Segir mistök Hafró kosta allt að 600 milljónir

Axel Helgason, fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að verði mistök …
Axel Helgason, fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að verði mistök Hafrannsóknastofnunar ekki leiðrétt geti það kostað útgerðaraðila 300 til 600 milljónir króna. mbl.is/Ófeigur

„Það er algerlega ótækt að stofnun sem kennir sig við vísindi komist upp með það að byggja ráðleggingar sínar á gagnslausum upplýsingum úr áratugagömlum afladagbókum þegar á auðveldan hátt á einum vinnudegi er hægt að fá mikilvægar rauntölur úr raunheimum,“ segir Axel Helgason, fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og skorar hann á Hafrannsóknastofnun að endurskoða ráðgjöf sína varðandi veiðar á grásleppu.

Bann var sett á frekari veiðar á grásleppu fyrir rétt rúmri viku.

Axel segir að fram hafi komið „óvéfengjanleg gögn og yfirlýsingar frá framleiðendum um að nýtingartalan sé röng“ og vísar til þess Hafrannsóknastofnun byggir sögulegar aflatölur á tunnumagni árin 1985 til 2008 sem er umreiknað í magn af óslægðri grásleppu.

„Nú hagar svo til að þau vísindi sem lögð voru til grundvallar 12 prósenta lækkun á viðmiðunargildi ráðgjafareglu varðandi grásleppuveiðar í ár hafa reynst röng. Þetta hefur verið rækilega staðfest af þeim sem hafa verkað grásleppu á Íslandi síðastliðin 40 ár,“ fullyrðir Axel.

Þá segir hann Hafrannsóknastofnun hafa komist að þeirri niðurstöðu að til að fylla eina staðlaða 105 kílóa tunnu af söltuðum hrognum þyrfti 425 kíló af óslægðri grásleppu. „Fjórir vinnsluaðilar hafa nú sent frá sér yfirlýsingu um að skeiki að meðaltali 26 prósentum á tölum vísindamanna Hafró og þeirri nýtingartölu sem framleiðendurnir hafa sannreynt síðustu 40 ár. Hún er að það þurfi að meðaltali 535 kíló af óslægðri grásleppu til að framleiða eina tunnu af söltuðum hrognum,“ útskýrir hann.

Leiðrétting farælasta lausnin

Telur Axel farsælast að Hafrannsóknastofnun viðurkenndi meint mistök sem lögð voru til grundvallar lækkun hjá ráðgjafa stofnunarinnar og að niðurstaðan yrði leiðrétt. „Fái hún að standa kostar hún árlega 300-600 milljónir í tekjutapi þeirra sem hafa þessar veiðar og vinnslu að atvinnu.“

Skorar formaðurinn fyrrverandi á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að beita sér til þess að fá Hafrannsóknastofnun til þess að meta ný gögn og yfirlýsingar frá framleiðendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 302,07 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 508,33 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,91 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 209,60 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 189 kg
Hlýri 61 kg
Karfi / Gullkarfi 45 kg
Ýsa 39 kg
Ufsi 27 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 376 kg
10.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Ýsa 83 kg
Keila 60 kg
Karfi / Gullkarfi 57 kg
Steinbítur 12 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 223 kg
10.7.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 3.485 kg
Ýsa 1.747 kg
Steinbítur 434 kg
Ufsi 104 kg
Langa 58 kg
Skarkoli 43 kg
Hlýri 23 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 5.914 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.20 302,07 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.20 483,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.20 508,33 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.20 431,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.20 42,91 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.20 110,63 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.20 209,60 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 189 kg
Hlýri 61 kg
Karfi / Gullkarfi 45 kg
Ýsa 39 kg
Ufsi 27 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 376 kg
10.7.20 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Ýsa 83 kg
Keila 60 kg
Karfi / Gullkarfi 57 kg
Steinbítur 12 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 223 kg
10.7.20 Arney HU-203 Lína
Þorskur 3.485 kg
Ýsa 1.747 kg
Steinbítur 434 kg
Ufsi 104 kg
Langa 58 kg
Skarkoli 43 kg
Hlýri 23 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 5.914 kg

Skoða allar landanir »