„Þetta fór allt að skána þegar við komum heim“

Sigþór Kjartansson, skipstjóri á Sólbergi, segir veiðina á Grænlandssundi ganga …
Sigþór Kjartansson, skipstjóri á Sólbergi, segir veiðina á Grænlandssundi ganga heldur hægt. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við erum hérna úti á torginu, eins og við köllum það, að reyna að ná grálúðu, en það er ekkert fjör í veiðunum,“ segir Sigþór Kjartansson, skipstjóri á Sólbergi, í samtali við 200 mílur. Sólbergið er nú statt á Grænlandssundi ásamt talsverðum fjölda íslenskra frystitogara. Þar á meðal eru Guðmundur í Nesi, Blængur, Örfirisey, Höfrungur, Gnúpur og Vigri, svo einhverjir séu nefndir. „Þeir eru hérna frystitogararnir allflestir held ég,“ segir Sigþór.

Aðstæður á mörkuðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa hvatt skipin til þess að sækja í grálúðu og karfa að undanförnu að sögn skipstjórans. „Þetta er það helsta sem selst, grálúða og karfi. Þetta eru Asíu-afurðirnar sem er best að selja, þorskurinn fer hægt.“

Sólberg ÓF 1
Sólberg ÓF 1 mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Þetta er svona kropp, það kroppast með tímanum,“ segir hann um gang veiða, en Sólbergið hefur verið á miðunum frá miðjum maí. Spurður hvenær búist er við að skipið komi til hafnar á ný segir Sigþór það vera komið fyrir sjómannadaginn 7. júní.

Sigþór segir búið að vera fínasta veður á túrnum. „Það voru tvær brælur, en það stóð stutt. Þannig að það er búið að vera gott hvað veðrið varðar. Það var fínasta veiði hérna í síðasta mánuði, en það hefur heldur dregið úr.“

Blaðamaður rifjar það upp að síðast er hann ræddi við Sigþór hafi Sólberg verið utan stranda Noregs á leið á miðin í Barentshafi um það leyti er gripið var til umfangsmikilla aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta fór allt að skána þegar við komum heim. Við hefðum bara þurft að koma fyrr,“ segir Sigþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »