Leitar þakkargjafar afa síns

Sigurð Simonsen, skipstjóra á Vón, og áhöfn var bjargað af …
Sigurð Simonsen, skipstjóra á Vón, og áhöfn var bjargað af breska herskipinu Southern Shore við Snæfellsnes 1944. Barnabarn Sigurðs leitar nú málverks eftir íslenska myndlistakonu sem gefið var breska skipstjóranum sem þökk fyrir björgunina. Ljósmynd/Aðsend

Færeyingurinn Heri Árnason Simonsen hefur lagt í mikla leit að málverki af færeyska skipinu Vón, en málverkið málaði íslensk myndlistarkona fyrir afa Heris, Sigurð Simonsen, og var það gefið skipstjóra á bresku herskipi sem þökk fyrir að hafa komið skipverjunum á Vón til bjargar við Snæfellsnes í september 1944.

„Ég tók upp ævisögu Sigurðs Simonsens á kassettur 1989 þegar ég var 21 árs. 2009 fékk ég hljóðtæknimann til þess að færa 17 klukkustundir af upptökum yfir á stafrænt form. Þar til nú hafa aðeins börn, barnabörn og aðrir ættingjar Sigurðs hlustað á þetta,“ segir Heri í samtali við 200 mílur.

„Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á fékk ég tíma til þess að gefa út klippta útgáfu af sögu hans. Ég er búinn að gefa út ævisögu hans á SoundCloud í 11 hlutum. Ég fattaði allt í einu hvað þetta var falleg færeysk, íslensk og ensk saga um þessa miklu björgun,“ segir hann.

Heri Árnason Simonsen
Heri Árnason Simonsen Ljósmynd/Aðsend

Fjársjóður úr stríðinu

Sigurð var skipstjóri á nýja togaranum Vón sem á stríðsárunum stundaði fiskveiðar meðal annars við Íslandsstrendur og sigldi með afurðirnar til Bretlands. Í september 1944 var skipið statt utan við Snæfellsnes þegar skrúfan brotnaði og fór skipið að reka. Hætta var á að Vón ræki upp í kletta en áhöfninni tókst að hafa samband við nærliggjandi skip og kom breska herskipið Southern Shore áhöfninni til bjargar við erfiðar aðstæður og dró Vón til hafnar í Reykjavík.

Fram kemur í frásögn Sigurðs, sem Heri tók upp, að hann hafi látið gera málverk af Vón sem fært var skipstjóranum á breska skipinu sem þökk fyrir björgunina. Heri segir að það hafi verið Pétur Vigelund, færeyskur skipasmiður búsettur á Íslandi, sem fann íslenska myndlistarkonu í verkefnið en afi hans hafi hvorki munað hver skipstjórinn var eða hvað breska skipið hét þegar upptakan var gerð. Sigurð lést 1994.

Færeyski togarinn Vón
Færeyski togarinn Vón Ljósmynd/Aðsend

„Mér finnst málverkið vera fjársjóður frá seinni heimsstyrjöld sem á skilið að vera þekkt og viðurkennt á Íslandi, í Færeyjum og Fleetwood á Englandi,“ segir Heri, sem hefur lýst eftir málverkinu í blöðum á Englandi.

Kannski á Nýja-Sjálandi

Heri var því ánægður að frétta að með smá leit á Timarit.is hafði blaðamanni tekist að finna í dagbók Morgunblaðsins 26. september 1944 kveðju frá afa hans til breska skipstjórans.

„Sigurd Simonsen, skipstjóri á færeyska skipinu ms. Vón, hefir beðið blaðið að flytja, fyrir sína hönd og skipshafnar sinnar, skipstjóranum á breska skipinu „Southern Shore“, T. W. Pooley, bestu þakkir fyrir aðstoð þá, er hann ljet þeim í tje, er færeyska skipið var á reki með brotna skrúfu út af Snæfellsnesi 20. þ.m. Breska skipið dró hið færeyska til Reykjavíkur.“

Kveðja Sigurðs til skipstjórans á breska skipinu Southern Shore í …
Kveðja Sigurðs til skipstjórans á breska skipinu Southern Shore í Morgunblaðinu 26. september 1944. Skjáskot

Heri er þá einu skrefinu nær, en enn er óvitað hver myndlistarkonan íslenska var og hvar málverkið er niðurkomið en grunur er um að það sé á Nýja-Sjálandi.

„Mér finnst að hetjuleg björgunaraðgerð Johns Williams Pooleys og áhafnar hans ætti að hljóta viðurkenningu. Ef málverkið hefur endað á Nýja-Sjálandi, sem okkur grunar, ætti að afrita það og sýna á stríðsminjasöfnum á Færeyjum, Íslandi og Fleetwood,“ segir Heri.

Hvalveiðiskip

Southern Shore, sem kom Vón til bjargar, var ekki venjulegt herskip enda smíðað árið 1926 í þeim tilgangi að sinna hvalveiðum fyrir Southern Whaling & Sealings. Var skipið tekið tímabundnu eignarnámi af breska flotanum árið 1940, en þetta var gert við gríðarlegan fjölda breskra skipa á þessum árum og var meðal annars öllum flota Southern Whaling & Sealings skipað að sinna verkefnum fyrir breska flotann á þessum tíma.

Hvalveiðiskipinu var síðan breytt til þess að berjast við kafbáta þýska flotans og að því er virðist sinnt skyldu sinni við Íslandsstrendur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 323,24 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 489,70 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 86,26 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,79 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 207,39 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Þorskur 841 kg
Ufsi 123 kg
Samtals 964 kg
9.7.20 Elli SF-071 Handfæri
Þorskur 771 kg
Ufsi 200 kg
Samtals 971 kg
9.7.20 Benni SF-066 Handfæri
Þorskur 860 kg
Ufsi 226 kg
Samtals 1.086 kg
9.7.20 Steini G SK-014 Handfæri
Þorskur 269 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 282 kg
9.7.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 1.659 kg
Steinbítur 790 kg
Skarkoli 564 kg
Ufsi 334 kg
Ýsa 282 kg
Lúða 41 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 3.675 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.20 323,24 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.20 393,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.20 489,70 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.20 328,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.20 86,26 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.20 109,79 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 8.7.20 207,39 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Þorskur 841 kg
Ufsi 123 kg
Samtals 964 kg
9.7.20 Elli SF-071 Handfæri
Þorskur 771 kg
Ufsi 200 kg
Samtals 971 kg
9.7.20 Benni SF-066 Handfæri
Þorskur 860 kg
Ufsi 226 kg
Samtals 1.086 kg
9.7.20 Steini G SK-014 Handfæri
Þorskur 269 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 282 kg
9.7.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 1.659 kg
Steinbítur 790 kg
Skarkoli 564 kg
Ufsi 334 kg
Ýsa 282 kg
Lúða 41 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Samtals 3.675 kg

Skoða allar landanir »