Vísar gagnrýni á bug

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ekki ástæðu til …
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ekki ástæðu til þess að breyta ráðgjöf í grásleppu þrátt fyrir gagnrýni á starfshætti stofnunarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er í rauninni ekkert nýtt í þessari ráðgjöf hjá okkur. Það sem við gerum er einfaldlega það sem við segjumst hafa verið að gera, það er að segja að byggja ráðgjöfina á þessu hlutfalli milli aflans og togvísitölunnar frá rallinu fyrir meðaltal þessa árabils,“ svarar Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í Morgunblaðinu í dag spurður um þá gagnrýni sem ráðgjöf stofnunarinnar vegna grásleppuveiða hefur fengið að undanförnu.

Bjarni Jónsson, forstöðumaður Nattúrustofu Norðurlands vestra, segir í samtali við 200 mílur á mbl.is á þriðjudag að gagnrýni á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar snúist fyrst og fremst um að forsendum útgefinnar ráðgjafar stofnunarinnar hafi verið breytt verulega milli ára án þess að fyrir því hafi verið færð haldbær vísindaleg rök, sem aukinheldur hafi verið sannreynd af fagfólki utan stofnunarinnar.

Vísitala úr stofnmælingu er notuð sem mælikvarði á þróun stofnstærðar og miðast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar við að vísitala veiðihlutfalls sé svipuð og meðaltal fyrri ára, að sögn Guðmundar. „Við förum eftir því sem við höfum verið að segja. Allt frá 2012 var ráðgjöfin byggð á þessu tímabili [1985 til 2011]. Það sem við gerðum núna er einfaldlega að nota meðaltal þessara ára og bættum við nokkrum árum,“ segir Guðmundur sem útskýrir að aflatölum áranna 2012 til 2019 hafi verið bætt við til þess að fá réttari mynd af þróun síðustu ára og lækkaði það meðalveiðihlutfallið lítillega.

„Það var engum aflatölum breytt núna eða neitt slíkt.“ Hann segir ráðgjöfina miða að því að viðhalda sambærilegu veiðihlutfalli og verið hefur á árum áður. „Við byggjum ráðgjöfina á meðalveiðihlutfalli þessa tímabils 1985 til 2019 og teljum ekki forsendur til að hækka það,“ útskýrir hann.

Uppfærðu gögnin

Axel Helgason, fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda, er einn þeirra sem gagnrýnt hafa stofnunina og sagði hann í aðsendri grein í Morgunblaðinu á mánudag að fram hefðu komið „óvéfengjanleg gögn og yfirlýsingar frá framleiðendum um að nýtingartalan sé röng“ og vísaði hann til þess að Hafrannsóknastofnun hefði byggt sögulegar aflatölur á tunnumagni árin 1985 til 2008 sem er umreiknað í magn af óslægðri grásleppu. Axel sagði Hafrannsóknastofnun telja þurfa 425 kíló af óslægðri grásleppu til að fylla eina staðlaða 105 kílóa tunnu af söltuðum hrognum, en framleiðendur hafa sýnt fram á að það þurfi 535 kíló í eina tunnu. Þá sakaði Axel stofnunina um að styðjast við gagnslausar upplýsingar úr gömlum afladagbókum.

Þessari gagnrýni vísar Guðmundur á bug. „Við fengum þessar tölur um tunnumagn frá forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda fyrir mörgum árum. Þetta eru einu upplýsingarnar sem til eru um magnið sem var veitt á þessum árum. Aflinn var ekki vigtaður. Það var ekki fyrr en upp úr 2008 þegar var gert skylda að vigta allan afla, þær tölur eru frá Fiskistofu.

Fram til ársins 2015 er notaður umreikningsstuðull til þess að reikna fjölda tunna yfir í afla, sem er líklega tilkominn frá samtölum við greinina. [...] Þá var búin að vera í gangi vinna við að skoða þessar afladagbækur [1985 til 2008] og í kjölfar þeirrar vinnu er lagt til að breyta þessum umreikningsstuðli. Það gerist 2015 og það er kynnt fyrir ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar, sem fjallar um öll svona mál. Það er síðan ákveðið að fara að tillögum sérfræðinga um að breyta aflatölunum á grundvelli afladagbókanna. Svo hefur það lítið verið gagnrýnt fram að þessum tíma,“ segir sviðsstjórinn.

Ráðgjöfin óbreytt

Hann segir gagnrýnina nú byggjast á því að menn hafa fengið í hendurnar upplýsingar frá nýjum verksmiðjum þar sem tæknistig vinnslu er mun meira en var á fyrri árum og ganga út frá því að það sé hægt að spegla upplýsingar um nýtingu síðustu ára yfir á fyrri ár. „Við höfum engar forsendur um að þessar upplýsingar séu rangar miðað við stöðuna í dag, en að hægt sé að nota þessar upplýsingar fyrir þessi ár fram að 2008 drögum við í efa og erum ekki alveg sannfærð um að við getum stokkið á svona nálgun. Þess vegna segjum við að það þurfi að skoða þetta nánar, en það krefst mun lengri tíma.“

Þá hafi ávallt legið fyrir að Hafrannsóknastofnun hefði breytt ráðgjöfinni ef það væri augljóst að mistök hefðu verið gerð. „En við getum ekki séð á þessum gögnum sem við höfum fengið í hendurnar að það sé tilefni til þess að breyta þessu og höldum okkur við sömu ráðgjöf.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »