppan er mikilvæg tekjulind margra smærri útgerða.
Grásleppan er mikilvæg tekjulind margra smærri útgerða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að draga verulega úr grásleppuveiði, er á skjön við mikilvæg gögn sem benda til óvenjugóðrar stöðu hrognkelsastofna, að sögn Bjarna. „Hér þarf að lesa betur í stöðuna og horfa út fyrir þá vísitölu sem stofnunin notar í veiðiráðgjöf, útreikninga vísitölu sem var umturnað milli ára með óútskýrðum afleiðingum, en hún hafi sem fyrr eingöngu nýtt uppreiknaðar vísitölur sem byggja á stofnmælingu botnfiska, en með breyttum stuðlum.“

Hvernig stofnunin hafi breytt stuðlum að baki þeirrar vísitölu sé svo stærra mál sem þarfnist bæði óháðrar úttektar aðila utan stofnunarinnar og endurskoðunar innan hennar, segir hann. Þetta segir Bjarni rjúfa tenginguna við þá þrjá þætti sem hafa legið til grundvallar veiðiráðgjöf síðastliðinn áratug, enda sé grásleppan ekki botnfiskur og kemur aðeins sem meðafli í rannsóknum á þeim stofnum og geti hinir tveir þættirnir jafnað út óvissuna sem fylgi því að byggja á stofnmælingu botnfiska, enda sé ekki hægt að ráða af þeim stofnstærð hrognkelsa. Þær séu aðeins vísbendingar um breytingar á milli ára.

Breyttu forsendum útreikninga

Metur Bjarni það svo að betra væri að byggja veiðiráðgjöf á vel rökstuddri og prófaðri aðferðafræði. Bendir hann meðal annars á gagnrýni Axels Helgasonar, fyrrverandi formanns Landssambands smábátaeigenda, um að annmarkar séu á að nota gögn sem Hafrannsóknastofnun hefur nýverið notfært sér, einkum afladagbækur árin 1985 til 2008.

„Það að fara í að breyta og uppreikna ætlaða grásleppuveiði eða tölur úr misjöfnum veiðidagbókum aftur í tímann, eins og þeir gerðu á síðasta ári og breytti gjörsamlega vísitölunum hjá þeim, urðu þess valdandi að ráðgjöfin á þessu tímabili felur í sér miklu minni veiði heldur en annars hefði orðið. Þegar menn gera svona stórfelldar breytingar hlýtur það að þurfa meiri og betri rýni.“

„Síðan vorum við að benda á það að það er búið að vinna mjög góða vinnu í rannsóknum á hrognkelsum undanfarin tólf ár og ýmislegt að koma fram sem hægt er að nýta til þess að bæta ráðgjöfina. Auðvitað er mikið sem vitum ekki og þarf að rannsaka, en það er ástæðulaust að notfæra sér ekki þá þekkingu sem búið er að afla,“ segir Bjarni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 22.9.20 452,98 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.20 519,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.20 321,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.20 341,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.20 160,73 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.20 172,17 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.20 291,02 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.20 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 7.310 kg
Samtals 7.310 kg
22.9.20 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 248 kg
Samtals 248 kg
22.9.20 Haförn ÞH-026 Dragnót
Þorskur 4.480 kg
Ýsa 879 kg
Skarkoli 217 kg
Ufsi 73 kg
Steinbítur 66 kg
Samtals 5.715 kg
22.9.20 Sæbjörg EA-184 Dragnót
Ýsa 3.494 kg
Þorskur 922 kg
Karfi / Gullkarfi 166 kg
Skarkoli 23 kg
Ufsi 14 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.623 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 22.9.20 452,98 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.20 519,33 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.20 321,73 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.20 341,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.20 160,73 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.20 172,17 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.20 291,02 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.20 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 7.310 kg
Samtals 7.310 kg
22.9.20 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 248 kg
Samtals 248 kg
22.9.20 Haförn ÞH-026 Dragnót
Þorskur 4.480 kg
Ýsa 879 kg
Skarkoli 217 kg
Ufsi 73 kg
Steinbítur 66 kg
Samtals 5.715 kg
22.9.20 Sæbjörg EA-184 Dragnót
Ýsa 3.494 kg
Þorskur 922 kg
Karfi / Gullkarfi 166 kg
Skarkoli 23 kg
Ufsi 14 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.623 kg

Skoða allar landanir »